Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Síða 8

Bæjarins besta - 12.04.2007, Síða 8
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 20078 „Við ferðuðumst í gegnum mörg lönd Afríku á leiðinni þangað. Þar sá maður margt og mikið, t.d. stærsta fólk sem ég hafði séð og minnsta fólk sem ég hafði séð. Þetta var mikil upplifun. Það eina sem var ekki skemmtilegt var að þegar ég fór að heiman þá var ég nú ekki stór, rétt tæp 60 kíló, en þegar ég kom heim var ég um 30 kíló. Ég var með matareitrun mest allan tímann.“ Vagnstjórinn blæs til sókn Guðbjartur Jónsson varð þjóðkunnur sem Vagnstjóri á Flateyri en hann stóð fyrir stofnun staðarins. Á hinum víðfræga Vagni stigu þó nokkrir þekktir tónlistarmenn fyrst á stokk hér vestra og má þar nefna tónlistar- mennina stórskemmtilegu KK og Bógómil Font. Guðbjartur hefur komið víða við á starfsævi sinni og var til að mynda framkvæmdastjóri Fiskmarkað- arins á Flateyri um tíma, en nú hefur hann ásamt konu sinni opnað verslun á Ísafirði og verslar með afar vandaðan kristal. Í framtíðinni stefnir hann að því að selja varninginn um allt land. Bæjarins besta spjallaði við Guðbjart um lífið og tilveruna en hann hefur fjölmargar hugmyndir um hvernig bæta megi lífsgæðin á Vestfjörðum. „Vestfirðingar geta gert margt til þess að halda byggð- inni við. Fyrst og fremst þarf að hlúa að mannlífinu því ef maður vill fá ungt fólk til að setjast hér að þá þarf maður að hafa mannlíf. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Fyrir fjöl- skyldu með ung börn er ekkert betra en að setjast að hér fyrir vestan þar sem lífsgæðakapp- hlaupið er ekki svo mikið. Það verður að halda utan um það fólk sem er á staðnum. Þegar menningar- og skemmtanalíf fer að dala finnst fólki eins og það sé ekki mikið um að vera og fer að hugsa sér til hreyf- ings. Sérstaklega unga fólkið, en það er nú oft þannig að þegar krakkarnir fara fylgja foreldrarnir á eftir. Það er mik- ill munur á mannlífinu fyrir tíu árum og núna.“ – Það var mikið um að vera þegar Vagninn var og hét. „Já þá var alltaf mikið um vera. Staðurinn var fullur hjá okkur allar helgar og svið þeirra tónlistarmanna sem komu þar fram var mjög breitt. Þar má nefna KK og Bógómil Font. En þetta eru orðnir rosa- lega breyttir tímar og Flateyri orðinn hálfgerður draugabær miðað við það sem var. Vagn- inn er allur enda gengur ekkert að reka svona stað í dag. Margir fóru eftir snjóflóðið og þar á meðal ég. Ég flutti þá til Reykjavíkur og var að vinna við bókhald og að keyra rútur og hafði mjög gaman af því. Svo kom ég hingað vestur og ætlaði bara að stoppa í sex mánuði en endaði sem framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðarins og var það í fimm ár. Þegar þar var komið var ég búinn að eignast lítinn strák og ég og Lada, móðir hans og kona mín, ákváðum að skoða hvað við gætum gert hér fyrir vestan. Við unnum að því í eitt og hálft ár að koma búðinni Berg- kristall á laggirnar. Við vorum lengi að reyna að finna leið hvernig við gætum mögulega gert þetta því allir sögðu að þetta væri ekki hægt. Það er svo mikil skriffinnska að baki þess að fá vörur fyrir búðina, kristal, postulín, metravöru o.fl. því við reynum að bjóða lægsta verðið með því að skipta beint við framleiðanda. En maður þarf að hafa alla pappíra í lagi. Vörurnar eru margskoðaðar, bæði í flutn- ingabílunum á vegum Rúss- lands og á hafnarbökkunum. Allt í kringum þetta er mjög erfitt, en Lada, sem er há- menntuð og hefur langa reyn- slu af rekstri eigin bygginga- vörufyrirtækis í Rússlandi, fann leið svo við skelltum okkur út í þetta. Við erum að bjóða vöruna á mun lægra verði en þekkist hér