Víkurfréttir - 07.02.2013, Síða 16
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR16
Einkunnarorð
leikskólakennara
á degi leikskólans
6. febrúar ár
hvert eru Við
bjóðum góðan
dag alla daga.
Þessi fallega og
hlýja kveðja
segir mikið til um þann anda
sem ríkir í því faglega, jákvæða
og gleðiríka starfi sem fram fer
í leikskólum landsins. Kveðjan
ber með sér gleði og kærleika og
að einstaklingar með fjölbreyttar
og ólíkar þarfir séu velkomnir
til leiks og náms í leikskólann.
Flestir fræðimenn sem rannsakað
hafa þroskaferli barna eru sam-
mála um að leikurinn í öllum
sínum fjölbreytileika sé aðal-
námsleið ungra barna. Íslenskir
leikskólakennarar hafa ávallt lagt
áherslu á leikinn, umönnun og
skapandi starf. Mikil fjölbreytni
er í leikskólaflóru landsins og
ólíkar uppeldisstefnur í gangi en
áherslan er á að skapa barninu sem
best uppeldis- og námsskilyrði. Ég
er stolt af því að tilheyra þessari
stétt og óska öllum leikskólakenn-
urum til hamingju með daginn.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir,
leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar
Á síðustu miss-
erum hafa víða
birst greinar þess
efnis að ríkis-
stjórnin geri lítið
fyrir Suðurnesin.
Stjórn Sambands
sveitarfélaga á
Suðurnesjum
ályktaði á síðasta
aðalfundi að
Suðurnesin væru
hornrekur þegar
litið væri til fjár-
magns í ákveðna
málaflokka.
Margt er til í þeim
orðum en samt
sem áður eru
ýmsir í núverandi
ríkisstjórn sem hafa eytt miklum
tíma og orku í málefni Suðurnesja.
Reyndar höfum við oft fengið það
staðfest í samtölum við þingmenn
og ráðherra að þeir láta sér annt um
Suðurnesin og oft fylgja verk þeim
hug. Sú sem einna harðast hefur beitt
sér til að rétta hlut Suðurnesjamanna
er Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra og varaformaður VG.
Menntamálaráðherra setti af stað
verkefni hér á Suðurnesjum þar
sem farið var í ítarlega kortlagningu
á menntun á svæðinu og þeim
úrræðum sem væru í boði. Mennta-
málaráðherra hefur beitt sér fyrir
því að fisktækniskólinn hefur hlotið
viðurkenningu sem menntastofnun
með ákveðnum skilyrðum og hún
beitti sér einnig fyrir því að Keilir og
það góða starf sem þar er unnið fékk
verðskuldaða viðurkenningu stjór-
nvalda. Menntamálaráðherra hefur
hlustað á raddir frá Suðurnesjum
um uppbyggingu símenntunar og
samstarf við Vinnumálastofnun
og hefur hún beitt sér fyrir átaki í
því að tengja saman símenntun og
vinnumarkað. Menntamálaráðherra
beitti sér fyrir stofnun fræðaseturs
í Sandgerði til að auka menntun
og rannsóknir á svæðinu og
tengsl við háskólasamfélagið og
síðast en ekki síst hefur hún fyrst
íslenskra menntamálaráðherra
leiðrétt langvarandi misræmi í fjár-
framlögum milli Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og annarra mennta-
og fjölbrautaskóla á landinu.
Það skiptir okkur máli á Suður-
nesjum að fólk frá svæðinu sé á
Alþingi Íslendinga. En það skiptir
líka miklu máli að hafa ráðherra
sem skilja vanda ákveðinna svæða,
vilja hlusta á raddir heimamanna og
er tilbúnir að beita tíma sínum og
áhrifum til að leiðrétta það. Undir
þeim væntingum hefur Katrín
Jakobsdóttir menntamálaráðherra
staðið á síðasta kjörtímabili.
Arndís Soffía Sigurðardóttir
Lögfræðingur 1. sæti VG
í Suðurkjördæmi
Inga Sigrún Atladóttir
Guðfræðingur 2. sæti VG
í Suðurkjördæmi
vf@vf.isPÓSTKASSINN
n Arndís soffíA og ingA sigrún skrifA:
Menntamálaráðherra
hugar að Suðurnesjum
n ingiBJÖrg BrYndís HiLMArsdÓTTir skrifAr:
Við bjóðum góðan
dag alla daga
Holtsgötu 24 - 260 Reykjanesbæ Sími: 421 5010
Meistaraf lokkur
karla og kvenna
hjá körfu-
knatt leiksdei ld
Njarðvíkur notar
Ís lenskt
fæðubótarefni
án al l ra aukaefna
Vörukynning
í Kosti Njarðvík
föstudaginn 8. febrúar
kl . 16:00 - 19:00.
FAAS, Félag áhugafólks og að-
standenda Alzheimerssjúklinga
og annarra með skylda sjúkdóma,
hefur myndað tenglahóp, FAAS á
Suðurnesjum, sem ætlar að standa
að 3 fræðslufundum fram á vorið.
Fundirnir verða með kaffihúsabrag
og pönnukökum í meðlæti, ásamt
ýmiskonar fræðslu og gagnlegum
upplýsingum. Fyrsti fundurinn
verður haldinn nk. mánudag 11.
febrúar kl. 16.30 í Selinu, Vallarbraut
4 (Njarðvík) Reykjanesbæ.
