Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.03.2012, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 01.03.2012, Qupperneq 8
8 FIMMTUdagUrInn 1. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR ›› Hljóðneminn 2012: FUNDARBOÐ Aðildarsamtök Festu lífeyrissjóðs boða til opins fundar mmtudaginn 1. mars nk. að Krossmóa 4a, Reykjanesbæ, 5. hæð. Hefst fundurinn kl. 20:00. Fundarefni: Yrferð og kynning á skýrslu Úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða um úttekt á árfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhver lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Verkalýðs- og sjómannafélag Keavíkur og nágrennis Verkalýðsfélag Grindavíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis Verslunarmannafélag Suðurnesja Félag iðn- og tæknigreina Sigurborg segist hafa byrjað að fikta við sönginn af einhverri alvöru fyrir rúmu ári síðan, eða þegar hún var í 10. bekk og því má segja að hún sé tiltölulega nýbyrjuð að syngja en hún er á 2. ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég vissi alltaf að ég gæti sungið en var ekki byrjuð að syngja fyrir framan fólk fyrr en frekar nýlega,“ segir Sigurborg en hún var þó að læra söng um tíma en hætti vegna þess að klassískur söngur var ekki á hennar áhuga- sviði. Sem barn var hún eitthvað að syngja en þorði ekki að syngja fyrir aðra, ekki einu sinni fjölskylduna. „Þetta var voðalegt leyndarmál. Svo einhvern tímann þá var ég að ræða við vinkonur mínar um að ég væri að syngja og þær báðu mig um að syngja fyrir sig. Ég gerði það og þær sögðu öllum frá því,“ segir Sigurborg. Í fyrra lenti Sigurborg í 2. sæti í Hljóðnemanum en henni fannst frekar erfitt að fara upp á sviðið þá. „Þetta var töluvert auðveldara núna. Í fyrra var töluvert stress en í ár var ég eiginlega ekkert stressuð.“ Eftir keppnina í fyrra hefur Sigur- borg sungið töluvert opinberlega og er því væntanlega orðin reynsl- unni ríkari. Hún æfir sig töluvert heima fyrir og hún segir það hafa hjálpað sér mikið og hún hefur bætt sig töluvert að eigin sögn á undanförnu ári. „Ég sé alveg fyrir mér að starfa í tónlistinni í framtíðinni. Mig langar það mikið og þá sérstaklega eitthvað tengt söngnum.“ Hún segir að hún sé einnig áhugasöm um leiklist og því er aldrei að vita nema hún sameini söng og leiklist í framtíðinni. Hún ætlaði sér m.a. að taka þátt í nýjasta leikriti Fjöl- brautaskóla Suðurnesja en undir- búningurinn fyrir Hljóðnemann átti hug hennar allan. Ástæðan fyrir því að hún valdi lagið Come together sem Bítlarnir gerðu frægt fyrir u.þ.b. 40 árum síðan var einfaldlega sú að hún heyrði fallega útgáfu af laginu og svo hefur hún lengi verið aðdáandi Bítlanna. „Ég heyrði stelpu syngja þetta lag í Idol- inu og mig langaði að gera mína eigin útgáfu af því þar sem ég hef alltaf elskað Bítlana.“ Önnur áhugamál fyrir utan söng- inn eru ekki mörg hjá Sigurborgu en hún tekur virkan þátt í félags- lífinu að eigin sögn. Nokkrir tón- listarmenn hafa áhrif á Sigurborgu og hún nefnir Amy Whinehouse sem dæmi. „Ég elska hana og einnig Christina Aguilera. Svo eru Shakira og Michael Buble í miklu uppáhaldi.“ Mikill íburður var lagður í Hljóð- nemann að þessu sinni og keppnin einkar glæsileg. „Ég kunni vel við mig á sviðinu og fannst voðalega gaman.“ Keppnin á stóra sviðinu er svo framundan en Sigurborg mun að sjálfsögðu vera fulltrúi Suður- nesjanna í söngvakeppni fram- haldsskólanna. „Ég verð nú að viðurkenna að ég er dálítið stressuð fyrir þá keppni. En ég ætla að reyna að standa mig eins vel og ég get.