Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2007, Side 12

Bæjarins besta - 11.01.2007, Side 12
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 200712 Röng verkfræðistofa bendluð við verkið Vegna athugasemdar Árna Traustasonar við viðtal við mig í 52. tölublaði BB lang- ar mig að koma eftirfarandi á framfæri: Athugasemd Árna, sem er umboðsmaður verkfræði- stofunnar VST á Ísafirði, á fullan rétt á sér. Þ.e.a.s. ég hafði tilgreint í þessu viðtali verkfræðistofuna VST sem kom hvergi nærri umræddu máli eða verki sem þarna var fjallað um. Þarna geri ég þau leiðu mistök að bendla ranga verkfræðistofu við verkið, og bið ég Árna og aðra hlut- aðeigandi afsökunar á þeim. Aftur á móti ætla ég að nýta mér það frelsi að halda mig við það sem þarna kom fram. Þar ræður hvorki ann- arlegt ástand, meint heimska né nokkuð annað heldur en einfaldlega mín persónulega skoðun! Kristján Freyr Halldórs- son, Barmahlíð 27, 105 Reykjavík. Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins haldið 26. janúar Hið víðfræga Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið með pompi og prakt þann 26. janúar. Dagskrá hátíðarinnar, sem haldin verður á Broadway, er glæsileg og verður endað á balli með Milljónamæringunum ásamt Páli Óskari og Ragga Bjarna. „Nú ætlum við að blása í alla herlúðra og ná saman stærri hópi en nokkru sinni fyrr“, segir m.a. í tilkynningu frá aðstandendum. Sú ný- breytni verður tekin upp að þessu sinni að árgangar eða félagasamtök geta tryggt sér sérborð kaupi þeir 10 miða eða fleiri í forsölu. Þá hefur Flugfélag Íslands sett upp nettilboð á flugi frá Ísafirði til Reykjavíkur þessa helgi og Hótel Park Inn Ísland verður með sérstakt tilboð fyrir gesti á Sólarkaffi. Forsala aðgöngumiða fer fram á Broadway laugardaginn 20. janúar milli kl. 14 til 16 og síðan í miðasölu Boadway í síma 533 1100, en Sólarkaffið er eins og áður segir haldið á Broadway föstudaginn 26. janúar n.k, og opnar húsið kl. 20. Alls voru sjúkraflutningar Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 252 á árinu 2006. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu slökk- viliðsins. Af þessum 252 sjúkraflutningum voru 53 for- gangsflutningar, almennir flutningar voru 183 og aðrir flutningar voru 16 talsins.118 sjúkraflutninganna voru inn- anbæjar, 10 frá Suðureyri, 14 frá Flateyri, 9 frá Þingeyri, 3 frá Bolungarvík, 9 frá Súðavík og 5 úr Ísafjarðardjúpi. 25 voru í sjúkraflug til Reykjavík og jafn margir í sjúkraflugi frá Reykjavík. Fjórtán sinnum var um að ræða fylgd í sjúkraflug, 15 tilfelli eru mertk „yfirfarið flugstell“. Önnur útköll voru fimm talsins. Flestir voru flutningarnir í desember eða 33. Næstflestir voru þeir í mars, eða 31, þá í febrúar þegar þeir voru 29 talsins, og svo í janúar er þeir voru 28 talsins. Í apríl voru 21 flutningar, 17 í maí, 16 í júní, 14 í júlí, 17 í ágúst, 18 í september, og 14 bæði í október og nóvember. – eirikur@bb.is 252 sjúkraflutn- ingar á síðasta ári Hver gestur að meðaltali í 1,8 næt- ur fyrstu fjóra mánuði síðasta árs Fyrstu fjóra mánuði ársins 2006 keyptu erlendir ferða- menn 14,6% gistinótta á hót- elum og gistiheimilum á Vest- fjörðum, samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands. Þá voru seldar gistinætur á gistiheimilum og hótelum alls 2.711, en þar af gistu Íslend- ingar í 2.315 nætur en útlend- ingar í 396 nætur. Alls voru gestir á þessu tímabili 1.502, og gisti því hver þeirra að meðaltali í 1,8 nætur. Íslenskir gestir voru 1.281, og gisti því hver Íslendingur að meðaltali í 1,81 nótt. Erlendir gestir voru 221 og gisti því hver þeirra að meðaltali í 1,79 nætur. Átta árum fyrr, fyrstu fjóra mánuði ársins 1998, voru alls seldar 2.094 gistinætur. Af þeim keyptu erlendir gestir 329, eða 15,7%, en Íslend- ingar 1.765. Alls voru gestir 1.091 á tímabilinu og gisti hver þeirra því að meðaltali 1,91 nótt. Íslenskir gestir voru 947 og gisti því hver þeirra að meðaltali í 1,86 nætur. Erlend- ir gestir voru 144 og gisti því hver þeirra í 2,28 nætur. Rétt er að taka fram að um- ræddir mánuðir eru utan helsta ferðamannatímabils, og gefa því einungis til kynna hver staðan er ákveðna mánuði utan vertíðar, og ekki sjálf- gefið að sú mynd hafi nokkuð með heildarmynd ársins að gera. Tölurnar hér að ofan eru fengnar frá Hagstofu Íslands, og miðast við hótel og gisti- heimili, sem svo eru skráð hjá Hagstofu Íslands. Í því felst að hér eru ótaldar gistinætur og gestakomur á öðrum teg- undum gististaða. – eirikur@bb.is Hótel Ísafjörður. Niðurgreiðsla til dagmæðragjalda hækkar um 51% til forgangshópa Niðurgreiðsla dagmæðra- gjalda í Ísafjarðarbæ verður hækkuð og er miðað við sama gjald og í leikskóla, sam- kvæmt frumvarpi til fjárhags- áætlunar fyrir árið 2007. For- sendur fyrir gjaldinu er gjald- skrá dagforeldris og niður- greiðslan mismunur á því og leikskólagjaldi. Niðurgreiðsla hækkar um 51% til forgangs- hópa og 36,5% vegna almenn- rar gjaldskrár. Gert er ráð fyrir kostnaði í frumvarpinu að fjár- hagsáætlun vegna þessa. Leikskólagjaldskrá hefur ekki hækkað í tvö ár og ekki er boðuð hækkun á árinu 2007. Því er um raunlækkun að ræða. Á árinu 2006 var tekin upp forgangsgjaldskrá og syst- kinaafsláttur með öðru barni aukinn í 30% og frítt fyrir þriðja barn. Gert er ráð fyrir því að tvær klukkustundir fyrir 5 ára börn verði án gjalds fyrir hádegi. Rökstuðningur fyrir því er sá að fyrir hádegi fer fram undirbúningsstarf fyrir grunnskólagöngu elstu barna leikskólans. Kostnaður vegna grunn- skólanema sem taka áfanga í framhaldsskólum er áætlaður 72.000 kr. á árinu 2007. Til- laga er um að taka upp niður- greiðslu vegna þessara nem- enda sem eru þrír um þessar mundir. Eins og fram kom við fyrri umræðu fjárhags- áætlunar hækkar liðurinn um fræðslumál hjá Ísafjarðarbæ um 77 milljónir króna á milli áranna 2006 og 2007. – thelma@bb.is Niðurgreiðsla dagmæðragjalda í Ísafjarðarbæ verður hækkuð og er miðað við sama gjald og í leikskóla.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.