Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.2013, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 14.11.2013, Qupperneq 22
fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR22 JÓGA Í GARÐINUM Jógatímar hefjast í íþróttamiðstöðinni Garði 21. nóvember og verða á fimmtudögum kl. 18.15-19.45 Vandaðar teygju og styrktaræfingar – öndun – slökun Burt með vöðvabólgu, verki og stress Ókeypis prufutími, lestu meira á www.yogazonen.com Ásgerður Jónasdóttir Jógakennari / Svæða og Viðbragðsfræðingur Sími 865-1607 Netfang: asgerdur@yogazonen.com Pálína Gunnlaugs-dóttir kom körfu- boltageiranum á Íslandi í opna skjöldu þegar hún söðlaði um og yfirgaf Keflvíkinga í sumar. Hún gekk til liðs við nágrann- ana í Grindavík þar sem hún sóttist eftir nýrri áskorun. Henni virðist hafa orðið að ósk sinni því fyrrum félagar hennar í Keflavík hafa verið illviðráðanlegir á me ðan Grind- víkingar hafa átt b r o k k g e n g n u gengi að fagna. „Ég finn vel fyrir þessari áskorun. Ég hef sett mikla pre s su á m i g í e i n hv e r j u m l e i k j u n u m í vetur. Ég er nú b a r a þ a n n i g gerð að ég vil alltaf skila 100% f r am l ag i . Það getur verið gott en stundum kemur það manni í koll,“ segir Pálína í sam- tali við Víkurfréttir. Hún segist kunna ágætlega við sig í her- búðum Grindvíkinga. Liðsfélagarnir séu léttir og skemmtilegir og alltaf sé stutt í grínið. „Móralinn er flottur og stendur kvennaráðið vel á bakvið okkur, þær eru til að mynda ekki búnar að missa að leik hjá okkur í vetur og er það okkur mikils virði,“ segir bakvörðurinn. Pálína er ekki alveg nógu sátt við frammistöðu liðsina það sem af er vetri, en Grindvíkingar hafa tapað þremur af átta leikjum sínum í deildinni. „Ég veit að það býr miklu meira í okkur heldur en við erum búnar að sýna sem lið. Það má samt ekki gleyma að í Grindavíkurliðinu eru átta nýir einstaklingar af 12 manna hóp. En við þurfum bara að vera jákvæðar og halda áfram að vinna í okkar leik.“ Í sumar, eftir að Pálína tók ákvörðun um að ganga til liðs við fyrrum þjálf- ara sinn hjá Keflavík, Jón Halldór Eðvaldsson, var útlitið ekkert of bjart hjá Grindvíkingum. Í ljós kom að Petrúnella Skúladóttir væri barnshaf- andi og myndi ekki leika með liðinu. Ólöf Helga Pálsdóttir hélt erlendis í nám og Harpa Hallgrímsdóttir ákvað að hætta körfuboltaiðkun. „Það var mjög sérstakt, þetta var mjög skrýtið fyrst og ekki eins og ég bjóst við. Við vorum fáar á æf- ingu til að byrja með og kom það ekki i ljós fyrr en i byrjun september hvaða stelpur ætluðu að vera með. Að lokum bættust Ingibjörg, Alda, Katrín og Hrund við hópinn og þá fór þetta upp á við eftir það. Það var erfitt að heyra að Petrúnella yrði ekki með liðinu i vetur, en Maja [Ben Er- lingsdóttir] kom eins og kölluð inn í byrjun september, þá fyrst náðist mynd á liðið.“ Pálína viðurkennir að hún hafi verið orðin frekar óróleg þegar óvissa var með leikmannahóp- inn. „Já ég viðurkenni að ég fékk smá í magann, alltaf erfitt að vera í svona óvissu, sama í hvaða liði þú ert.“ Erfitt að spila í Sláturhúsinu í Keflavík Í gær áttust Grindvíkingar og Kefl- víkingar við í Röstinni og má finna úrslit úr þeim leik á vf.is. Liðin áttust við fyrr í vetur þar sem Keflvíkingar höfðu sigur. Pálína fann ekki fjölina sína á gamla heimavellinum í þeim leik. „Það var mjög erfitt að koma til Keflavíkur og spila, ég viðurkenni það. Ég undirbjó mig líka kolvitlaust fyrir leikinn, það varð mér að falli. Það er erfitt að koma og spila í Kefla- vík hvort svo sem maður er Pálína Gunnlaugs eða einhver önnur, þetta hús heitir ekki Sláturhúsið fyrir ekki neitt.“ Pálína segist undrandi á því hve margir hafi afskrifað Keflvíkinga fyrir tímabilið. Hún bjóst við Keflvík- ingum sterkum og samgleðst þeim yfir góðu gengi. „Það er alls ekki erfitt að horfa upp á velgengni þeirra, ég samgleðst þeim mjög mikið. Því ekki má gleyma að þetta eru búnar að vera bestu vinkonu mínar sl. sex ár. Við áttum frábært tímabil saman í fyrra og ég væri ekki sá leikmaður sem ég er í dag ef þær hefðu ekki hjálpað mér. Ég lít enn á mig sem Keflvíking þó svo að ég hafi skipt um lið og viljað prófa eitthvað nýtt, enda er ekkert óeðlilegt að fólk vilji þróast og þrosk- ast í leik og starfi.