Bæjarins besta - 11.01.2007, Síða 8
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 20078
STAKKUR SKRIFAR
Kosningaárið „mikla“
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Það er fallegt í Bolungar-
víkinni. Þar er gott að búa og
fátt betra en að vakna á morgn-
ana með fjölskyldunni og
halda svo saman, gangandi út
í fallegan daginn. Úti er myrk-
ur á janúarmorgninum, en
yndislega milt veður og snjór
á götum og gangstéttum. Við
erum heppin hér, því það er
hægt að ganga næstum óhindr-
að eftir göngustíg frá húsinu
okkar að Grunnskóla Bolung-
arvíkur. Þetta er einn af kost-
unum við smæðina. Að maður
er öruggur um börnin sín í um-
ferðinni. Eða hvað? Reynslan
hefur kennt mér annað. Nú
þori ég vart að leyfa ungum
börnum mínum að nota göngu-
stíg þann sem liggur milli
Vitastígs og Skólastígs og svo
aftur til Höfðastígs á leið í
skólann.
Svo oft höfum við dóttir
mín, sem situr í fyrsta bekk,
lent í því á leið okkar að stórar
jeppabifreiðar hafa ekið inn á
þennan gangstíg eins og um
umferðargötu sé að ræða.
Þetta hefur gerst svo oft að nú
er mér ekki til setunnar boðið.
Úti er myrkur og börnin halda
að þetta sé göngustígur fyrir
þau og eru því alls ekki við-
búin því að þurfa að hrökkva
undan stórum bifreiðum á leið
sinni þarna á milli. Þessa leið
nota þau börn sem stunda nám
við Grunnskólann auk þeirra
sem fara í sundlaug eða íþrótta-
hús svo líklega má ætla að
þetta séu nokkur hundruð
ferðir barna á hverjum degi.
Nokkur hundruð börn þurfa
að hafa óttast um líf sitt og
limi þegar þau ganga á göngu-
stíg Bolungarvíkur því eig-
endur stórra bifreiða þurfa að
nota göngustígana undir bíl-
ana sína? Hvernig má þetta
vera? Eru götur Bolungarvík-
ur ekki nógu góðar fyrir bílana
okkar? Ég held að ástæðan
liggi frekar í hugsunarleysi.
Ég held að Víkarar séu ekki
fantar. Ég vona ekki.
Og fyrst ég er byrjuð þá er
best að minnast á annað mál-
inu tengt. Í morgun þegar við
dóttir mín vorum á leið í skól-
ann og skutluðumst frá jepp-
anum sem þurfti að komast
leiðar sinnar á göngustígnum
tókum við eftir því að jeppa-
bifreiðin stöðvaðist við hús
eitt og út stökk bílstjórinn.
Bíllinn var skilinn eftir í gangi
eins og tíðkast hér í Víkinni.
búa. Þau eiga rétt á því að við
skilum andrúmsloftinu eins
hreinu til þeirra og við tökum
við því. Eins eru þau forvitin
að eðlisfari og geta því hæg-
lega tekið upp á því að skríða
upp í gangsettar bifreiðar og
Guð einn veit þá hvað gerst
getur. Í vikunni bárust fregnir
af ungum börnum austur í Evr-
ópu sem drukknuðu í bíl for-
eldra sinna. Foreldrarnir brugðu
sér út úr bílnum til að kaupa
miða í ferju sem ætlunin var
að taka. Þau skildu börnin eftir
í bílnum sem var í gangi. Bíll-
inn hrökk svo af einhverjum
ástæðum úr gír og rann út í
Dóná með þessum skelfilegu
afleiðingum. Ekkert var hægt
að gera. Því fór sem fór. Við
höfum ekki Dóná hér í Bol-
ungarvík, en við höfum annars
konar hættur.
Það eru fá rök með því að
skilja bílinn eftir í gangi á
meðan skroppið er inn í kaffi
hjá vinunum í næsta húsi. Við
höfum tekið eftir sömu bílun-
um í gangi stundunum saman
á ferðum okkar um Víkina.
