Víkurfréttir - 20.12.2012, Blaðsíða 44
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR44
Jólablað II
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
www.vf.is
sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
ÓSKAST
Óska eftir 2ja til 4ra herbergja
íbúð til leigu. Upplýsingar í síma
662 4343.
ÝMISLEGT
Bryggjubásar – Skemmtilegur
markaður í Reykjanesbæ
Erum með opið föstud. frá kl. 16
til 20 og vikuna frá 17. des. laug-
ardaga og sunnudaga frá kl. 13 til
18. Skemmtileg markaðsstemmn-
ing. Básaleiga s. 666-3938.
TIL SÖLU
Toyota Corolla árgerð 1990 í
góðu lagi ekinn 112 þúsund km.
Verð kr. 50 þúsund. Upp lýsingar í
síma 857 1475.
AFMÆLI
70 ÁRA
Helgi Þór Magnússon verður 70
ára föstudaginn 21. desember. Þeir
sem vilja gleðjast með honum eru
velkomnir í kaffiveitingar á afmæl-
isdaginn í Víðihlíð milli kl. 14 og
17. Gjafir eru afþakkaðar en söfn-
unarbaukur til styrktar Víðihlíðar
verður á staðnum.
TIL LEIGU
Til leigu gott 132 ferm. iðn-
aðarhúsnæði að Strandgötu 22A,
Sandgerði.
Eignin er laus til afhendingar strax.
Leiguverð: 85.000 kr. á mánuði
fyrir utan hita og rafmagn. Allar
nánari upplýsingar gefnar í síma
421 8787.
50 fm. íbúð til leigu, 2ja herbergja,
eldhús og bað. Skilvísi, reyklaus og
ekki gæludýr. Íbúðin losnar í byrj-
un janúar.Uppl. í síma 894 1242.
3ja herb íbúð til leigu
Til leigu 85 fm endaíbúð á jarðhæð
100 þús. á mán. Fyrirframgreiðsla
og meðmæli æskileg. Uppl. í síma
893 9888.
Um leið og ég þakka Suður-nesjamönnum fyrir góð
s a m s k i pt i á
árinu sem er að
líða vil ég óska
ykkur öllum
gleðilegra jóla
og farsældar á
nýju ári.
Þegar áramót
nálgast er vert
að horfa um
öxl og líta yfir
farinn veg. Ljóst er að afleiðingar
bankahrunsins haustið 2008 lagði
byrðar á alla landsmenn. Almenn-
ingur varð leiksoppur kringum-
stæðna sem hann bar enga ábyrgð
á. Uppgjörið eftir hrun hefur leitt
margt ógeðfellt í ljós og slíkt sam-
félag viljum við ekki byggja upp
að nýju.
Grípa þurfti til margvíslegra ráð-
stafana til að stýra landinu upp úr
efnahagslægðinni. Við úrvinnslu
vandans hefur ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur haft það að leiðar-
ljósi að dreifa byrðum á eins sann-
gjarnan hátt og mögulegt er og
með skýrri forgangsröðun varið
velferðar- og menntakerfið.
Árangur í ríkisfjármálunum er
augljós og fjárlög ársins 2013 sem
ég mælti fyrir í september síðast-
liðnum, sýna best þann árangur.
Auknar tekjur af auðlindum í al-
mannaeign, ábyrg efnahagsstjórn
og stöðugur hagvöxtur gera mögu-
legt að auka stuðning við fjölskyld-
urnar í landinu. Fæðingarorlofs-
greiðslur hækka strax á næsta ári
og fæðingarorlofið verður lengt
í 12 mánuði í áföngum til ársins
2016. Greiðslur til barnabóta eru
hækkaðar umtalsvert og einnig
greiðslur til húsaleigubóta en það
er í samræmi við nýja húsnæðis-
stefnu. Nýja stefnan felur í sér fleiri
valkosti en séreignarstefnuna með
auknu framboði á leiguhúsnæði á
viðráðanlegu verði.
Fjárlögin fela einnig í sér áherslur
jafnaðarmanna í atvinnusköpun.
Þannig er fjórum milljörðum
króna af veiðileyfagjaldinu veitt til
samgöngubóta, til að styrkja Rann-
sóknarsjóði og Tæknisjóði og til
sóknaráætlunar landshluta. Aðrir 6
milljarðar fara í ýmis verkefni, s.s.
byggingu fangelsis, uppbyggingu
ferðamannastaða og innviði frið-
lýstra svæða, grænar áherslur í at-
vinnusköpun og skapandi greinar.
Markmiðið er aukin fjárfesting og
fjölgun starfa.
Kosningarnar næsta vor munu
snúast um hvort við viljum halda
áfram á leið jafnaðarmanna til
aukins jöfnuðar og réttlætis. Við
endurreisn samfélags eftir hrun
setja jafnaðarmenn hag barna í
forgang ásamt áherslu á skilvirkt
menntakerfi, öflugt velferðarkerfi
og að mæta eldri borgurum með
virðingu og sanngirni.
