Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Page 13

Víkurfréttir - 07.02.2013, Page 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 13 Instagram VF MUNDU EFTIR AÐ MERKJA MYNDIRNAR ÞÍNAR Á INSTAGRAM H ér má sjá glæsilegar myndir sem borist hafa Víkurfréttum í Instagram-leik blaðsins að undanförnnu. Framvegis verða veitt verðlaun aðra hverja viku en áfram munum við birta skemmtilegar myndir í blaðinu hjá okkur og á vf.is. Að þessu sinni eru myndirnar fjölbreyttar en töluvert barst þó af myndum sem sýndu litadýrð Suðurnesjaskýja, enda hefur sólroðinn verið afar fallegur undanfarna morgna. Taka skal fram að engin þessara mynda hlýtur verðlaun að þessu sinni, en þær eiga allar möguleika á glæsilegum verðlaunum í næstu viku. Fríhöfnin ehf. hlaut Starfs-menntaverðlaun Samtaka Ferðaþjónustunnar, en þau voru veitt í sjötta sinn á Degi mennt- unar í síðustu viku. „Stjórnendur Fríhafnarinnar leggja mikla áherslu á markvissa stefnu í mannauðsmálum, jafnréttismálum og fræðslumálum starfsmanna sinna. Markviss stefna í símenntun hefur verið hluti af starfsemi Frí- hafnarinnar sl. ár og mikill metn- aður einkennir fræðslustarfið. Með markvissu námi fyrir starfs- menn mun Fr íhöf nin sk i l a ánægðum starfsmönnum enda sýna vinnustaðagreiningar að starfsánægja hjá Fríhöfninni er há, mælist 4,37 (af 5), en gerð var könnun á vegum Capacent árið 2012,“ sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri. Fríhöfnin var valin fyrirmyndarfyrirtæki og varð í 4. sæti af 93 þegar „Stofnun árs- ins“ á vegum SFR var kynnt í maí 2012. Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Hún náði til um 44 þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnu- markaði, en SFR hefur verið í sam- starfi við VR um valið á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins um ára- bil. Eftirtalið var mælt; ánægja í starfi, stolt, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins og trú- verðugleiki stjórnenda. Eitt af því sem bent var á var Fríhafnarskól- inn en árið 2011 undirrituðu starfs- menn og stjórnendur kjarasamning sem fól í sér samkomulag um nám og þjálfun starfsmanna sem metið er til launahækkana. Í kjölfar þess var sérstakt fræðslu- ráð stofnað en í því eiga sæti starfs- menn og stjórnendur fyrirtækisins. Sameiginlega þróaði fræðsluráðið námslínu í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, sem hentar afar vel fyrir starfsfólk í verslunum á alþjóðlegum flugvelli, en Keflavíkurflugvöllur er bæði fyrsti viðkomustaður erlendra ferðamanna á Íslandi sem og hinn síðasti. „Því skiptir miklu máli að hafa vel þjálfað starfsfólk í versl- unum fyrirtækisins. Það sýnir sig að aukin menntun starfsmanna hefur afar jákvæð áhrif á fyrirtækið í heild, sem og á nærsamfélagið,“ sagði Ásta Dís. Fríhöfnin ehf. hlaut Starfsmenntaverðlaunin saman. Til afnota er (50 yarda) 45 metra útilaug til að æfa í sem er reyndar skipt upp í tvær 22 metra laugar. „Við höfum annan endann alveg útaf fyrir okkur, 10 brautir. Sem er alls ekki slæmt, alltaf bara tvær á braut, sem er mjög þægi- legt eins og flestir sundmenn vita. Einnig er skólinn með sex brauta, 22 metra innilaug sem við syndum í á morgnana þegar það er mjög kalt í veðri. „Á morgnana hér í New Mexico er sko alls ekki heitt, hitinn hefur farið allt niður í 5 gráður!“ Næstu fjögur árin dvelur Jóna í Bandaríkjunum en hún saknar óneitanlega heimahaganna. „Það sem ég sakna mest að heiman er fjölskyldan, vinirnir og kisan mín. Svo sakna ég líka þess að geta farið í heita pottinn eftir sundæfingar og slakað á. Íslenski maturinn er líka alltaf bestur,“ en Jóna nýtti tæki- færið þegar hún kom heim um jólin og borðaði vel af skyri og kókó- mjólk. Ævintýrið er rétt að byrja og Jóna segir þessa reynslu vera afar skemmtilega. „Mér líður mjög vel hérna, hef eignast góðar vinkonur og allt er hreinlega frábært.“ Ásamt vinkonunum á amerískum fótboltaleik Fyrsti þÁttur Frumsýndur mÁnudagskvöldið 18. Febrúar kl. 21:30 og Á kapalkerFinu í reykjanesbæ og Á vF.is á ínntv Suðurnesjamagasín ferskur blær í sjónvarpi frá Suðurnesjum TÖKUM VIÐ ÁBENDINGUM UM ÁHUGAVERT EFNI Á VF@V F.IS

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.