á landi og þetta eru afar vandaðar vörur enda skiptum við bara við fyrirtæki sem hafa gott orð á sér. Fyrirtækin eru flest 200-250 ára gömul og margverðlaunuð fyrir gæði. Við höfum ekkert verið að skipta við ný fyrirtæki sem hafa ekkert orð á sér. Enda eru þeir sem hafa verið að kaupa af okkur verið mjög ánægðir. Þeir sjá að þeir eru að fá hágæða efni. Það sem við erum að vinna í núna er aðallega að koma þessum vör- um á sölustaði um allt Ísland. Við stefnum að því að vera með 5-6 staði, á Ísafirði, í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Við skiptum nú þeg- ar við eina búð á Egilsstöðum sem heitir Klassík og vörurnar hafa verið að seljast mjög vel þar. Konan sem rekur búðina þar hefur hrósað kristalnum okkar þar sem hann er svo tær. Hann er alveg eins og kristall á að vera. Svo vorum við að fá einkaleyfi á litaða kristalinn okkar. Við höfum verið að markaðsetja hann en hann þykir ótrúlega fallegur. Við fórum á sýningu í Frank- furt í janúar og skoðuðum þar nokkurn veginn sambærilegar vörur frá öðrum framleiðend- um. Þeir voru að bjóða okkur verðið á glasinu frá verksmiðj- unum sínum á sama verði og við erum að selja í versluninni okkar. Svo við erum í miklu betri málum en ég hélt.“ Miklir kostir við að búa fyrir vestan „Við erum alltaf að velta fyrir okkur hvernig við getum byggt fyrirtækið upp, en við höfum viljað gera það fyrir vestan. Kostirnir við að vera hér er að húsnæðið er ódýrt og maður hefur vinnuafl sem maður getur treyst. Gallinn er sá að flutningakostnaðurinn er rosalegur. Það er orsökin fyrir því hve erfitt er að byggja upp fyrir vestan. Og ekkert gerist þrátt fyrir að menn tali mikið og þá sérstaklega fyrir kosningar. En hér er allt annað til staðar til þess að byggja fyrirtæki. Það eina sem skiptir raunverulega máli er flutning- urinn og andrúmsloftið í kringum það sem verið er að gera. Túristarnir sem hafa komið til okkar trúa varla hversu góð kaup er hægt að gera hér og kaupa til þess að taka með sér heim, en heima- menn hafa verið lengur að taka við sér. Það verður að segjast alveg eins og er að það hefur verið afar rólegt hér á Ísafirði. Margir vita ekki einu sinni um búðina okkar þrátt fyrir að við höfum verið hér síðan í júlí, sem segir manni að menn séu afar heimakærir. Bæjar- stjórinn vissi lengi vel ekki einu sinni af henni. Það er nú svolítið furðulegt þegar helstu menn í bænum vita ekki af því sem er að gerast“, segir Guðbjartur og hlær. „Menn þurfa einnig að sleppa þessum smágunguhætti og fara í sókn. Menn geta unnið hvar sem er með tilkomu internetsins og því þá ekki að vinna hér fyrir vestan í ró og næði. Það er til dæmis ekkert mál að vinna bókhald hér þótt fyrirtækin séu öll í Reykjavík. Menn þurfa bara að koma sér inn í hlutina og nýta sér þennan möguleika. Það eru svo miklir kostir við að búa hér og menn verða að skoða sjálfir hvað þeir geta gert og bera sig eftir því. Það er hægt að gera mjög margt t.d. í þróunar-, þekk- ingar,- og tæknivinnu. Nú til dags eru til samskiptamögu- leikar sem kosta ekki neitt. Maður getur haldið fundi þótt hinir fundargestirnir séu hin- um megin á landinu eða hnett- inum þess vegna. Eins og í okkar rekstri þar sem við þurf- um mikið að hringja til útlanda er vonlaust að nota símann því þá færi maður nú fljótt á hausinn. Maður verður að nota internetið eins mikið og hægt er. Við erum með verslun á netinu en það hefur ekki orðið mikið úr henni þrátt fyrir að vefsíðan hafi farið snemma í loftið. Mest allt sem er inni á síðunni er úr fyrstu sending- unni okkar en það kostar mikla vinnu að uppfæra og halda utan um slíka vefsíðu. Við sjáum til hvað verður.