Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Side 2

Víkurfréttir - 07.02.2013, Side 2
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR2 HEIMSKONUR Heimskonur á Bókasafni Reykjanesbæjar Heimskonur ætla að hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar þann 7. febrúar kl. 14:00. Nánari upplýsingar eru að nna á heimasíðu Bókasafnsins: www.reykjanesbaer.is/bokasafn. Women of the World at the Reykjanes Public Library Women of the World will meet at the Reykja- nes Public Library on February 7th at 14:00. Find more information on the library‘s webpage: www.reykjanesbaer.is/bokasafn. ÖSKUDAGURINN 2013 Miðvikudaginn 13. febrúar verður haldin Öskudagshátíð fyrir 1. - 6. bekk. Hátíðin stendur yr frá kl. 14:00 - 16:00. Nemendur mæti í Reykjaneshöll við Flugvallarveg. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti: Kötturinn sleginn úr tunnunni, hoppukastalar, leikir, dans, glens og grín. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sér um fram- kvæmdina. Foreldrar yngri barna eru beðnir um að taka virkan þátt í þessari skemmtun og aðstoða börnin. Ömmur og afar eru velkomin. Menningarsvið TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR BURTFARARTÓNLEIKAR Jelena Raschke, sópran, heldur burtfarar- tónleika sína laugardaginn 9. febrúar nk. kl. 15:00 í Bíósal Duushúsa. Tónleikarnir eru jafnframt liður í framhalds- pró hennar frá skólanum. Meðleikari er Lilja Eggertsdóttir píanóleikari. Flutt verða verk eftir m.a. Pál Ísólfsson, Sergei Rachmanino og Franz Schubert. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR HLJÓMASLÁTTUR Á KASSAGÍTAR Námskeið í hljómaslætti á kassagítar. Innritun stendur yr til og með mmtudeg- inum 7. febrúar nk. frá kl. 13:00 -17:00 á skrifstofu skólans Austurgötu 13 eða í síma 421 1153 Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. „Fyrstir koma fyrstir fá.“ Skólastjóri n Enn rifist um Fasteign (EFF) í bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ segir það hafa verið gæfuspor að hafa farið í Eignarhaldsfélagið Fasteign á sínum tíma og skuldbindingar bæjarfélagsins í nýjum leigu- samningum lækki um 1,8 til 2,3 milljarða króna en á móti tapist 526 milljóna kr. hlutafé. Fulltrúar Samfylkingar eru á öndverðum meiði og segja bæjarsjóð hafa tapað peningum og að svigrúmið sem fólst í Fasteign hafi verið eins og hundaól um háls bæjarfélags- ins. Langar og miklar umræður urðu um nýja leigusamninga Eignar- haldsfélagsins Fasteignar (EFF) á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudag. Meirihluti sjálfstæðis- manna fagnaði góðum samningum en Samfylkingin sagði inngöngu í Fasteign hafa verið eins og hundaól um háls bæjarfélagsins. …félagið hefur verið gjaldfellt og fyrir liggja nauðasamningar til samþykktar. Hér að neðan má sjá bókanir Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar: Ánægjuleg niðurstaða - segir meirihluti Sjálfstæðisflokks Með nýjum leigusamningum við Eignarhaldsfélagið Fasteign mun rekstrarkostnaður Reykjanesbæjar vegna húsnæðis lækka um helming fyrstu tvö árin en síðan um fjórð- ung eftir það, miðað við sambæri- legan kostnað í fyrri samningum. Þá lækka skráðar skuldbindingar bæjarins um 1,8-2,3 milljarða kr. um leið og upphaflegt hlutafé bæjarins í Fasteign, að upphæð 526 milljónir er afskifað. Reykjanes- bær verður eftir sem áður stærsti eigandi Eignarhaldsfélagsins Fast- eignar með ríflega 55% eignarhlut. Unnið hefur verið að nýjum samn- ingum við Fasteign í rúmlega 2 ár og er niðurstaðan í samræmi við þær kröfur sem Reykjanes- bær, ásamt öðrum