Víkurfréttir - 20.12.2012, Page 38
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR38
Jólablað II
Óskum Suðurnesjamönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs
með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Gleðileg jól
ÓSKUM SUÐURNESJAMÖNNUM
gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári
Fanney Dóróthe Halldórs-dóttir býr í Sandgerði
þar sem hún er skólastjóri
grunnskólans. Hún er 38 ára
og gift Arnari Óskarssyni að-
stoðarverslunarstjóra Byko á
Suðurnesjum. Saman eiga þau
þrjú börn, þau Ósk, Thelmu og
Óskar sem hlakka öll mikið til
jólanna. Fjölskyldan á saman
sérstakt jóladagatal sem er ansi
skemmtilegt. Jólin koma aldrei
almennilega í hús hjá Fann-
eyju og fjölskyldu hennar fyrr
en Björgvin Halldórsson þenur
raddböndin og fjölskyldan
hefur það gjarnan notalegt
í náttfötunum fyrir framan
sjónvarpið um hátíðirnar.
Fyrstu jólaminningarnar?
Það koma upp nokkrar myndir í
hugann. Ein hjá ömmu og afa á
Suðurgötunni í Keflavík. Í minn-
ingunni var alltaf snjór, amma
í eldhúsinu, öll stórfjölskyldan
saman, heimagerði jólaísinn
hennar ömmu með ávöxtum úr
dós og stórar hnallþórur. Önnur
minning um mig og mömmu
að setja carmen rúllur í hárið,
lakka neglurnar og gera okkur
sætar og fínar saman. Mamma
á afmæli 20. desember og við
Björgvin Halldórsson
kemur með jólin
Fanney Dóróthe hallDórsDóttir í sanDgerði
skreyttum alltaf jólatréð á afmæl-
inu hennar. Við áttum amerískt
gervijólatré sem í minningunni
var risastórt (líklega 150 cm).
Jólahefðir hjá þér?
Uppáhalds jólahefðin mín er
líklega jóladagatal okkar fjöl-
skyldunnar. Dagatalið okkar virkar
þannig að ég set miða í dagatalið á
hverjum degi. Á miðanum er eitt-
hvað sem við fjölskyldan eigum
að gera saman þann daginn. Þarf
ekki að vera mikið, langt né flókið.
Bara svona þetta vanalega sem fjöl-
skyldur gera saman, baka, versla
jólagjafir, pakka inn, skreyta, fara
á tónleika, bíó eða bara elda eitt-
hvað saman. Oftast tengist það
samt jólaundirbúningnum. Þetta
hefur alla tíð verið vinsæl hefð
hjá börnunum mínum og þau
bíða spennt eftir hvað stendur á
miðanum á hverjum morgni.
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir
hátíðirnar?
Hmmm... já, já, ætli það ekki bara.
Finnst mjög gaman að baka alls
konar jólatrjóla, hefðbundnar
smákökur og svo að prófa eitthvað
nýtt á hverju ári. Elska að elda jóla-
matinn, dúlla í jólasósunni minni
og nostra við alls kyns meðlæti.
Jólamyndin?
Love Actually kemur fyrst upp í
hugann en þær eru mjög margar
góðar. Við erum miklir sjón-
varps „gláparar“ yfir jólahátíðina.
Það er fátt betra en að slappa af
heima í náttfötunum um jólin
og horfa á góða jólamynd. Ég
hlakka líka mikið til að fara
á Hobbitann um þessi jól!
Jólatónlistin?
Þegar ég var í lokaprófunum í
Kennó fyrir langa löngu gaf mað-
urinn minn mér óvænt jóladisk
með Celine Dion. Hann er alltaf í
miklu uppáhaldi hjá mér, maður-
inn og diskurinn. Bjöggi Halldórs
stendur líka alltaf fyrir sínu, en
við förum alltaf á jólatónleikana
með honum. Það eru ekki komin
jól heima hjá mér fyrr en Björgvin
er farinn að hljóma um húsið.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Það er mjög misjafnt. Ég er að
tína gjafirnar inn í rólegheitum í
október og nóvember. Við förum
samt alltaf þessar týpísku ferðir
á höfuðborgarsvæðið og gerum
loka stórinnkaupin okkar.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei, nei, ekkert svo. Nær-
fjölskyldan og nánir vinir
fá eitthvað fallegt.
Ertu vanaföst um jólin, eitt-
hvað sem þú gerir alltaf?
Ætlaði að svara þessu neitandi en
þegar ég fer að huga að því þá er
ég það líklega. Geri sömu hlutina á
hverju ári og jólin koma ekki nema
réttu hlutirnir séu gerðir í réttri
röð. Sýð t.d. alltaf jólahangikjötið
á Þorláksmessu og heimsæki
uppáhaldsfólkið mitt á aðfangadag.
Besta jólagjöf sem þú hefur
fengið?
Uppáhalds jólagjafirnar mínar eru
tvær, báðar frá börnunum mínum.
Sú fyrri eru tvær styttur sem ég
er með inni í svefnherbergi hjá
mér af fallegum litlum tvíbura-
stelpum og strák sem heldur á
hjarta úr gulli. Hina fékk ég í
fyrra og er einnig frá afkvæmum
mínum. Mynd sem tengda-
sonurinn tók af gullmolunum
mínum prentuð á stóra álplötu.
Hvað er í matinn á aðfanga-
dag?
Hátíðarkjúklingur og hamborgar-
hryggur með heimsins bestu
jólasósu! Eiginmaðurinn sér
um forréttinn sem er alltaf eitt-
hvað nýtt og framandi. Fæ svo
góða gesti í heitt súkkulaði og
sörur þegar líða fer á kvöldið.
Eftirminnilegustu jólin?
Ætli það séu ekki fyrstu jólin með
börnunum mínum. Jólin fá aftur
æskuljóma og nýja merkingu
þegar maður er orðin mamma.
Börnin gera jólin að þessari full-
komnu hátíð sem þau eru.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Góð bók hljómar vel. Mér skilst
að það séu spennandi bókajól
framundan og fullt af nýjum höf-
undum að skjóta upp kollinum.
Væri líka alveg til í nýja skó og
galla í ræktina, já og kannski ég
biðji um rúmföt enn ein jólin. Hef
nefnilega ekki fengið þau enn.
Svo auðvitað gleði og kærleika. Er
það ekki alltaf vinsælt? Það er alla
vega í miklu uppáhaldi hjá mér.
Áramótablað Víkurfrétta
kemur út fimmtudaginn 27. desember.
Skilafrestur auglýsinga er á morgun, föstudag.
Auglýsingasíminn er 421 0001 eða fusi@vf.is
FlugeldASAlA
KeFlAVíKur
verður í gamla
íþróttavallar-
húsinu við
Hringbraut.
NÁNAr AuglýSt í NæStA BlAði