Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.02.2013, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR14 Hann lá hreyfingarlaus fyrir framan sjón- varpið og ef hann hefði ekki skipt um rás á sjónvarpinu með reglulegu millibili hefði ég haldið að hann væri ekki með lífsmarki. Ég var búin að gera nokkrar tilraunir til að horfa á eitthvað með honum en um leið og ég var að komast inn í það sem var á skjánum, skipti hann um stöð. Var hann að reyna að segja mér eitthvað? Ég leit á hann og sagði: er ekki allt í lagi, þú ert eitt- hvað svo fjarrænn? Hann leit á mig með tómum augum, rétt eins og hann hafi hreinlega ekki tekið eftir að ég væri þarna og svaraði: ha, jú jú allt í góðu! Þetta var ekki nógu gott svar: ertu viss elskan, mér finnst þú eitthvað svo fjarrænn? Hann leit á mig aftur og sagði ákveðið: það er ekkert að ANNA LÓA! ÚFF, það var greinilega eitthvað mikið að, nú þurfti ég að kryfja. Þá mundi ég allt í einu eftir tóma hólfinu – hann var í TÓMA HÓLFINU! Ég hef áður talað um að heilar kvenna og karla séu ólíkir og eftir ítarlega heimildaleit og ábendingar frá lesendum Hamingju- hornsins er ég sannfærð um þetta. Sam- kvæmt „kenningunni“ eru karlmanns- heilar með fullt af hólfum og í hverju hólfi er ákveðinn málaflokkur. Þannig er hólf fyrir konuna, annað fyrir börnin, hólf fyrir foreldra og annað fyrir tengdó, hólf fyrir vinnuna og bílinn, vinina, golfið og svo framvegis. Þegar karlmenn þurfa að ræða málin fara þeir og opna tiltekið hólf og ræða BARA það sem er inni í því hólfi og passa að það snerti ekki neitt annað hólf. Heilinn á konum er frekar eins og víra- flækja þar sem allt tengist. Tilfinningar blandast saman við víraflækjuna og búmm, mjög eldfim blanda. Öll málefni fara einhvern veginn í graut þannig að ef eiginmaðurinn er t.d. þögull sem steinn, kveikja tilfinningar neista í víraflækjunni, það logar allt og konan er viss um að það sé eitthvað stórkostlegt í gangi sem hún verður að „laga“. Í verstu tilvikum gýs upp brunalykt þegar skammhlaup á sér stað og konuheilinn við það að springa vegna þessa stórkostlega „vanda“ sem heilinn hennar greinir. En það er eitt hólf sem karlmenn eru með sem er svolítið merkilegt en það er kallað tóma hólfið. Þetta er uppáhalds hólfið þeirra sem þeir opna við hvert tækifæri. Eins og nafnið gefur til kynna þá er ekk- ert í þessu hólfi og engin hugsun sem á sér stað þegar þeir opna það. Það skýrir hvernig þeir geta staðið ofan í ískaldri á, marga klukkutíma í einu með veiðistöng án þess að nokkuð sé að gerast og starað út í tómið. Þess vegna geta þeir legið fyrir framan sjónvarpið með fjarstýringu í hönd og skipt um stöðvar endalaust án þess að vera að hugsa eða horfa eða verið með- vitaðir um aðrar lifandi verur í nánasta umhverfi. Þegar konur takast á við erfiðleika og streitu vilja þær tala um það. Ef mér líður illa verð ég að deila vandanum en þá líður mér betur jafnvel þó lausnin sé ekki komin. Ef hann er ekki til í að hlusta þá á ég á hættu að heilinn í mér springi. Þegar ég segi honum frá vandamálunum mínum finnur hann fyrir pressu til að bjarga mál- unum á meðan ég þurfti bara einhvern sem er til staðar og hlustar. En af því að honum þykir vænt um mig þá hlustar hann og gefur mér svo sitt besta ráð og segir: hættu bara að hugsa um þetta, hættu bara að tala um þetta. Þá verð ég auðvitað ótrúlega sár því það eina sem ég vildi var að hann mundi hlusta. Þegar karlmenn takast á við erfiðleika og streitu kjósa þeir ekkert frekar en að fara inn í tóma hólfið sitt. Þeir vilja fá frið – ekki hugsa né tala, bara vera. Hvað geri ég – kem með mitt besta ráð: þú verður bara að tala um þetta, hvað er að angra þig! Það síðasta sem hann vill gera er að tala um það – við verðum að skilja það! Leyfum þeim bara að fara í tóma hólfið sitt og jafna sig – heilinn þeirra mun ekki springa! Þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid Hann er í tóma hólfinu! