Víkurfréttir - 20.12.2012, Page 36
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR36
Jólablað II
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla og farsældar
á nýju ári
Í byrjun október leitaði félag eldri borgara á Suður-nesjum eftir samstarfi við grunnskóla Reykjanes-
bæjar. Ýmsar hugmyndir komu fram hvernig hægt
væri að haga því samstarfi og eru nokkrar þeirra
komnar í framkvæmd. Tengiliður Njarðvíkurskóla
við félag eldri borgara er Erna Agnarsdóttir.
Lestrarömmurnar Erna Agnarsdóttir og Ása Lúðvíks-
dóttir eru farnar að mæta í skólann og aðstoða nem-
endur við að lesa og einnig fyrrum kennarar skólans
þær Guðrún Jónsdóttir og Guðríður Helgadóttir. Sig-
rún Valdimarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður í Njarð-
víkurskóla kom og aðstoðaði í textíl við prjón auk þess
sem hún var gestadómari í kökukeppni unglinga og
von er á fleiri góðum gestum til okkar.
Á Degi íslenskrar tungu komu fulltrúar eldri borgara
og lásu ljóð fyrir nemendur, Eyjólfur Eysteinsson for-
maður eldri borgara las fyrir yngri nemendur og
Guðbjörg Böðvarsdóttir las fyrir eldri nemendur. Sam-
starfið hefur gengið mjög vel og vakið ánægju bæði hjá
nemendum og meðal eldri borgara.
Ömmur lesa fyrir bÖrnin í
grunnskólum reykjanesbæjar
Les
tur
Páll Jóhann Pálsson starfar sem bæjarfulltrúi fyrir
Framsóknarflokkinn í Grindavík.
Auk þess gerir Páll út smábátinn
Daðey GK -777 ásamt konu sinni
Guðmundu Kristjánsdóttur en
þau eru einnig í hrossarækt á
búi sínu í Stafholti, Þórkötlu-
staðahverfi. Saman eiga þau
fimm börn og sjö barnabörn og
því mikið um að vera um jólin á
þeirra heimili yfir hátíðirnar. Páll
segir að jólin gangi ekki í garð
fyrr en hann heyrir „Heims um
ból“ en hann fer ávallt í kirkju
klukkan 18:00 á aðfangadag.
Þegar kemur að því að versla
jólagjafirnar þá viðurkennir Páll
að hann sé oft á síðustu stundu en
hann verslar ávallt í heimabyggð.
Fyrstu jólaminningarnar?
Á Hólabrautinni í Keflavík þegar
við bræður vorum með nýja
herraklippingu að klæða okkur
í sparifötin og á leið í kirkju.
Jólahefðir hjá þér?
Ég fer í jólaboð á jóladag með fjöl-
skyldunni og messur um jólin.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir
hátíðirnar?
Nei því miður get ég ekki sagt það.
Jólamyndin?
Gömlu góðu „Home
alone“ myndirnar.
Jólatónlistin?
„Ég kemst í hátíðarskap“
með Helgu Möller.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Ég er alltaf á síðustu stundu
og þá í heimabyggð.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Börnum og barnabörnum
og svo auðvitað frúnni.
Ertu vanafastur um jólin, eitt-
hvað sem þú gerir alltaf?
Fer alltaf í kirkju kl. 18:00 á að-
fangadag, svo koma jólin þegar
sungið er „Heims um ból“.
Besta jólagjöf sem þú hefur
fengið?
Allar jólagjafir eru bestar, ekki
hægt að gera upp á milli þeirra.
Hvað er í matinn
á aðfangadag?
Hamborgarhryggur og
allt tilheyrandi.
Eftirminnilegustu jólin?
Jólin mín á Kanaríeyjum þegar
ég fór þangað sem ungur maður
með félögum. Þar voru engin jól
og löng bið eftir næstu jólum.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Nýja sokka svo ég fari
ekki í jólaköttinn.
Ávallt í kirkju á aðfangadag
Páll Jóhann Pálsson í Grindavík
La n g a r þ i g a ð galdra þig inn í
nýtt og skemmtilegt
ár? Langar þig að setja
púður í draumana
þína og láta þá ræt-
ast á nýju ári? Ef svo
er, þá áttu erindi á
frábært nýárs nám-
skeið fyrir konur, þar
sem við ætlum að kveðja það
úr lífi okkar, sem er að hindra
velgengni okkar og opna fyrir
nýja orku árið 2013, þar sem við
erum uppfullar af gleði, hug-
rekki og krafti.
Þann 28. desember, sem er föstu-
dagskvöld á fullu tungli, verður
boðið upp á magnað námskeið
fyrir konur, þar sem við ætlum að
töfra inn góða hluti í líf okkar á
nýju ári og hreinsa út það gamla.
Þetta verður skemmtileg stund
þar sem við finnum
að við erum örlaga-
dísir í eigin lífi. Það
erum við sjálfar, sem
látum hlutina gerast.
Við tengjumst innsta
g l e ð i k j ar n a ok k ar
þetta kvöld og sjóðum
saman töfraþulu sem
hjálpar okkur að fagna
nýju ári á einstaklega kröft-
ugan hátt.Komdu og vertu með
okkur þetta föstudagskvöld þann
28.desember frá klukkan 18:00
til 21:00 í Heilsuhótelinu Ásbrú.
Námskeiðsgjald er aðeins krónur
5.500. Takmarkað pláss!
Marta Eiríksdóttir heldur þetta
eina námskeið hér á Íslandi, áður
en hún hverfur aftur af landi brott
til Noregs. Skráning er þegar
hafin í síma 857 8445 og á net-
fangi gydjuroggledi@gmail.com
-Töfranámskeið fyrir konur
Mamma Jörð
og dætur hennar