Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Síða 5

Bæjarins besta - 12.04.2007, Síða 5
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 5 Nú brettum við upp ermarnar! Hvíldarklettur ehf., leitar að öflugu fólki til að vinna með núverandi starfsfólki og eigendum að uppbyggingu á stærsta verkefni á sviði ferðaþjónustu á Vestfjörðum frá upphafi. Unnið er að sam- einingu nokkra fyrirtækja í ferðaþjónustu um þessar mundir und- ir merki Hvíldarkletts ehf til að takast á við öfluga uppbyggingu og samstillta markaðssókn fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Útgerðarstjóri Við leitum að öflugum aðila til að sjá um útgerð 22 frístundaveiði- báta sem gerðir verða út frá norðanverðum Vestfjörðum. Hlutverk útgerðarstjóra er eftirlit með viðhaldi bátanna, umsýsla með afla- heimildir, sala á afla og vinna að nýjum verkefnum tengt útgerðinni. Fjármálastjóri Við leitum að kraftmiklum viðskiptafræðingi eða rekstrartækni- fræðingi til að sjá um fjármála og verkefnastjórn innan fyrirtækisins. Fjármálastjóri vinnur náið með skrifstofufulltrúum og er þeirra yfirmaður. Aðalhlutverk fjármálastjóra verður áætlunargerð og greining nýrra verkefna. Verslunarstjóri Við leitum að áhugasömum aðila til að taka að sér verslunarstjórn yfir þremur verslunum í Ísafjarðarbæ. Hlutverk verslunarstjóra er mönnun vakta, innkaup, vörustjórnun, vörueftirlit og þátttaka í að breyta verslunum í takt við nýja tíma. Yfirmatreiðslumeistari Við leitum að metnaðarfullum matreiðslumeistara til að sjá um daglegan rekstur á nokkrum veitingahúsum á norðanverðum Vestfjörðum. Viðkomandi verður yfirmaður matreiðslumanna í hverju veitingahúsi ásamt því að vinna að uppbyggingu nýrra tækifæra í veitingarekstri. Framkvæmdastjóri Hvíldarklettur ehf., hefur stýrt klasaverkefninu Sjávarþorpið Suðureyri ehf., frá upphafi. Nú er svo komið að verkefnið hefur þróast mjög hratt undanfarið og því er komin þörf fyrir að ráða framkvæmdastjóra til að fylgja félaginu eftir og byggja það upp í takt við þær áætlanir sem gerðar hafa verið. Við leitum því að aðila sem er úrræðagóður og sýnir mikið frumkvæði til að takast á við mjög spennandi nýsköpunar og þróunarstarf. Megin verkefni framkvæmdastjórans er rekstur klasans, fjölgun samstarfsaðila og stóraukin sókn á sölu þjónustu og framleiðsluafurða aðila klasans. Þjónustufulltrúar Við leitum að hressu fólki eldri en 25 ára á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri til að sjá um móttöku og daglega þjónustu við sjó- stangveiðimenn sem munu gera út fyrrgreindum höfnum í sum- ar. Mikilvægt er að viðkomandi séu liðleg og hjálpsöm, tali góða ensku og jafnvel þýsku. Sumarvinna Við leitum að áhugasömum aðilum til að vinna í sumar við hin ýmsu störf eins og við almenna afgreiðslu í söluskálum, við ræstingar á gististöðum og að þjóna á veitingahúsum. Eitt atvinnusvæði - Störfin eru óháð staðsetningu og búsetu starfsmanna á norðanverðum Vestfjörðum. Allar nánari upp- lýsingar er að finna í síma 456 6666. Elding, félag smábátaeig- enda í Ísafjarðarsýslum hefur sent áskorun til sjávarútvegs- ráðherra þess efnir að þorsk- kvótinn verði nú þegar aukinn um 25 þúsund tonn, í ljósi undanfarinna hlýviðrisára. Í áskorun þeirra segir meðal annars: „Undanfarið hafa bor- ist fréttir hvaðanæva af land- inu, af mok-þorskafla. Í vetur kom mikil þorskganga á Vest- fjarðamið og nú berast fréttir af meiri afla en verið hefur í áraraðir á vertíðarsvæðunum við sunnan- og vestanvert landið. Hefur verið óskað eftir því við Hafró að málin verði skoðuð og athugað hvort ekki geti verið um Grænlands- göngu að ræða, en ekki hefur enn náðst að draga þá út af skrifstofunni til þess. En þó gátu þeir farið í ferð um landið í vetur, til að boða það að skera þurfi niður þorskafla- heimildir, ef ekki eigi illa að fara.