“ Fráköst hafa ekkert með hæð að gera Pálina hefur hvergi slegið slöku við á vellinum og sjaldan eða aldrei leikið betur. Sérstaka athygli hefur vakið hve vel henni hefur gengið að sækja fráköstin af stóru stelpunum. Pálína er með rúmlega 10 fráköst á meðaltali í leik og er hún í sjötta sæti deildarinnar í þeim flokki. Leikmenn á þeim lista eru flestir um og yfir 1,80 cm á meðan Pálína er 1,68 cm á hæð. Hún segir þetta ekkert hafa að gera með hæðina. „Mig langar að vera best og það hefur margoft sýnt sig að maður þarf ekki að vera stór til þess að taka fráköst, maður þarf bara að vera duglegur.“ Aðspurð um möguleika Grindvík- inga á titlum í vetur segir Pálína að öll lið deildarinnar eigi líklega mögu- leika á titlum, svo jöfn sé deildin í ár. „Ég held að árið í ár snúist um hvaða stelpur ætli að leggja mest á sig, þær munu standa uppi sem sigurvegarar. Við Grindvíkingar settum okkur markmið í haust og erum á áætlun hvað það varðar. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta líti ágæt- lega út hjá okkur þó svo að maður sé ekki sáttur núna við að vera i þriðja sæti, enda er maður ekki vanur því. Það er mikið eftir og verðum við að laga það sem hefur orðið okkur að falli i þessum tapleikjum, það ætti ekki að vera erfitt og ég hef engar stórar áhyggjur af því,“ sagði Pálína að lokum. -íþróttir pósturu eythor@vf.is -molar „Ég lít enn á mig sem Kefl- víking þó svo að ég hafi skipt um lið og viljað prófa eitthvað nýtt, enda er ekkert óeðlilegt að fólk vilji þróast og þroskast í leik og starfi.“ ÓVÖN ÞVÍ AÐ VERA Í ÞRIÐJA SÆTI -Pálína tekur áskoruninni í Grindavík Bikar- og Íslands- meistarar Njarðvíkur u Nú á haustmánuðum hefur ungu liði Njarðvíkur í Júdó náð að krækja sér í þrjá stóra titla. Eftir að hafa sigrað á Bikarmeistarmóti Júdósambands Íslands 14 ára og yngri urðu 10 ára og yngri stiga- hæst á stærsta barnamóti Íslands, Afmælismóti JR og nú um sl. helgi hampaði félagið titlinum „Stiga- hæsta lið Íslandsmótsins í Brazilian jiu jitsu“ annað árið í röð. Af 15 þyngdar- og aldursflokkum kræktu Njarðvíkingar 10 Íslandsmeistara titla. Keflvíkingar á skotskónum í Flórída u Lið Embry Riddle háskólans í fótbolta er komið í undanúrslit í úr- slitakeppni Flórídaríkis. Með liðinu leika fjórir Keflvíkingar en tveir þeirra voru á skotskónum þegar 4-0 sigur vannst í átta liða úrslitum um sl. helgi. Liðið lék þá gegn Florida Memorial skólanum og skoruðu þeir Magnús Þór Magnússon og Viktor Guðnason sitt markið hvor í öruggum sigri. Þeir Sigurbergur Elisson og Viktor Smári Hafsteins- son léku líka með liðinu. Strákarnir leika svo gegn liði SCAD Savannah næstkomandi föstudag. Góður árangur á haustmóti ÍRB uHaustmót ÍRBí sundi gekk vel en þar nýttu sundmenn félagsins tækifærið til þess að slá Íslands- met, ná lágmörkum á ÍM25 og Euro meet ásamt því að ná sér í reynslu í því að synda langsund. Á mótinu voru nokkur met loks- ins slegin. Elsta metið sem féll var slegið af einni af eldri stelpunum, en Íris Ósk Hilmarsdóttir bætti ÍRB met Eydísar Konráðsdóttur í 100 baksundi kvenna frá árinu 1997. 15-17 ára stelpurnar Aleksandra, Ólöf Edda, Birta María, Sunneva Dögg og Íris Ósk slógu met sem boðsundsveit úr Ægi átti síðan 2006 í 4x100 fjórsundi (25 m laug) og 4x200 skrið (í 50 m laug). Sunneva setti í leiðinni nýtt Njarðvíkurmet í opnum flokki sem Erla Dögg Har- aldsdóttir átti síðan 2007 og ÍRB telpnamet síðan 2012. Kristbjörn heiðraður af KKDÍ u Körfuknattleiksdómarafélag Íslands, KKDÍ, hélt upp á 50 ára afmæli sitt um sl. helgi en félagið var stofnað 11. nóvember 1963. KKDÍ heiðraði jafnframt fjóra einstak linga á hófinu fyrir frá- bært framlag í þ águ dómara- má l a í körfu- knattleik. Meðal þeirra var Njarð- víkingurinn Krist- björn Albertsson. Kr istbjörn var m.a. valinn besti dómarinn í efstu deild árin 1986 og 1987. Kristbjörn var formaður KKÍ um tveggja ára skeið og dæmdi í 34 ár, frá 16 ára aldri til fimmtugs. Kristbjörn var einnig formaður UMFN í 10 ár og hefur því komið víða að körfuboltaíþróttinni. Nánari íþróttafréttir má finna á vefsíðu okkar vf.is.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.