“ Sigurborg þarf að þýða lagið á ís- lensku og svo segist hún þurfa að vinna aðeins í sviðsframkomunni. Systir hennar ætlar að hjálpa henni að þýða lagið fræga yfir á íslensku. Þessa stundina er Sigurborg í hljómsveit ásamt nokkrum strákum úr Njarðvík en þegar hún var í 10. bekk stofnaði hún ásamt fleiri krökkum, hljómsveit sem kom fram á árshátíðum og þannig upp- ákomum. „Mér finnst mjög gaman á hljómsveitaræfingum og þar er alltaf fín stemning,“ segir hún. Sigurborg er á málabraut í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja en hún vonast til þess að geta starfað í tónlistarbransanum í framtíðinni. „Þetta er það sem ég elska að gera og ég veit að mínir hæfileikar liggja þarna. Ég á bara eftir að finna út hvað ég vil gera sem tengist þessu,“ segir þessi efnilega söngkona að lokum. n Bjarni Stefánsson hafði verið að vinna hjá vélaverktökum á gröfum og vörubílum áður en hann missti vinnuna um miðjan janúar í fyrra. Hann kynnt- ist Virkjun á Ásbrú þegar hann kom þangað á kynningarfund hjá Vinnumálastofnun. Honum fannst Virkjun strax áhugaverð en sagðist fyrst bara hafa ætlað að fá sér kaffibolla og hitta fólk. Bjarni segist fljótt hafa kynnst Gunnari Halldóri, forstöðumanni Virkjunar, sem hafi spurt hvort hann gæti ekki lagt eitthvað af mörkum því hann sé alltaf að leita að sjálfboðaliðum. Ég sagði strax að ef ég gæti lagt eitthvað að mörkum þá myndi ég gera það. Ég sagði Gunnari það að ég kynni að glamra eitthvað á gítar og sagðist treysta mér til að leiðbeina á gítarinn. Bjarni hefur leiðbeint nokkrum hópum í gítargripum og þá hefur hann einnig tekið þátt í starfi sem kallast Vinir í velgengni. Settir hafa verið upp tónleikar á sal Virkjunar, Virkjunardagurinn haldinn hátíð- legur og margt annað áhugavert verið gert. Þó svo Bjarni hafi fengið vinnu í mars á sl. ári hjá hlaðdeild IGS þá kom það ekki í veg fyrir að hann héldi áfram að starfa með Virkjun. „Ég var hérna eins og grár köttur á milli vakta og alltaf verið hérna með annan fótinn,“ segir Bjarni í samtali við blaðið. Hann missti aftur vinnuna í sept- ember á sl. ári og fór þá á fullt í starfið með Virkjun. M.a. hefur hann haldið gítarnámskeið en segir Virkjun er hugsuð sem „virknimiðstöð“ með hag þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði að leiðarljósi og áherslu á atvinnuleitendur. Allir eru hins vegar velkomnir í Virkjun alla virka daga milli klukkan 08:00 til 16:00 hvort sem þeir eru atvinnuleitendur, atvinnulausir, bótaþegar og heldra fólk. Aðsókn að Virkjun hefur farið stig vaxandi og lítur út fyrir að heimsóknir í Virkjun verði tæplega 15.000 í ár. Þróunin í Virkjun er sú að starfsemin er að stórum hluta drifin áfram af sjálfboðaliðum sem leiðbeina á nám- skeiðum og halda utan um hópastarfsemi. Það eru að jafnaði 30 sjálf- boðaliðar að störfum á viku og 6 hópar og námskeið að jafnaði á dag. Hér kynnumst við Bjarna Stefánssyni sem er einn af fjömörgum sjálfboðaliðum í Virkjun. Fleiri viðtöl við fólkið í Virkjun í næstu blöðum Víkurfrétta. að fólk sem sé án atvinnu megi vera virkara í starfinu í Virkjun. Bjarni segir að Virkjun hafi gert mikið fyrir sig og þá sérstaklega félagslega og hann segir stærsta plúsinn við Virkjun vera allt það góða fólk sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi kynnst álíka mörgum í Virkjun á síðasta ári eins og á síð- ustu tíu árum í lífi sínu. Bjarni hvetur fólk til að taka þátt í starfinu í Virkjun og a.m.k. láta sjá sig og kíkja í kaffibolla. Mikil jákvæðni sé í gangi í Virkjun og þar verði fólk lítið vart við neikvæða strauma. Eins og grár köttur í Virkjun á milli vakta - og kennir atvinnuleitendum gítargrip Þetta er það sem ég elska að gera Sigurborg Lúthers-dóttir fór með sigur af hólmi í Hljóðnem- anum 2012, söngkeppni Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suður- nesja, sem fram fór í Andrews á Ásbrú á dögunum. Hún flutti Bítlalagið Come Together í sinni eigin útgáfu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.