Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.12.2012, Page 16

Víkurfréttir - 20.12.2012, Page 16
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR16 Jólablað II Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! GRÓFIN 14B - 230 REYKJANESBÆR SÍMI: 421 4566 - tv @ i4tec.com Bílaþjónusta Simi: 421 2598 Heyrðu elskan, ég var að spá í hvort við gætum farið saman í Kringluna á fimmtu- dagskvöldið. Opið til kl. 22.00 sem þýðir að við ættum að geta klárað að kaup allar jólagjafirnar. Hann leit upp úr íþróttasíðunum og horfði svona beint í augu mér (eins og ég hefði gert eitthvað): ég var búinn að segja þér að við strákarnir í vinnunni erum að fara með vinnufélaga okkar á tónleika með Bjarna Ara þetta kvöld. Afmælisgjöf til hans frá okkur. Hann dýrkar Elvis og Bjarna og tónleikarnir eru Elvis gospel. Erum meira að segja búnir að fá leyfi til að fara með hann baksviðs eftir á og þar fær hann áritaðan disk. Gunni er nýhættur með kærustunni svo hann hefur gott af því að lyfta sér aðeins upp. Já ok, ég hélt að þið hefðuð gefið honum gjöf um daginn, áritaðan Manchester United bol sem þú pantaðir sérstaklega og fótbolta- kvöld á sportbarnum þar sem fram fór greinilega lengsti fót- boltaleikur sögunnar! Hann leit á mig eins og hann tryði ekki því sem hann var að heyra: þá átti Siggi afmæli og það var EKKI Manchester Uni- ted!!! Hvað ætlarðu að vera lengi að læra þetta – það er Manchester City, CITY og að rugla þessum liðum saman er eins og að rugla saman Duran Duran og Wham. Finnst stundum eins og þú sért ekki að hlusta á mig þegar ég er að tala um það sem skiptir MIG máli!! Og já við vorum lengi enda ekki hægt að lýsa fyrir þér þeim tilfinningum sem fylgja þessu. Veistu hvað þetta er búið að vera erfitt fyrir okkur CITY áhangendur síðustu ár – svo gengur loksins vel hjá okkur núna og er þá til of mikils mælst að fá SMÁ stuðning hérna heima fyrir!! Ég áttaði mig á því á þessu augnabliki að ég mundi aldrei skilja þetta en sagði það ekki við hann, en hann var ekki hættur. Þetta snýst svolítið um að kynnast fólki og þú sem ert alltaf í þínum mannlífspæl- ingum ættir nú að leggja meira á þig við svona hluti, ha! Það er mjög óþægilegt þegar við erum að hitta vinnufélagana fyrir utan vinnu og þú ruglar öllum saman. Mjög pínlegt í vorpartýinu þegar þú ræddir endalaust um konuna hans Wayne Rooney við golfarann og kærustuna hans McIlroy við fótboltanördinn. Ég mundi aldrei klikka á svona. Sjáðu til, ég legg mig fram um að komast að áhugamálum fólks. Fótbolti, golf, tónlist.....þetta skiptir máli og gerir vinnuna skemmtilegri. Í vinavik- unni kaupir maður gjafir sem henta við- komandi , óvissuferðirnar eru úthugsaðar og fólkið áttar sig á að maður er búinn að hafa svolítið fyrir hlutunum. Já elskan mín, það er engin tilviljun að þinn heittelskaði er búinn að fara fyrir starfsmannafélaginu í 3 ár í röð. Með því að leggja þig svona fram ertu að senda fólkinu skýr skilaboð – „þú“ skiptir máli. Karlinn er með‘etta! Ég brosti til hans; flott hjá þér, æ bara smá stress hjá mér, korter í jól og eftir að kaupa allar gjafirnar. En ég fer bara ein í Kringl- una og redda þessu sem er eftir. Ekki eins og ég sé óvön því (passaði alveg upp á að halda pirringnum í lágmarki). Hann stóð upp tók um mig og sagði; þú rúllar þessu upp eins og alltaf. Kauptu svo eitthvað fallegt handa sjálfri þér í jólagjöf - frá mér til þín!! Ég leit á hann; bíddu á ég að kaupa jóla- gjöfina mína sjálf.......aftur!! En varstu ekki einmitt að segja......... Hann horfði á mig með svip sem hann setur upp þegar hann vill segja „ég er bæði særður og hissa“: bíddu hvað er að því, þú veist alveg hvernig þetta er, ég veit aldrei hvað ég á að gefa þér og svo hélt ég að það væri hugurinn á bak við gjöfina sem skipti öllu máli. Stundum átta ég mig bara alls ekki á þér kona!! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér – http://www. facebook.com/Hamingjuhornid Kauptu þína jólagjöf sjálf! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa Að rugla þessum liðum saman er eins og að rugla sama Duran Duran og Wham. Aukið umferðareftirlit lögreglunnar Lögreglan á Suðurnesjum heldur nú úti sérstöku um- ferðareftirliti, sem beinist meðal annars gegn ölvunar-, lyfja- og fíkniefnaakstri. Einnig er fylgst með því að búnaður bifreiða sé í lagi, svo sem ljósabúnaður, sem nauðsynlegt er að hyggja sérstaklega að í skammdeginu. Lögreglan vill hvetja ökumenn og aðra vegfarendur til að sýna varkárni og tillitssemi í hvívetna. Akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna getur haft skelfilegar afleiðingar eins og dæmin hafa sannað. Flugeldasala KeFlavíKur verður í gamla íþróttavallar- húsinu við Hringbraut. NáNar auglýst í Næsta blaði

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.