Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.2013, Síða 4

Víkurfréttir - 14.11.2013, Síða 4
fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR4 VÉLVIRKI – RAFVIRKI - RAFEINDAVIRKI Gagnaver Verne leitar að öflugum vél-, rafeinda- eða rafvirkja. Við leitum að starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við ögrandi, krefjandi og spennandi starfsumhverfi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til starfsmanna. Samtímis taka þátt í uppbyggingu á nýjum iðnaði hérlendis sem krefst aðlögunarhæfni, áhuga og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á sviði iðntölva og stýringa fyrir kæli- og loftræstibúnað. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2013, viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Fyrirspurnir og nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til helgi@verneglobal.com. ATVINNA BÓ KM EN NT AV EI SL A Á SU ÐU RN ES JU M Viðburðirnir eru samstarfsverkefni almenningsbókasafnanna á Suðurnesjum „Kynning á bókmenntaarfinum“ og styrktir af Menningarráði Suðurnesja. 14. nóvember 2013 kl. 20:00 Hrafnhildur Valgarðsdóttir kynnir og les upp úr nýju bókinni sinni „Söngur Súlu“ í Bókasafni Sandgerðis. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 20. nóvember 2013 kl. 20:00 „Að fara suður syðra“ Guðmundur D. Hermannsson fjallar um þjóðsögur, sagnir og munnmæli í Grindavík í Kvikunni, Hafnargötu 14 í Grindavík (á vegum Bókasafns Grindavíkur). Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Kaffi, meðlæti og léttar veitingar verða seldar á staðnum. 25.-28. nóvember 2013 Bókakonfekt í Bókasafni Reykjanesbæjar. Nánar auglýst síðar. 5. desember 2013 kl. 20:00 Sigurður Karlsson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir fjalla um finnskar bókmenntir í þýðingu Sigurðar í Bókasafninu í Garði, Gerðaskóla. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir PANTONE 3135 PANTONE 4505 C 100 M 0 Y 16 K 11 C 0 M 15 Y 70 K 50 Leturgerð: Letter Gothic STD Bold BÓKMENNTAVEISLA Á SUÐURNESJUM -fréttir pósturu vf@vf.is Laumaðist undan stýri uTæplega tvítugur ökumaður sem ók Grindavíkurveg um helgina mældist á 132 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þá voru tveir ökumenn færðir á lögreglustöð á Suðurnesjum um helgina, grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra laumaðist undan stýri og í aftursæti bifreið- arinnar, en það dugði ekki til því lögreglumenn sáu til hans. Loks voru tveir ökumenn stöðvaðir því þeir voru ekki í öryggisbelti. Talsvert tjón í veðurofsanum u Talsvert var um foktjón á Suðurnesjum í óveðrinu sem gekk yfir á sunnudag. Járngrind fauk um koll og hafnaði á bif- reið í Njarðvík. Þá losnaði skilti í Keflavík og fauk á bifreið. Loks fauk járnplata á bifreið, einnig í Keflavík. Bílarnir skemmdust umtalsvert, því þeir voru rispaðir, dældaðir eða um rúðubrot að ræða eftir að fjúkandi hlutirnir höfðu skollið á þeim. Loks losnaði trampolín í Einidal, en lögreglumönnum og björg- unarsveitarmönnum tókst að stöðva það áður en það tókst á loft. Verkfærum og þvottavél stolið u Verkfærum, þvottavél og timbri var stolið í innbroti sem tilkynnt var lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Hurð húsnæðisins, sem um ræðir, hafði verið spennt upp og þeir sem þar voru að verki látið greipar sópa. Lögregla rannsakar málið. Stolið tvisvar sama sólar- hringinn uBifreið, sem stolið var í vik- unni sem leið á Suðurnesjum, var stolið aftur daginn eftir og er hún enn ófundin Eigandi bif- reiðarinnar tilkynnti lögregl- unni á Suðurnesjum um að bif- reiðinni hefði verið stolið. Lög- reglumenn hófu leit og fundu bíl- inn skömmu síðar í Njarðvík. Var eigandanum tilkynnt um fundinn en hann hafði þá ekki tök á að sækja bílinn fyrr en daginn eftir. En þegar hann ætlaði að nálgast farartæki sitt var það horfið. Bifreiðin er af gerðinni Suzuki Ba- leno, dökkgræn að lit með skrán- ingarnúmerið ON-322. Lögregla rannsakar málið. Ársfjórðungslegt rekstraryfir-lit Sveitarfélagsins Voga var til umræða á síðasta fundi bæjar- ráðs Voga. Bergur Brynjar Álf- þórsson bæjarfulltrúi sá ástæðu til að bóka á fundinum og spyr m.a. að því hversu margir ein- staklingar þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu í dag og hversu mörg svikamál hefur verið komið upp um og þá hversu margir hafi „misst“ bætur í kjölfarið? Bókun Bergs er svohljóðandi: „Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 ákvað meirihluti bæjar- stjórnar að lækka fjárheimildir veg na f j árhags aðsto ðar um næstum þriðjung frá áætlaðri út- komu ársins 2012. Ég mælti mjög gegn þessu þar sem fyrir lá að fjöldi einstaklinga missti rétt til atvinnu- leysisbóta á árinu 2013 og ekkert benti til þess að þörfin yrði minni á þessu ári en því síðasta. Helstu rök meirihlutans voru þau að þessu mætti ná fram með því að taka á bótasvindli, og mátti þá skilja sem svo að meirihlutinn hefði fyrir því heimildir að um þriðjungur bótaþega í sveitarfélaginu væru að þiggja bætur án þess að eiga til þess rétt. Nú liggur fyrir að áætlun fyrir málaflokkinn fyrir þetta ár stenst engan veginn, bæjarstjóri upplýsir að það þurfi að tvöfalda upphæðina og gott betur á þessu ári. Ég óska því svara við eftirfarandi: Hversu margir einstaklingar þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu í dag? Hversu mörg svikamál hefur verið komið upp um og þá hversu margir hafa „misst“ bætur í kjölfarið?“ Eldskúlptúrar brunnu á Bót-inni við Grindavík sl. föstu- dag. Skúlptúrarnir voru verkefni sem nemendur í Grunnskóla Grindavíkur höfðu unnið að alla síðustu viku. Í vinabæ Grindavíkur, Rovaniemi í Finnlandi, var haldin Riverlights hátíð á nánast sama tíma en hug- myndin að eldskúlptúrahátíðinni kom einmitt frá Finnlandi til Grindavíkur. VF-mynd: Hilmar Bragi n Sveitarfélagið Vogar: Hversu margir svíkja út bætur? n Grindavík: Eldskúlptúrar brunnu á Bótinni GARÐSTAÐIR EHF. MÁLNINGARÞJÓNUSTA Leó S. Reynisson // Sími 692-2551.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.