Þó fólk kjósi að aka á milli
húsa hér er ekki endilega
nauðsynlegt að skilja bílinn
eftir í gangi á meðan á heim-
sókn stendur. Það er ekki það
kalt hér að við þurfum að óttast
kul á útlimum á heimleiðinni
í bílnum.
Sýnum gott fordæmi í um-
ferðinni. Við erum fyrirmynd-
in, við getum breytt rétt því
við erum frábær í Víkinni
fögru!
Bolungarvík, 4. janúar
2007, Helga Vala Helgadóttir.
Þetta er mér algerlega óskilj-
anlegt. Af hverju „drepa“ Vík-
arar ekki á bílunum sínum
þegar þeir halda inn í hús að
sinna erindum sínum. Aftur
vísa ég til barnanna sem hér
Helga Vala Helgadóttir.
Eru Víkarar fantar í umferðinni?
Bolungarvík semur við Símann
Bæjarstjóra Bolungarvíkur hefur verið falið að ganga til samninga við
Símann hf., á grundvelli samnings byggðum á ríkiskaupasamningi.
Var það afráðið á fundi bæjarráðs á dögunum. „Við vorum nú
þegar með samning við Símann en um er að ræða hagræðingar-
samning. Við erum ekki að minnka viðskiptin við önnur fyrirtæki
heldur eingöngu að hagræða samningnum við Símann“, segir
Grímur Atlason, bæjarstjóri. Samningurinn gildir í tvö ár.
Dagatal Önfirðingafélagsins komið út
Fyrir stuttu var borið út á öll heimili í Önundarfirði dagatal Önfirðingafélagsins 2007,
einnig var það borið út til allra félagsmanna, ætti það því að prýða marga veggi á landinu
í dag. Á dagtali þessa árs eru fjórar myndir í hverjum mánuði og auk þess fjórar myndir
á kápu eða 52 myndir og má því segja að ein mynd sé fyrir hverja viku ársins. Ön-
firðingafélagið í Reykjavík hefur gefið út dagatöl frá árinu 1992 og er þetta því 15. árið
sem dagatölin eru gefin út. Þau hafa skapað sér veglegan sess í félagsstarfinu og farið víða
og verið góð kynning þess sem önfirskt umhverfi hefur upp á að bjóða.
ATVINNA
Sundhöllin við Austurveg á Ísafirði
óskar eftir konu í fullt starf. Um tíma-
bundna ráðningu er að ræða með
möguleika á framtíðarráðningu. Skil-
yrði er að umsækjendur séu vel á sig
komnir líkamlega, standist sundpróf,
hafi ríka þjónustulund og eigi gott
með að vinna með fólki.
Upplýsingar gefur Guðjón í síma 456
3200.
Lisa Ekdahl syngur í Víkurbæ
Sænska söngkonan Lisa Ekdahl heldur tónleika í Víkurbæ í Bol-
ungarvík þann 3. mars. Lisa Ekdahl er mörgum kunn á Íslandi og
má segja að hún sé sannkallaður Íslandsvinur. Hún hefur spilað ásamt
hljómsveit í Austurbæjarbíói og Háskólabíói fyrir troðfullu húsi.
Að þessu sinni er Lisa á ferð með kassagítar og undirleikaranum
Mattias Blomdahl sem spilar á gítar, hljómborð og önnur hljóðfæri.
Söngkonan mun halda þrenna tónleika á landinu í mars og auk tón-
leikanna í Víkurbæ mun hún koma fram á Nasa í Reykjavík og á
Græna Hattinum Akureyri. „Draumur hennar var að spila úti á
landi á Íslandi og þann draum lætur hún rætast nú. Lisa Ekdahl á
tryggan hóp aðdáenda hér á landi og má með sanni segja að sú að-
dáun sé gagnkvæm þegar kemur að landi og þjóð“, segir í tilkynn-
ingu.