Fræðslan að þessu sinni er kynning
á MEMAXI sem er skipulags-
og samskiptakerfi fjölskyldna sem
auðveldar fólki með minnisskerð-
ingu að búa sjálfstætt.
Annar Kaffihúsafundurinn verður
mánudaginn 11. mars kl. 16.30,
fræðsluefni þess fundar verður
kynning á MentisCura fyrirtækinu
sem unnið hefur að þróun nýrrar
aðferðar við að greina Alzheimer-
sjúkdóminn.
Þriðji Kaffihúsafundurinn verður
mánudaginn 15. apríl kl. 16.30,
fræðsluefni þess fundar verður
auglýst síðar.
Fundirnir verða nánar auglýstir
þegar nær dregur.
Við í tenglahópi FAAS á Suður-
nesjum horfum bjartsýnar til að
fræðslu- og spjallfundir með Kaffi-
húsabrag séu komnir til að vera.
Við vitum að allir/flestir vilja búa
heima svo lengi sem unnt er, en til
þess þarf oftast aðstoð fjölskyldu og/
eða heilbrigðiskerfisins. Við teljum
að þörfin fyrir almenna fræðslu
um málefni Alzheimersjúklinga og
annarra með skylda sjúkdóma sé til
staðar. Við höfum alla möguleika á
að hafa slíka umræðu/fræðslu hér
á heimaslóðum, en til þess þurfum
við áhuga, mætingu og aðstoð úr
ýmsum áttum.
Fundirnir eru öllum opnir, við
hvetjum félagsmenn og alla áhuga-
sama að mæta og láta sig málið
varða. FAAS félagið þarf á fleiri
félagsmönnum að halda, aukinn
liðsstyrkur ætti að auðvelda okkur
að miðla þekkingu innan þessa
stóra málaflokks.
Við þökkum þeim sem veitt hafa
FAAS félaginu stuðning fram að
þessu, en betur má ef duga skal.
Kær kveðja,
FAAS tengiliðir á Suðurnesjum
Aðalheiður Valgeirsdóttir,
netpóstur heida@ds.is
Ingibjörg Magnúsdóttir, netpóstur
ingamagnusdottir@hotmail.com
Helen Antonsdóttir, netpóstur
helen_815@hotmail.com
Eygló Antonsdóttir, net-
póstur eyglo@sandgerdi.is
Margrét Jónsdóttir, net-
póstur maggaj@me.com
Sigríður Þórólfsdóttir, net-
póstur sigga2424@simnet.is
Miðvikudaginn 6. febrúar var
Dagur leikskólans sem hefur fest
sig í sessi sem hátíðisdagur í leik-
skólum landsins. Tilgangurinn er
að m.a. að vekja athygli á mikilvægu
hlutverki leikskólans og hvaða nám
fer þar fram. Í tilefni dagsins voru
framgluggar Tjarnarsels skreyttir
með ljósmyndum af öllum leik-
skólabörnum í leikskólanum,
vegfarendum til skemmtunar og
yndisauka. Hliðin sem snýr inn í
leikskólann er skreytt af börnunum
sjálfum. Einnig var sett upp kaffi-
hús í fjölnota sal leikskólans og
börnum og kennurum boðið upp á
heitar vöfflur og súkkulaði að hætti
okkar góðu matráða og stjórnendur
skólans þjónuðu til borðs.
Naglasúpugerð í leikskólanum
Það er ýmislegt brallað í leikskól-
anum Tjarnarseli og elstu börnin
ásamt kennurum tóku sig til í lok
janúar og elduðu NAGLASÚPU,
eftir að hafa lesið bókina eftir Hugin
Þór Grétarsson Naglasúpan, sagan
af flækingnum sem sýður súpu
með nagla einum saman. Börnin
skrifuðu bréf og teiknuðu mynd af
einhverju matarkyns sem þau vildu
hafa og koma með að heiman til að
setja í súpuna. Foreldrar tóku vel
í verkefnið og börnin komu með
lauk, gúrku, gulrófur, jarðarber og
epli að heiman. Allt var mælt og
vigtað í súpuna og auðvitað var
stærðarinnar nagli grunnurinn í
súpunni sem var elduð inni á deild
og borðuð í hádeginu sama dag.
Sum barnanna sögðu súpuna vera
,,sko mjúk og góð og alveg eins og
súpa á að vera“ en aðrir sögðu ,,oj
oj laukur.“ Undirritaðri var boðið í
mat og fannst súpan ljúffeng.
Inga María Ingvarsdóttir,
leikskólastjóri Tjarnarsels
Kaffihúsaspjall og pönnukökur!
n ingA MAríA ingVArsdÓTTir skrifAr:
Dagur leikskólans
Fata-
markaður
í Grófinni
Útibú fjöskylduhjálpar á Suðurnesjum opnaði verslun
sína í Grófinni 10c, mánudaginn
21. janúar. Verslunin verður opin
framvegis á milli klukkan 13:00
og 18:00.
Á fatamarkaðnum er bæði nýr og
notaður fatnaður. Notaði fatnaður-
inn er mjög vel með farinn en
markaðurinn er hugsaður fyrir alla
Suðurnesjamenn og er til fjáröfl-
unar. Fatnaðurinn á markaðnum er
almennt seldur á 200-3000 krónur.