Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.03.2012, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 01.03.2012, Qupperneq 14
14 FIMMTUdagUrInn 1. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR ÝMISLEGT Búslóðaflutningar og allur al- mennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerð- ir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur mað­ ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU 70 m2 íbúð í Keflavík Leiga 75 þús. m. rafmagni og hita. Svefnherbergi með stórum fata­ skáp, stórt eldhús og stofa. Laus strax. Uppl. í síma 847 7364 eftir kl. 16. Heiðarhvammur Þriggja herbergja íbúð í Keflavík til leigu 85 þús. á mánuði f. utan hita og rafmagn. Laus strax. S.892 9163 Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Skyggnilýsingarfundur Þórhallur Guðmundsson verður með skyggnilýsingar­ fund í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík, sunndaginn 4. mars kl. 20.30 Aðgangseyrir 1500 kr. Allir velkomnir Stjórnin. Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 1. ­ 7. mars nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leir­ námskeið • Handavinna • Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga á boltum • Hádegismatur • Síðdegis kaffi • Tölvuklúbbur FEBS Léttur föstudagur Föstudaginn 2. mars nk. Léttur föstudagur kl. 14:00 Kaffihúsið opið. Nánari upplýsingar í síma 420 3400 www.vf.IS Kirkjur og samkomur: Hvítasunnukirkjan í Keflavík Súpa og brauð í hádeginu alla föstudaga. Föstudagur kl. 20.00 Opið hús. Gestur okkar verður Freddie Filmore frá Florida. Sunnudagur kl. 11.00 Fjölskyldu­ samkoma. Þriðjudagur kl. 20.00 Bæna­ samkoma. Þriðjudaga og fimmtudaga bæna­ stundir í hádeginu. ÓSKAST 5 manna fjölskylda óskar eftir húsnæði til leigu. Óskum eftir ein­ býli, par­ eða raðhúsi til leigu í Innri Njarðvík. Uppl. í síma 663 9964. Óska eftir leiguhúsnæði! Ég er snyrtilegur, reglusamur og reyklaus verkamaður sem er að leita mér að heimili til lengri tíma. Ég er ekki á vanskilaskrá og ég get borgað leigu fyrirfram. 692­ 8012, (Dagur) dagur01@simnet.is Óskast til leigu Bílskúr eða lítið pláss óskast. Upplýsingar í síma 868 1418, Egill. ÞJÓNUSTA Skattframtöl 2012. Vantar þig aðstoð við skattframtalið þitt? Ódýr og góð þjónusta í boði fyrir þig. http//bokhald.net eða 846 4441 SPÁKONA Spámiðill Les í bolla, spil, Tarot og Sígauna. Á lausa tíma. Tímapantanir í síma 421 1152 og 691 6407. Kveðja Rósa OK GÆLUDÝRAFÓÐUR Gæðavara á góðu verði. Opið fram á kvöld alla daga. STAPAFELL - Hafnargötu 50. NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM www.vf.IS HEILSA Viltu léttast án þess að svelta þig? Íslensku Vigtarráðgjafarnir kenna þér að temja þér heilbrigðan lífsstíl þannig að þú léttist og öðlast bætta líðan. Síðustu forvöð að skrá sig á námskeið í Reykjanesbæ að sinni. Nýliðar velkomnir alla mánudaga í mars, ekki tekið við nýliðum eft­ ir það. Ís lensku Vigtarráðgjafarnir, Grófinni 8, 230 Reykjanesbæ. Sóley Birgisdóttir, lýðheilsufræð­ ingur. S: 869­9698. Leiðsögn um þorrablótið sem slegið hefur í gegn Nú líður óðum að því að vetur konungur fari að kveðja og vorið að birtast okkur í allri sinni yndis- legustu mynd. Að sama skapi tekur líkamsstarfsemin okkar mannanna breytingum við árstíðarskiptin þegar líkaminn byrjar að hreinsa sig af vetrarhýðinu með tilheyrandi og eðlilegum niðurgangi. Niðurgangur getur bæði haft skaðlausar en einnig mjög hættulegar afleiðingar. Þær geta komið fram í að eiturefni fari í mat, upp komi sýkingar, bakteríur þróist, sjúkdómar eða sveppasýkingar. Sálrænar afleiðingar, til dæmis álag og streita fyrir próf og verkefni eða kvef- og flensubylgja á leikskólanum, geta haft sams konar áhrif á líkamann. Við hnerra dreifast sýkingar og bakteríur lengra en fjóra metra sem þýðir að sérhvert barn í grenndinni getur smitast mjög auðveldlega. Smit í gegnum hráa eða skemmda fæðu eða milli barna sem eru sýkt af bakteríum getur leitt til niðurgangs. Vökvamissir vegna niðurgangs hefur þau áhrif á líkamann að hann þornar að innan og missir mikilvæg steinefni og næringarefni, til dæmis magnesíum, natríum (sem einkum fæst úr matreiðslusalti) og kalíum sem er mikilvægasta næringarefnið og hefur einnig áhrif á vöðvastarfsemi. Standi niðurgangur lengur en tólf klukkustundir er ráðlegt að leita læknis. Ef um ákafan niðurgang er að ræða er gott að fá sér haframjöl með mjólk eða vatni í morgunmat daginn eftir. Einnig ætti að gæta