Lisa Ekdahl sló í gegn með hljómplötunni Vem vet árið 1994 en
það var hennar fyrsta plata, en hún er ein sú söluhæsta á Norður-
löndunum til þessa dags. Lisa Ekdhal hefur síðan farið ýmsar leiðir
í tónlistarsköpun sinni, allt frá djassi og bossanova yfir í popp.
Miðasala er á midi.is og í verslunum Skífunnar og velvöldum
BT verslunum. Miðaverð er 2900 krónur. – thelma@bb.is
Það er gott til þess að vita að Kristinn H. Gunnarsson er í fullu fjöri og
ákafinn mikill að vinna vel meðan krafturinn er fyrir hendi. Engu að síður
er óupplýst enn hvar hann hyggst beita kröftum sínum. Spennandi verður
að sjá hver framvinda mála verður í Frjálslynda flokknum. Magnús Reynir
Guðmundsson er orðinn framkvæmdastjóri um stund. Sjálfstæðisflokkur
býr samkvæmt skoðanakönnun við minnst fylgi á Vestfjörðum. Þar á hann
tvo ráðherra og prýðilegan þingmann, Einar Odd Kristjánsson, sem óhræddur
er við að hafa skoðanir og halda þeim fram.
Reyndar er Einar Oddur gæddur þeirri náttúru að fá góðar hugmyndir og
þora að brjótast út úr viðjum vanans. Slíkir menn eru of fáséðir. Nægir að
minnast þess að hann tók höndum saman við forystumenn ASÍ meðan hann
stóð í brúnni vinnuveitendamegin. Þótt Þjóðarsáttin hefði ekki komist á án
þátttöku margra er ljóst að Einar Oddur fór þar fremstur meðal jafningja.
Aðferðafræðin var nýlunda í raun. Brátt eru liðin 17 ár frá því ASÍ, VSÍ og
Stéttarsamband bænda náðu samningi og ríksstjórn lagði sitt af mörkum.
Samkomulag var undirritað 2. febrúar 1990.
Mörgum hefur orðið hugsað aftur þessi 17 ár þegar verðbólgan hefur
tekið kippi. Þeir hafa þó ekki verið neitt í líkingu við ástandið sem þá ríkti.
Nærri 16 ár hefur setið ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks, að frátal-
inni tíð Halldórs Ásgrímssonar í tæp tvö ár. Í upphafi var Alþýðuflokkur í
samstarfi eitt kjörtímabil. Framsóknarflokkur tók þá sæti í stjórn og hefur
það samstarf reynst farsælt, þó ekki að mati stjórnarandstöðu. Nú velta
margir fyrir sér framtíðinni í þessum efnum. Innlegg Valgerðar Sverrisdóttur
er eftirtektarvert. Utanríkisráðherra vill taka upp evru í stað krónu og gera
það án þess að ganga í Evrópusambandið.
Hvað er orðið um ungmennafélagshugsjónina, Íslandi allt? Voru það
kannski eftir allt saman mistök að berjast fyrir sjálfstæði alla síðustu öld?
Hvers vegna á að taka upp evru í stað krónu, en standa samt utan Evrópu-
sambandsins? Fróðlegt væri að fá skýr svör við þessum eeinföldu spurning-
um. Framsóknarmenn eru vart svo taugaveiklaðir að vilja ekki lengur vera
íslenskir. En búast má við því að evrumálið verði kosningamál sé alvara
fólgin í orðum utanríkisráðherra. Þá fæst úr vilja kjósenda skorið.
Nær væri að taka upp sterlingspund. Bretar er næstir okkur af stóru ríkj-
um Evrópu og þrátt fyrir að hafa staðið í þorksastríðum við Íslendinga eru
þeir góðir bandamenn. Að öllu gamni slepptu er brýnna að leysa úr verð-
bólgu og ,,vaxtaverkjum” heima fyrir en að grípa næstu ódýru lausnina
sem blasir við. En trúlega veit utanríkisráðherra að fiskimið eru góð skipti-
mynt í samskiptum ríkja. Verður kosið um þau? Atkvæðin eru Íslendinga.