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa Það skýrir hvernig þeir geta staðið ofan í ískaldri á, marga klukkutíma í einu með veiðistöng án þess að nokkuð sé að gerast og starað út í tómið. Þess vegna geta þeir legið fyrir framan sjónvarpið með fjarstýringu í hönd og skipt um stöðvar endalaust án þess að vera að hugsa eða horfa eða verið meðvitaðir um aðrar lifandi verur í nánasta umhverfi. Frekari upplýsingar um starð: Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt er að umsækjandi geti hað störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starð rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði. Vakin er athygli á því að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2013 Nánari upplýsingar veitir Ágústa Guðmarsdóttir aðalbókari í síma 422 0581 eða með tölvupósti á netfangið agusta@hss.is. Elís Reynarsson, framkvæmdastjóri ármála og rekstrar í síma 422-0599 eða með tölvupósti á netfangið elis@hss.is BÓKARI AUGLÝST ER EFTIR BÓKARA TIL STARFA Á SKRIFSTOFU HEILBRIGÐISSTOFNUNAR SUÐURNESJA Helstu verkefni og ábyrgð: Hæfniskröfur: og tölvukunnáttu. eða menntun sem nýtist í star. ATVINNA Bláa lónið með fjórar tilnefn- ingar til Vef- verðlaunanna Íslensku Vefverðlaunin verða afhent í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 8. febrúar kl. 17.00. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verð- launin við hátíðlega athöfn. Veitt eru verðlaun í tíu flokkum og er vefur Bláa lónsins tilnefndur í þremur flokkum. Vefur Bláa lóns- ins er tilnefndur í flokkunum Besta útlit og viðmót, Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn, og Besti sölu- og kynningarvefurinn (með fleiri starfsmenn en 50). Vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos frá Reykjanesbæ er jafn- framt tilnefnt til Íslensku Vefverð- launanna að þessu sinni. Kosmos & Kaos er tilnefnt í flokknum Frum- legasti vefurinn. Viðtöl við leik- skólabörnin í Gefnarborg Róbert aron 5 ára Hvað gerir þú í leikskólanum? Leik mér, fer í tölvu og hvíli mig Hvað er skemmtilegast að gera í leik- skólanum? Fara í tölvuna, leira og lita Ef þú værir leikskólakennari hvað myndir þú gera með börn- unum? Þegar ég verð stór verð ég læknir og vinn á leikskóla og kenni börnunum að hlusta Hjörtur Ingi 5 ára Hvað gerir þú í leikskólanum? Leik með smellukubba og holkubba Hvað er skemmtilegast að gera í leik- skólanum? Leika með smellukubba, leika í dýn- unum í salnum og skrifa tölur og reikna í skólahóp Ef þú værir leikskólakennari hvað myndir þú gera með börn- unum? Kenna þeim að tala fallega við hvert annað jóhannes Kristinn 5 ára Hvað gerir þú í leikskólanum? Leira, spyr spurn- inga og perla. Ég er aðeins minni en skólakrakkar þess vegna er ég í leikskóla. Hvað er skemmtilegast að gera í leikskólanum? Leika í dýnum Ef þú værir leikskólakennari hvað myndir þú gera með börn- unum? Leika fallega magdalena maría 5 ára Hvað gerir þú í leikskólanum? Lita Hvað er skemmtilegast að gera í leik- skólanum? Fara í búninga og byggja hús Ef þú værir leik- skólakennari hvað myndir þú gera með börnunum? Passa alla og vera góð nökkvi Steinn 5 ára Hvað gerir þú í leikskólanum? Leik mér Hvað er skemmtilegast að gera í leik- skólanum? Leika úti og leika með vinum mínum Ef þú værir leikskólakennari hvað myndir þú gera með börn- unum? Kenna þeim ýmislegt eins og að sitja kyrr á rassinum og svo myndi ég leika með þeim með fuglagrímuna mína FyRSTI þáTTuR FRumSýNDuR máNuDAgSKvöLDIð 18. FebRúAR KL. 21:30 og á KApALKeRFINu í ReyKjANeSbæ og á vF.IS á íNNtv Suðurnesja magasín ferskur blær í sjónvarpi frá Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.