Víkurfréttir - 20.12.2012, Qupperneq 24
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR24
Jólablað IIJólablað II
n Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari:
landslag íslenskra jökla
Heillandi og Hrikalegt
Að ganga á skriðjökul með myndavélina mína er með því skemmtilegasta sem ég geri. Það er eins
og maður sé kominn í aðra veröld þar sem maður
finnur kraftinn í þessari stórbrotnu náttúru og fyll-
ist óttablandinni lotningu frammi fyrir djúpum
sprungum og ógnvænlegum jökulsvelgjum í þessu
kynngimagnaða, hrikalega og myndræna lands-
lagi. Þessi ósnortna náttúra er full af hughrifum og
náttúruupplifunum sem draga mann á jökul aftur
og aftur. Með því að ganga á jökul er maður kominn
í annan og heillandi heim með myndavélina og
sannarlega með allt aðra sýn og sjónarhorn heldur
en þær ljósmyndir sýna sem teknar eru frá þjóðveg-
inum eða við jökulsporðinn.
Þær eru orðnar þó nokkrar ljósmyndirnar sem ég
hef tekið uppi á jöklunum og jafnvel innan í þeim því
gaman er að kíkja inn í hella og jökulsvelgi og skoða
innviði þeirra. Gæti vel hugsað mér að gera einhvern-
tímann bók eða veglega ljósmyndasýningu með þessu
viðfangsefni en hvort af því verður kemur bara í ljós.
Slíkt verkefni gæti verið einskonar óður til jöklanna
sem verða horfnir eftir 150-200 ár ef spár vísinda-
manna ganga eftir. Hún er skrýtin sú tilhugsun að
komandi kynslóðir eigi ekki eftir að sjá jökla nema á
ljósmyndum ef svo fer sem horfir.
Ég er gjarnan spurður að því hvort jöklaferðir af
þessum toga séu ekki hættulegar. Að þvælast einn upp
á jökul án þekkingar á aðstæðum, þjálfunar og rétts
búnaðar er vitaskuld stórhættulegt. Dapurleg örlög
sænsks ferðamanns á Sólheimajökli í nóvember 2011
er dæmi um það. Jöklagöngu ættu óvanir aldrei að fara
í nema í fylgd sérþjálfaðra leiðsögumanna með reynslu
og réttan útbúnað. Hér á landi eru sérhæfð ferðaþjón-
ustufyrirtæki, t.d. Íslenskir fjallaleiðsögumenn, sem
bjóða upp á skipulagðar jöklagöngur og leggja til þann
búnað sem þarf. Hins vegar eru það mest erlendir
ferðamenn sem sækja í þetta, ekki Íslendingar. Ég veit
ekki almennilega hvað veldur því. Þar sem jöklarnir
eru svo stór hluti af náttúru Íslands hefði maður haldið
að Íslendingar fyndu hjá sér forvitni og þörf til komast
í meira návígi við þá.
Á göngu yfir Skeiðarárjökul í
sumar mætti manni ótrúlegt
landslag þar sem askan úr Gríms-
vatnagosinu hafði lagst yfir jökul-
inn endilangan á breiðu belti. Í
þessu var mikil strýtumyndun og
inn á milli hárra strýta leyndust
kviksyndi, sprungur og hyldjúpir
jökulsvelgir. Það var því ekki
auðvelt fyrir gönguhópinn að finna
leið í gegnum þetta og oft urðum
við að snúa við og finna aðra leið.
Að lokum komumst við í gegn og
eftir sat minning um ógleyman-
lega upplifun í kynngimögnuðu
landslagi sem leit út fyrir að til-
heyra annarri plánetu.
Dulúð á Skeiðarárjökli.
Klifrað upp úr sprungu á Sólheimajökli. Gengið eftir mjórri ísspöng með sprungur til beggja
handa. Broddarnir gera sitt gagn.
Íshellar jöklanna eru heillandi og fagrir.
Ísinn er kristaltær og sést langt inn í hann.
TexTi oG mynDir
ellerT GréTArSSon
- fleiri myndir á elg.is
Gönguhópur á ferð á Svínafellsjökli.
Gægst ofan í jökulsvelg á Sólheimajökli.