Bæjarins besta - 11.01.2007, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2007 11
a um allan heim
dekkinu eins og á Íslandi.“
Lærðu hjá bandarísk-
um lífsleiknigúrú
„Þegar við komum heim
höfðu sonur minn og tengda-
dóttir ákveðið að fara á nám-
skeið hjá Antony Robins, sem
er bandarískur lífsleiknigúru.
Þeim fannst alveg nauðsyn-
legt að við hjónin kæmum
með og tileinkuðum okkur
þann lífsstíl sem þar er kennd-
ur.
Mánuði seinna vorum við
lögð af stað til London á þetta
fimm daga námskeið. Robins
kenndi þetta sjálfur, byrjaði
klukkan átta eða níu á morgn-
ana og kenndi fram á kvöld-
mat, án hléa. Hann stóð uppi,
talaði og hljóp og var bókstaf-
lega á ferðinni allan daginn.
Þarna vorum við á átta til tólf
tíma löngum fundum og stóð-
um uppi hluta af námskeiðinu,
og maður fann aldrei fyrir
þreytu. Ég hefði aldrei trúað
því fyrirfram, en eftir þessa
ströngu törn hafði maður meiri
orku en áður.
Námskeiðið endaði á því
að hann tók allan hópinn út
og lét okkur ganga berfætt á
tíu metra langri glóðarrönd.
Ég velti því fyrir mér hvort ég
væri orðinn brjálaður, að
verða sjötugur og ætlaði að
enda ævina með ónýta fætur,
búinn að brenna undan mér
lappirnar. En ég lét mig hafa
þetta og komst að því að þetta
er ekkert mál. Maður getur
gert hvað sem maður vill ef
maður bara undirbýr sig nógu
vel og trúir á það sem maður
er að gera.
Þegar ég kom heim af nám-
skeiðinu hafði ég það mikla
trú á því að ég gæti gert það
sem ég vildi að ég dembdi
mér beint í prófkjör og vann
sjálfur alla þá vinnu sem því
fylgir. Að vísu náði ég nú ekki
miklum árangri í kjörinu
sjálfu, en hafði þó orku og
vilja í að ráðast í þetta, sem er
afrek út af fyrir sig.“
Flogið til Ástralíu
„Ína konan mín hafði í
nokkur ár verið yfirmaður
Zonta-hreyfingarinnar á Ís-
landi og átti að skila því em-
bætti af sér á heimsþingi hreyf-
ingarinnar í Melbourne í Ástra-
líu sem haldið var í júní í fyrra.
Á árum áður hafði ég verið
umdæmisstjóri Lyons og hún
fylgdi mér í allar þær ferðir
sem ég fór í. Á sama hátt vildi
ég fylgja henni í þessa ferð og
úr varð að við fórum ásamt
tæplega tuttugu öðrum Íslend-
ingum.
Við flugum út frá London
til Singapore þar sem við
stoppuðum í þrjá daga og
skoðuðum borgina. Frá Singa-
pore flugum við til Sindney
sem er alveg ofboðslega falleg
borg.
Það er svakalega gaman að
koma til Ástralíu, því Ástralir
eru alveg stórmerkileg þjóð.
Þetta er auðugt land og menn
hafa farið vel með auðinn. Allt
sem snýr að fólki, öll þjónusta,
allur túrismi og allt er algjör-
lega fyrsta flokks.
Í Melbourne gengum við
karlmennirnir um nánasta um-
hverfi borgarinnar á meðan
konurnar sátu þingið. Mel-
bourne er líka stórmerkileg.
Þetta var um tíma höfuðborg
Ástralíu, byggðist upp vegna
þess að hún er í nágrenni við
gullnámur sem nýttar voru.“
Eiga erfitt með
að lifa í vestrænu
samfélagi
„Að þinginu loknu flugum
við til Alice springs sem er í
miðju landsins, mitt í auðninni
og í 1.500 kílómetra fjarlægð
frá næsta bæ. Þar skoðuðum
við meðal annars Ayers rock,
sem er svona járnleirstappi
sem stendur einn og sér upp
úr sléttunni.
Ayers rock er mjög heilagur
hjá frumbyggjum Ástralíu.
Núna er búið að afhenda frum-
byggjum landsins aftur marga
af þeirra helgustu stöðum, en
það kemur eiginlega til af
samviskubiti út af útrýming-
aráætlunum sem framfylgt var
af stjórnvöldum á fyrri hluta
síðustu aldar.
