Víkurfréttir - 07.02.2013, Side 21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 21
– Lifið heil
Mixtúrur og
Paratabs
15%
afsláttur
gildir út febrúar
Lægra
verð í
Lyfju
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
29
67
0
2/
13
Það er munur
á kvefpest og
inflúensu.
Inflúensa er
veirusýking
sem einkennist
af háum hita,
hálsbólgu,
hósta, máttleysi,
kuldahrolli, vöðvaverkjum og
höfuðverk. Inflúensa hellist yfir
einstaklinga af krafti á meðan kvef
kemur í mann smátt og smátt.
Á hverjum vetri gengur
inflúensa yfir og hægt er að
láta bólusetja sig á heilsugæslu-
stöð til að verjast veikinni.
Kvef er líka veirusýking, dæmi-
gerð einkenni kvefs eru hnerri,
stíflað nef, hálssærindi, hósti og
höfuðverkur. Einkennin vara
oftast í vikutíma og eru mun
vægari en einkenni inflúensu.
Það er ekki hættulegt að fá
kvef, við getum haft gott af
því að fá örlítið kvef til þess
að örva ónæmiskerfið.
Ef að inflúensan eða kvefið
breytist í bakteríusýkingu verða
veikindin meiri, sem hægt er að
meðhöndla með sýklalyfjum.
Kvef og inflúensa smitast með
úðasmiti og því er mesta hættan á
að smitast þegar maður er í nálægð
við annan veikan einstakling.
Þegar talað er, hóstað eða hnerrað.
Til að fyrirbyggja smit er mikil-
vægt að láta sér ekki verða kalt
og klæða sig vel. Handþvottur
er ein árangursríkasta leiðin
til að fyrirbyggja smit. Góður
þvottur getur fjarlægt mestan
partinn af þeim sýklum sem við
getum haft á höndunum. Rök
sápustykki geta verið smitberar
fyrir veirur og bakteríur.
Smitleiðir eru greiðar til annarra ef
hóstað er og hnerrað er út í loftið.
Mikilvægt er að koma í veg fyrir
úðasmit með því að nota vasaklút,
eða hnerra í olnbogabótina.
Ef að veikindi koma upp á
heimili skulu allir heimils-
menn vera með sér handklæði.
Á vinnustöðum ættu að vera
einnota pappírsþurrkur til staðar.
Nota einnota snýtiklúta til að
snýta sér. Henda þeim í ruslið eftir
notkun og þvo sér um hendur
áður en nokkuð annað er gert.
Gott er að skola hálsinn með
munnskoli og nefið með saltvatns-
dropum, það minnkar líkurnar
á sýkingu í öndunarveginum.
Það eru ekki til lyf eða bóluefni
við kvefi. Líkaminn sjálfur
vinnur á sýkingunni.
Gott er að taka því rólega og
reyna að láta sér líða vel, hægt
er að nota hóstamixtúrur við
hósta og nefúða við nefrennsli.
Munnsogstöflur eru góðar til
að hreinsa og mýkja hálsinn.
Ekki er nauðsynlegt að með-
höndla hita sem er undir 38,5°C,
vegna þess að hitinn hefur
lækningamátt og hjálpar til við
að ná sýkingunni niður. Lækn-
ingamáttur líkamans er mikill.
Með kveðju
Sigríður Pálína Lyfjafræðingur
vf@vf.isPÓSTKASSINN
n Sigríður pálína SKriFar:
Kvef eða inflúensa
Burnirót – Hið íslenska ginseng?
Burnirótin (Rhodiola rosea á latínu) eða arctic root
eins og hún er gjarnan kölluð
er ein af mínum uppáhalds
jurtum en ég nota
hana talsvert í jurta-
blöndurnar mínar.
Burnirótin er ein vin-
sælasta lækningajurtin
í dag en upphaflega
var hún notuð af rúss-
neskum hermönnum til
að auka frammistöðu
þeirra og úthald, og
einnig hefur hún verið
notuð hjá ýmsum þjóð-
flokkum í gegnum tíðina
til að auka vinnuþrek
og langlífi. Klínískar
rannsóknir á burnirót
sýna að hún eykur einbeitingu, líkamlegt
og andlegt úthald, og vinnur gegn streitu og
álagi. Hún hefur áhrif á innkirtakerfi líkam-
ans og framleiðslu taugaboðefna og dregur
úr streituviðbrögðum. Hún virðist einnig
hafa sterka andoxunarvirkni, vernandi áhrif
á lifrarfrumur og ónæmisstyrkjandi áhrif.
Þrátt fyrir að hafa aukandi áhrif
á orku þá virðist hún ekki hækka
blóðþrýsting eins og margar teg-
undir ginsengs gera. Burnirótin
er gjarnan notuð gegn orkuleysi,
sleni, depurð/þunglyndi, streitu,
ófrjósemi og minnkaðri kyn-
löngun. Mín reynsla af notkun
hennar er sú að hún gagnast
afar vel ef um orkuleysi, depurð
og mikla streitu er að ræða og
einnig til að skerpa á einbeitingu
og virkni heilans. Hún hefur
reynst íþróttamönnum og fólki
sem æfir mikið mjög góð til að
auka úthald. Hún getur aukið
áhrif annarra örvandi lyfja/bæti-
efna og því þarf að hafa það í
huga í þeim tilfellum. Burnirótin
er mjög fjölvirk jurt og er mælt
með að taka hana ekki seint á daginn eða
kvöldin, en æskilegt er að taka hana inn á
morgnana og/hádeginu.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.is/grasalaeknir
Ásdís
grasalæknir
skrifar
heIlsUhoRnIð
fyrsti þÁttur frumsýndur
mÁnudagskvöldið
18. feBrúar kl. 21:30
og Á kapalkerfinu
í reykjanesBæ og Á vf.is
á ínntv
Suðurnesjamagasín
fer
sk
ur
blæ
r í
sjó
nv
arp
i fr
á S
uð
urn
es
jum