Bæjarins besta - 11.01.2007, Side 19
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2007 19
Horfur á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt,
víða snjókoma eða él, en léttir til sunnanlands.
Horfur á laugardag: Norðlæg eða breytileg
átt, víða snjókoma eða él, en léttir til sunn-
anlands. Horfur á sunnudag: Útlit fyrir hvassa
austlæga átt með snjókomu.
Helgarveðrið
Sælkeri vikunnar er Guðrún B. Magnúsdóttir í Bolungarvík
Fiskréttir og hress-
andi appelsínusalat
Sælkeri vikunnar býður upp
á saltfisksalat og mexíkóskan
fiskrétt. Í eftirrétt er appelsínu-
salat sem er bragðgott, hress-
andi og hollt. „Eftir jólasteik-
urnar og konfektið datt mér í
hug að gefa uppskrift af fisk-
réttum og ávaxtasalati sem er
ögn léttara í maga. Fiskrétt-
irnir eru reyndar forréttir en
það má alveg hafa þá báða á
borðum í einu og þá er kominn
mátulegur aðalréttur“, segir
Guðrún.
Saltfisksalat
200 g saltfiskur, ekki út
vatnaður
1 kg appelsínur
2 langir og mjóir blað
laukar, skornir í þunnar
sneiðar
1 glas af svörtum ólífum
3-5 msk ólífuolía, helst fín
jómfrúrolía
Hrár saltfiskurinn er hreins-
aður vel, rifinn niður í ræmur
og settur í skál. Appelsínurnar
eru flysjaðar og allt hvíta lagið
skorið vandlega burt. Þær eru
skornar í bita og settar út í.
Blaðlauknum og ólífunum er
bætt við. Ólífuolíu er hellt út í
og þetta er síðan látið bíða í
a.m.k. 6 klst. Appelssínusaf-
inn hefur þau áhrif að salt-
fiskurinn verður ekki lengur
eins og hrár.
Mexíkóskur fiskréttur
1 kg bein- og roðlaus fiskur
(ýsa eða lúða til spari)
250 ml limesafi
Skerið fiskinn í 2-3 sm bita
og hellið limesafanum yfir.
Látið standa við stofuhita í 15
mín. Hellið þá safanum af
fiskinum.
1 krukka jalapeno pipar,
takið fræin úr.
125 ml extra virgin ólífuolía
¼ bolli ferskt kóríander
1 msk ferskt oreganó
125 ml.chili tómatsósa
4 hvítlauksgeirar
1 tsk salt
Blandið öllu saman og setj-
ið yfir fiskinn. Látið standa í
ísskáp í einn sólarhring. Með
þessum réttum er gott að bera
fram brauð og e.t.v. salat. Gott
er að drekka rauðvín með,
ásamt vestfirsku blávatni.
Appelsínusalat
10-12 sætar og safaríkar
appelsínur
5 msk appelsínuþykkni
6 msk púðursykur
3 steyttir negulnaglar
1 tsk kanell
½ dl gróft saxaðar hesli
hnetur
Appelsínurnar eru afhýddar
og allt hvítt skorið af. Þær eru
síðan skornar í sneiðar og sett-
ar í skál. Öllu hinu er blandað
saman og hellt yfir appelsín-
urnar. Látið standa í ísskáp í
a.m.k. 3 klst og gjarnan leng-
ur, svo kryddið nái að jafna
sig. Gott er að blanda saman
þeyttum rjóma og sýrðum, og
bera fram með.
Ég skora á systurnar og
samstarfskonur mínar Mari-
olu og Elzbietu Kowalczyk að
gefa okkur uppskriftir af
pólsku góðgæti í næsta blaði.
Aldarafmæli Guðmundar Inga minnst
Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Guðmundar Inga Kristjánssonar,
skálds á Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði þann 15. janúar. Af
því tilefni verður haldin samkoma og sólarkaffi í Friðarsetrinu Holti
kl. 20 mánudagskvöldið 15. janúar. Undanfarin fimm ár hafa
sveitungar hans minnst fæðingardags hans með ýmsum hætti. Nú
þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans er vilji fyrir því að nota
afmælisárið til að minnast hans með fjölbreyttari hætti.
Eldri borgarar fögnuðu nýju ári
Árlegur nýársfagnaður eldri borgara var
haldinn á dvalarheimilinu Hlíf á sunnudag í
boði Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði. Nem-
endur frá tónlistarskólanum á Ísafirði léku listir
sínar fyrir gesti á meðan þeir gæddu sér á dýr-
indis tertum og smurðu brauði. Að borðhaldi
loknu var slegið upp dansleik þar sem Harmó-
nikkufélag Vestfjarða lék svo fyrir dansi. Mikil
stemmning ríkti hjá eldri borgurum og kiwanis-
félögum á fögnuðinum og gleðin var allsráð-
andi. Nýársfagnaður eldri borgara hefur verið
hefð hjá Kiwanisklúbbnum í árafjöld og fer
alltaf fram í kringum þrettándann. Fögnuðurinn
var opinn öllum eldri borgurum á svæðinu og
þátttaka var að vanda góð. Salurinn á Hlíf var fullsetinn á nýársfögnuði eldri borgara.
Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík var mögnuð.
Jólin kvödd í Bolungarvík
Jólin voru kvödd í Bolung-
arvík á laugardagskvöld með
pompi og prakt er þar var hald-
in álfagleði, með brennu, flug-
eldasýningu og öllu tilheyr-
andi. Álfar, tröll og ýmsar
aðrar kynjaverur létu sig ekki
vanta á fagnaðinn, en það er
mál margra að álfar flytjist
búferlum einmitt það kvöld.
Björgunarsveitin Ernir í Bol-
ungarvík sá um flugeldasýn-
inguna sem var sérlega vegleg,
enda höfðu björgunarsveitar-
menn lofað að hún yrði tvö-
föld þar sem ekki var hægt að
halda álfagleðina fyrir tveimur
árum síðan í Bolungarvík, því
veður var með versta móti.
Ekki var veðurspá fyrir laug-
ardagskvöld beinlínis góð, en
ekki varð veðrið eins slæmt
og spáð hafði verið um og því
álfagleðin haldin við mikinn
fögnuð viðstaddra.
Að því er fram kemur á Vís-
indavef Háskóla Íslands voru
þrettándabrennur orðnar nokk-
uð algengar á nítjándu öld.
„Ekki voru þær þó mjög há-
tíðlegar af lýsingu Klemenz
Jónssonar (f. 1862) að dæma
og segir hann þar hafa tíðkast
mikið fyllerí og ólæti. Á þess-
um tíma var líka farið að dansa
álfadans kringum brennurnar.
Sá siður er ættaður frá piltum
í Lærða skólanum sem frum-
sýndu árið 1871 leikritið Ný-
ársnótt þar sem álfar komu
við sögu. Þeir tóku sig svo til
á gamlárskvöld, ásamt stúd-
entum þaðan og frá Kaup-
mannahöfn, og klæddu sig
upp sem ljósálfa eða svartálfa,
gengu niður að Tjörninni í
Reykjavík með blys í hönd,
dönsuðu og sungu álfasöngva“,
segir á Vísindavefnum.
– annska@bb.is
Ýmsar kynjaverur skemmtu sér á álfagleðinni.