Frumbyggjar Ástralíu eru á
allt öðru stigi en aðrir í landinu
og margir þeirra eiga erfitt
með að lifa í vestrænu samfé-
lagi. Það var mjög sorglegt að
sjá fólkið liggja á grasbölum í
miðjum bænum með brenni-
vínsflösku í hendi.“
Miklir mynd-
listahæfileikar
„Sem betur fer tekst mörg-
um að halda sig frá brenni-
víninu sem virðist leggjast
óskaplega illa í þetta fólk.
Þegar það tekst koma hæfi-
leikar þess í ljós, en þeir virð-
ast liggja mikið í myndlist.
Við komum út í frumbyggja-
þorp og hittum þar fjórar
manneskjur sem sátu í jörðinni
og voru eitthvað að sýsla.
Leiðsögumaður sem var með
okkur kynnti okkur fyrir einni
konunni og sagði að hún hafi
hannað merki Quantas flugfé-
lagsins og sæti í stjórn fyrir-
tækisins.
Sérsvið frumbyggjanna í mál-
aralistinni eru svona punkta-
myndir, þar sem milljónir
punkta í hinum og þessum
litum gera eina heild. Þetta
eru gríðarlega flottar myndir
sem príða veggi margra stær-
stu listasafna heimsins.“
Endaði sem
forsöngvari
„Eitt kvöldið var haldin
veisla við Ayers rock. Þegar
það hafði dimmt kom stjörnu-
fræðingur og sýndi okkur öll
helstu og merkilegustu stjörnu-
merkin, sem ég man nú ekki
hvað heita nema Suðurkross-
inn.
Þegar menn höfðu étið og
drukkið eins og þeir gátu, var
kveikt upp í bálkesti og byrjað
að syngja ýmsa fjöldasöngva
á ensku. Það endaði með því
að ég var orðinn forsöngvari,
því ég var sá eini sem kunni
eitthvað af enskum textum.
Það sem við Íslendingar áttum
okkur ekki á er að þeir sem
hafa verið á þorrablótum og
öðrum slíkum samkomum
kunna ótrúlega mikið af skandi-
navískum, breskum og banda-
rískum sönglögum.
Ástralíuferðina enduðum
við svo með því að fara til
Cairns sem er sumarleyfis-
borg Ástrala og liggur rétt við
Kóralarifið mikla sem er um
1.500 kílómetra langt. Við
sigldum út að rifinu, köfuðum
og skoðuðum þetta ótrúlega
lífríki sem fylgir kóralarifum.“
Fríið byrjaði
eftir fjórar vikur
„Síðasta haust fór ég síðan
í sjö vikna ferð til Tælands.
Þannig er mál með vexti að ég
hef alla tíð þjáðst af miklu
skammdegisþunglyndi. Þegar
ég var ungur maður lét ég mig
hreinlega hafa það, enda réð
ég miklu betur við það á þeim
tíma. Síðustu ár hefur það
aftur á móti verið partur af
mínu vetrarprógrammi að fara
„Sem betur fer bráðnaði mesta þunglyndið af
mér þegar ég hafði vanist hitanum og þá fyrst
byrjaði fríið. Þá komst ég að því hvað Tæland er
ótrúlegt land. Fegurð landsins er gríðarlega mikil
og fólkið tekur mjög vel á móti manni.“
til sólarlanda í nokkrar vikur
að hausti og aftur í nokkrar
vikur að vori.
Ég hef yfirleitt farið til sól-
arlandastaða sem eru Íslend-
ingum vel kunnir, en var bent
á að fara til Tælands sem ég
ákvað svo að gera. Ég hefði
kannski átt að undirbúa mig
betur, því fyrstu fjórar vikurn-
ar af ferðinni var ég þjakaður
af þunglyndi, þekkti ekkert
inn á landið og fór ekki út úr
húsi.
Sem betur fer bráðnaði
mesta þunglyndið af mér þeg-
ar ég hafði vanist hitanum og
þá fyrst byrjaði fríið. Þá komst
ég að því hvað Tæland er ótrú-
legt land. Fegurð landsins er
gríðarlega mikil og fólkið
tekur mjög vel á móti manni.
Þó fyrstu fjórar vikurnar hafi
verið hálf ömurlegar voru þær
seinni þrjár meiriháttar og þess
vegna hef ég ákveðið að fara
aftur út eftir nokkrar vikur.“
Úlfar undirbýr sig
undir köfun við kóralrifið
mikla í Ástralíu.