Við höfum lært að það er ekki hægt
að stytta sér leið, taka góðæri að
láni eða svindla sér upp úr krepp-
unni. Það er ekki hægt að taka lán
fyrir nýju Íslandi. Þar verðum við
að treysta á eigin hug og hönd.
Oddný G. Harðardóttir,
þingflokksformaður
Samfylkingarinnar
Jólin eru á næsta leiti, eftirvæntingin allsráðandi hjá krökkunum, fjölskyldur koma saman borða
veislumat og
standa á blístri.
Þetta er sá árs-
tími sem neysla
Íslendinga nær
h á m a r k i o g
þykir mörgum
n ó g u m . E n
öfgarnar geta
verið mik lar
og því miður
eru ekki allir sem hlakka til jólanna eða sjá fram á
veislumat, hitta fjölskyldur, vini eða bara að sitja í
hlýju húsi. Reyndar er það svo að fjöldi Íslendinga
þiggja matargjafir fyrir jólin, um 10% Íslendinga
eru taldir undir fátæktarmörkum og hátt í 200 Ís-
lendingar teljast til heimilislausra. Eiga ekkert.
Samfélag jafnaðar er sterkara og réttlátara er
samfélag ójafnaðar
Við erum 300 þúsund manns á þessari eyju. Við erum
vellauðug af orku, landi og vatni – eyjan okkar er
matarkista. Á Íslandi þarf enginn að vera svangur. Við
höfum búið við krappari kjör síðustu ár en lífsgæði hér
á landi teljast engu að síður ein þau mestu á Vestur-
löndum, sem sagt Íslendingar búa við ein þau mestu
lífsgæði í heimi. Samfélagið okkar er þó ekki sterkara
en svo að við getum ekki hjálpað fólki sem á ekkert
og reyndar gátum við það heldur ekki fyrir hrun. Við
getum ekki hjálpað fólki sem er heimilislaust og er
ekki fært um að hjálpa sér sjálft. Við getum reiknað
það út að útgerðin, ferðaþjónustan, hátekjufólk og
fleiri hópar geti ekki greitt nema svo og svo mikinn
skatt til samfélagsins, ella fái viðkomandi ekki þrifist.
Raunveruleikinn er sá að í samfélaginu er fólk sem fær
ekki þrifist vegna þess að samfélagið telur sig ekki hafa
fjárhagslega burði til að mæta þörfum þeirra.
Misskiptingin er óþolandi
Hjálparstofnanir og sjálfboðaliðar hafa af mikilli ósér-
hlífni og dugnaði mætt brýnustu þörfum fátækra og
heimilislausra Íslendinga en þannig á það ekki að
vera. Við eigum öll heima á þessari eyju. Við búum
öll saman í þessu samfélagi og við eigum öll að deila
gæðum þannig að við fáum notið mannsæmandi lífs.
Staðreyndin er sú að nóg er af gæðum – þeim er ein-
faldlega misskipt. Misskiptingin er afleiðing þess að
við höfum ekki tekið málstað fátækra. Við hlustum á
Samtök atvinnulífsins en Samtök fátækra eru ekki til.
Við hlustum á Landssamband íslenskra útvegsmanna
en Landssamband heimilislausra Íslendinga er ekki
til. Við hlustum á Samtök fjármálastofnana en Samtök
þeirra sem þiggja matargjafir eru ekki til. Lýðræðislega
kjörnir fulltrúar eru þeirra málsvarar þegar kemur
að því að taka málstað fátækra og skipta gæðum Ís-
lendinga. Skiptum jafnt.
Arndís Soffía Sigurðardóttir,
1. sæti Vg Suðurkjördæmi
Inga Sigrún Atladóttir,
2. sæti Vg Suðurkjördæmi
PÓSTKASSINN
n Oddný G. HarðardóTTIr skrIfar:
Jóla- og nýárskveðja
n arndís sOffía sIGurðardóTTIr OG InGa sIGrún aTladóTTIr skrIfa:
Fátækt og ríkidæmi
vf@vf.is
Marta Eiríksdóttir áritar
Mei mí beibísitt?
í Eymundsson fimmtudagskvöldið
20. desember frá klukkan 20:00 til 22:00.
Leikskólabörnum í Reykja-nesbæ hefur á síðustu dögum
verið boðið í heitt súkkulaði á
Flughóteli í Keflavík. Þar hafa
verið hengdar upp myndskreyt-
ingar við skemmtilega jólasögu
sem leikskólabörnin á leikskólum
bæjarins hafa sameinast um að
semja. Sagan er um Nilla, lítinn
strák í Reykjanesbæ og jólaundir-
búninginn hjá honum. Meðfylgj-
andi myndir voru teknar fyrir
helgi þegar hópur barna þáði heitt
súkkulaði. Sagan um Nilla mun
birtast á vef Víkurfrétta, vf.is, um
jólin.
Sömdu sögu um Nilla