sveitarfélögum í félaginu, óskuðu formlega eftir í október 2010 en umfram þær óskir hefur nú lánum verði breytt úr erlendum gjaldmiðlum í íslenskar krónur. Niðurstaðan er óneitanlega ánægjuleg fyrir Reykjanesbæ eins og önnur sveitarfélög í EFF. Helstu áhrif af breyttum samn- ingum eru: Nýir samningar eru alfarið í ís- lenskum krónum. Kaupréttur Reykjanesbæjar á eignum er verulega rýmkaður. Leigugreiðslur fara upp í greiðslu lána af eignunum. Endurkaupaverð lækkar um 5,3 milljarða kr. og unnt er að kaupa sérhverja eign út úr eignasafni. Reykjanesbær getur á samnings- tíma nýtt sér kauprétt sem tekur mið af stöðu lánanna hverju sinni. Leiguskuldbindingar Reykjanes- bæjar lækka um 1,8-2,3 milljarða kr. Ársleiga á eignum lækkar næstu tvö ár um helming en til lengri tíma um fjórðung. Rekstur EFF verður lágmarkaður og felst fyrst og fremst í umsjón með innheimtu leigugjalda og greiðslu af lánum auk eftirlits með viðhaldi og meðferð fasteigna félagsins. Leigutími allra samninga hefur verið samræmdur í 27 ár. Hlutafjáreign Reykjanesbæjar í EFF, upphaflega 526 milljónir en uppreiknuð um 1100 milljónir er færð niður. Með nýja samningnum ber leigu- taki ábyrgð á viðhaldi og rekstri eigna bæði að innan og utan, en áður sinnti EFF utanhússviðhaldi. Árni Sigfússon, Böðar Jónsson, Gunnar Þórarinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Einar Þ. Magnússon, Baldur Þ. Guð- mundsson, Björk Þorsteinsdóttir. Hundaól um hálsinn segir Samfylkingin Guðný Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar: Eignarhalds- félaginu Fasteign (EFF) var ætlað að gera betur en sveitarfélögin höfðu gert í tugi ára og með skuld- setningu eigna áttu að opnast ný tækifæri fyrir sveitarfélögin m.a. á niðurgreiðslu skulda. Þetta gekk ekki eftir, skuldsetning þeirra sveitarfélaga sem voru hluthafar í EFF jókst og illa var farið með tæki- færin sem EFF átti að skapa. Þetta sést best á því að sveitarfélögin sem voru hluthafar voru skuldsettustu sveitarfélögin á Íslandi. Reykjanesbær fór hér fremstur í flokki og svigrúmið sem fólst í EFF reyndist vera eins og hundaól um hálsinn á sveitarfélaginu og eftir sitja brotin kosningaloforð og tómur Stapi. Nú er raunasögu EFF loksins lokið, félagið hefur verið gjaldfellt og fyrir liggja nauðasamningar til sam- þykktar. Nauðasamingar sem skuldbinda Reykjanesbæ fram til ársins 2040. Reykjanesbær tapar 1300 millj- ónum í hlutafé, sem greiddar voru á sínum tíma í beinhörðum pen- ingum. Allt tal um lækkun á leigu- greiðslum er skrumskæling og með því að lengja leigusamninga tókst að lækka afborganir tímabundið en ekki að fella niður skuldir. Þá tekur Reykjanesbær á sig allt við- hald utan sem innan á eignunum. Samkvæmt nauðasamningunum afsalar Reykjanebær sér setu í stjórn, fulltrúum meirihluta sjálf- stæðismanna er greinilega ekki lengur treyst til að vera í stjórn Fasteignar. Nauðasamningurinn er bein ávísun á þröng kjör bæjarins til langrar framtíðar og gerður fyrst og fremst á forsendum lánadrottna Eignar- haldfélagsins Fasteignar. Friðjón Einarsson Guðný Kristjánsdóttir Eysteinn Eyjólfssson Umsýsla lána hefðu átt að vera hjá bæjarsjóði Framsóknarmenn í Reykjanesbæ telja að betur hefði farið að öll umsýsla vegna greiðslu lána, er hvíla á leigðum eignum sem bæjar- sjóður hefur á leigu hjá EFF, væri hjá bæjarsjóði. Í stað þess þeirrar skipunar að greiða til EFF leigu- greiðslur að viðbættu 5% álagi sem enn er óljóst með hvernig farið verður með. Kristinn Þór Jakobsson. Hundaól eða gæfuspor?

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.