þess að borða í litlum skömmtum yfir daginn. Oftast hjálpar þessi aðferð betur en „kók og salt- stengur“. Ef tekin eru lyf sem virka gegn niðurgangi getur það leitt til hægðartregðu dag- ana á eftir sem hefur slæm áhrif á virkni í þörmum. Til að færa líkamanum að nýju þau steinefni sem hann hefur misst er hægt að fylgja gömlu húsráði. Blandið saman einni teskeið af borðsalti, fimm te- skeiðum af sykri, hálfri teskeið af lyftidufti og setjið síðan út í einn lítra af sjóðandi vatni með örlitlum appelsínusafa. Drekkið í litlum skömmtum nokkrum sinnum yfir daginn. Bætið bananabitum út í til að bragðbæta blönduna. Mörg börn og unglingar taka sér ekki nægan tíma í að tæma þarma almennilega, stundum vegna tíma- leysis eða af skömm ef þau eru til dæmis stödd í skóla eða leikskóla. Oft gleyma þau að tæma sig áður en þau fá sér að borða og það leiðir til þess að maturinn bragðast ekki jafn vel og ella. Öll þessi smáatriði skipta miklu máli fyrir líkamsþroska barna og ungmenna. Birgitta Jónsdóttir Klasen Líkamsstarfsemin tekur breytingum Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar Sunnudaginn 4. mars kl. 15:00 verður myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með leiðsögn um sýningu sína „Á Bóndadag“ sem nú stendur yfir í sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duushúsum. Þar hefur Aðalheiður, ásamt gestalista- mönnunum Guðbrandi Siglaugs- syni, Gunnhildi Helgadóttur, lista- tvíeykinu Ar-Se; Sean Millington og Arnari Ómarssyni, Nikolaj Lo- rentz Mentze og Jóni Laxdal Hall- dórssyni, umbreytt Listasalnum í félagsheimili þar sem þorrablót stendur yfir með tilheyrandi áti og skemmtanahaldi. Það er óhætt að segja að sýningin hafi slegið í gegn en hundruð gesta hafa lagt leið sína í safnið og tekið þátt í þorrablótinu. Sýningin er 34. sýningin í röð 50 sýninga sem bera yfirskriftina Réttardagur og fjalla allar á einn eða annan hátt um sauðkindina og þau mótunaráhrif sem bændamenn- ingin hefur haft á okkur Íslendinga sem þjóð. Markmið verkefnisins er að sýna breiða mynd af samfélagi sem lætur lítið yfir sér en er engu að síður undirstaða vænlegs lífs. Hinar ýmsu hliðar menningar sem við tökum sem sjálfsögðum hlut og hugum því ekki að dags daglega, eins og mikilvægi hversdagsleik- ans. Sýningin stendur til 18. mars og er opin frá kl. 12.00 – 17.00 virka daga og 13.00 – 17.00 um helgar og aðgangur er ókeypis. n Valur Margeirsson hefur opnað verslun með bílavara- hluti, bílavörur og vinnufatnað á Fitjatorgi á Fitjum í Njarðvík. Verslunin er opin virka daga frá kl. 07 að morgni til kl. 20 að kvöldi. Einnig er opið um helgar en þá í styttri tíma. Í samtali við Víkurfréttir sagði Valur það vera gamlan draum að stússast í svona verslunarrekstri en í kjölfar þess að hann missti vinnuna hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli árið 2004 fór hann í verslunarrekstur og keypti rekstur á lítilli þjónustuverslun við bensín- stöð Orkunnar á Fitjum. Honum og öðrum rekstraraðilum í húsinu hafði verið sagt upp húsaleigu þar sem til stóð að fara í breytingar á húsinu. Þau áform breyttust um áramót og Valur fékk boð um að leigja allt húsið. Hann lét slag standa og hefur nú opnað verslunina. Mikið af þeim vörum sem Valur selur koma frá Poulsen og smátt og smátt bætist í vöruúrvalið. Þeir sem leita að viftureimum, bremsum, ljósum og ýmsu öðru fyrir bílinn ættu að kíkja við í verslunina til Vals. Þar eru einnig verkfæri, hreinsivörur og olíur. Auk verslunarinnar á Fitjum þá eru Valur og samstarfsaðili hans, Jón Þór Önundarson, með bílaþjónustu. Hún hefur til þessa verið í Grófinni en er að flytja í nýtt húsnæði þar sem Vatnsafl var á Njarðarbraut í Njarðvík. Þar verður í boði að fá olíu- og dekkjaskipti, auk smávið- gerða. M.a. hafa þeir félagar sér- hæft sig í bílum frá Volkswagen og Audi en þjónusta í raun alla bíla. Til þess að vekja athygli á nýju bíla- búðinni setti Valur blikkandi ljós í glugga verslunarinnar í rauðum og bláum litum. Í gærmorgun mætti hins vegar lögreglan og bannaði honum að hafa ljósin í glugganum. Valur segist hafa verið undrandi á þessu enda hafi það tíðkast í fjölda- mörg ár að verslun með bílahluti í Reykjavík, Bílasmiðurinn, hefur verið með blikkandi forgangsljós í gluggum sinnar verslunar. n ›› Verslun og þjónusta: Ný verslun með bíla- vörur á Fitjatorgi Kaupmaðurinn Valur Margeirsson í verslun sinni á Fitjum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.