“ Þá segir einnig að nú virðist svo komið sem „fiskifræðing- arnir á Hafró hafi misst allt jarð- samband og sama er hversu mikið mokið er af þorski, þá fari þeir sífellt með sömu þuluna um að það þurfi að skera niður þorskaflaheimildir til að ná stofninum upp. Því skorum við á sjávarútvegsráð- herra í ljósi mikils þorskafla og góðæris í hafinu eftir und- angengin hlýviðrisár, að auka þorskkvótann nú þegar um 25 þúsund tonn, til að gera ekki sömu mistökin og gerð voru á árunum 1994-1997 þegar mokþorskafli var við landið en Hafró viðurkenndi það aldrei og tapaði þjóðin millj- örðum á þeim mistökum. End- urtökum ekki sömu mistökin og aukum þorskveiðiheimild- irnar strax um 25 þúsund tonn.“ – eirikur@bb.is Skora á ráðherra að auka þorskkvótann Um 300 manns voru við vígslu nýrrar reiðhallar hesta- mannafélagsins Storms á Söndum í Dýrafirði fyrir páska. Séra Guðrún Edda Gunnars- dóttir, sóknarprestur á Þing- eyri, fór með ávarp og hús- blessun auk þess sem farið var yfir byggingarsögu húss- ins og flutt þakkarávarp til þeirra sem lögðu félaginu lið með vinnu- og fjárframlagi. Ingi Þór Ágústsson, formaður Héraðssambands Vestfirð- inga, kom færandi hendi fyrir hönd HSV og færði félaginu að gjöf hnakk og tvö sett af beislabúnaði. Einar kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, flutti ræðu sem og Magnús Stef- ánsson félagsmálaráðherra sem færði félaginu kveðjur frá landbúnaðarráðherra sem átti ekki heimangengt. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar flutti einnig ávarp og Ragna Magnúsdóttir færði kveðjur fyrir hönd bæjar- stjórnar Bolungarvíkur og af- henti formanni Storms glæsi- legan blómvönd. Þá fluttu Kirkjukór Þing- eyrar flutti lög, línudanshóp- urinn Perlurnar sýndu línu- dans og Karlakórinn Ernir söng fyrir viðstadda. Síðan héldu félagar úr stormi tölt- sýningu. Að því loknu boðið upp á léttar veitingar. Stormsmenn eru afar stoltir af nýju reiðhöllinni sem muni leiða til þess að hestamenn verði meira áberandi í fram- tíðinni segir Sigþór Gunnars- son formaður félagsins. „Fleiri viðburðir verða í boði yfir árið með tilkomu reiðhallarinnar en bara félags- mót á sumrin. Þetta býður upp miklu á fleiri möguleika t.d. til að efla barna- og unglinga- starf, tamningaraðstöðu og þjálfun og margt annað. Við munum þróa áfram hvernig hægt er að nýta höllina fyrir sem flesta, og mun reynslan leiða okkur áfram í því“, segir Sigþór Gunnarsson. Reiðhöllin hefur verið í notkun í um mánaðartíma og hefur fengist mjög góð reynsla af. „Allir eru mjög ánægðir, haldin hafa verið bæði full- orðins og barnanámskeið og reynt verður að hafa nám- skeiðahald fram á vorið. Nú getum við staðið jafnfætis þeim félögum sem hafa inni- húsaðstöðu á landsmótum og betur undirbúnið hestana okk- ar heldur en áður þegar engin aðstaða fyrir hendi á Vest- fjörðum. Það er nýtt fyrir okk- ur að hafa svona glæsilega aðstöðu og við vonum að sem flestir komi til með að reyna nýta sér þetta“, segir Sigþór. Fjölmenni á vígslu nýrrar reiðhallar Karlakórinn Ernis tók lagið fyrir viðstadda.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.