“ Bergkristall um allt land „Við reiknum með að opna staði í Reykjavík og á Akur- eyri á næstu mánuðum. Það er mest spennandi hjá okkur í dag. Við sjáum að það selst mjög vel á Egilsstöðum og einnig á Selfossi. Við stefnum á að eiga sjálf eina búð á Sel- fossi. Það er eitt af mörgu sem við ætlum okkur að gera, þó það sé ekki fremst á fram- kvæmdalistanum.“ – Þannig að það er nógu stór markaður hérlendis fyrir þessar vörur? „Já, það mikið til af kristal og postulíni á Ís- landi. En við fáum, sem fyrr segir, vörurnar á mjög góðu verði og flytjum þær inn án milliliða og það munar mjög mikið um það. Þegar maður er með svona gott verð og veit hvað samkeppnisaðilinn er að bjóða þá hefur maður mikið forskot. Við vitum að enginn annar er að flytja inn litkristalinn, og venjulega kristalinn og postulínið getur enginn annar boðið á jafn góðu verði. Reyndar erum við með kynningarverð hér á Ísa- firði sem mun ekki standa mjög lengi enn. Bara rétt á meðan við erum að koma okk- ur upp og kynna okkur fyrir fólki. Við ætluðum aldrei að eiga neina verslun, í upphafi ætluð- um við aðeins að flytja inn fyrir heildsala. Við vorum bú- in að kasta okkur út í nær hálfrar milljón króna kostnað við að flytja prufur til landsins en svo vildi heildsalinn ekki borga nógu gott verð fyrir þær. Þá sáum við fram á að við gætum alveg gert þetta sjálf. Við vitum að það er vonlaust fyrir hvern sem er að fara inn í Rússland til þess að eiga viðskipti, það eru þvílíkar reglugerðir sem verður að fylgja. Ef maður talar ekki málið og veit ekki nákvæm- lega út á hvað hlutirnir ganga, þá er getur maður gleymt því að viðskiptin gangi upp. En út af öllum þessum reglugerð- um þá eru allar vörur sem flutt- ar eru út miðaðar við Evrópu- staðla. Við vitum því að allar þær vörur sem við erum að fá, standast harðar kröfur Evr- ópubúa. Enda flytjum við ekki inn eitthvert drasl.“ Á ferðalagi um framandi lönd – Guðbjartur hefur ferðast víða um heim og heimsótt mörg framandi lönd. „Fyrsta ferðin mín var til Hawaii eftir samræmdu próf- in. Ég ferðaðist í gegnum Bandaríkin á leið minni þang- að og heillaðist ekki af Banda- ríkjamönnunum. Mér finnst þeir yfirborðskenndir og leið- inlegir. Auðvitað er ekki hægt að segja svo um alla Banda- ríkjamenn en allir sem ég kynntist voru þannig. Síðan kynntist ég Áströlum sem voru að vinna hér fyrir vestan og ég fékk tækifæri til þess að ferðast með þeim um Afríku. Við fórum til Frakk- lands, Portúgals og Spánar og enduðum í Kenýa. Við ferðuð- umst í gegnum mörg lönd Afr- íku á leiðinni þangað. Þar sá maður margt og mikið, t.d. stærsta fólk sem ég hafði séð og minnsta fólk sem ég hafði séð. Þetta var mikil upplifun. Það eina sem var ekki skemm- tilegt var að þegar ég fór að heiman þá var ég nú ekki stór, rétt tæp 60 kíló, en þegar ég kom heim var ég um 30 kíló. Ég var með matareitrun mest allan tímann. Síðan fór ég til Ástralíu og til Lady Elliot-eyjar og kafaði við kóralrifin: það var alveg meiriháttar og eitthvað það flottasta sem ég hef séð á öll- um mínum ferðalögum. Ég fór þrisvar til Ástralíu, í um þrjá mánuði í einu með nokkurra ára millibili. Ég tók eftir því að Ástralarnir urðu sífellt líkari Bandaríkjamönn- um og maður sá muninn á milli heimsókna. Ástralar eru rosalega áhrifagjarnir og voru farnir að herma eftir Kananum í mataræði og öllu. En ég fór líka til Nýja-Sjá- lands og þeir hafa haldið sín- um sérkennum og ekki smitast af Ameríkuvæðingunni. Þeir eru mjög kurteisir og opnir. Svo eyddi ég nokkrum mán- uðum í Indlandi. Ég flaug til Nýju Delhi og tók þar bíla- leigubíl og ók um merkustu svæðin. Þaðan flaug ég til Bangkok sem mér þótti afar subbulegur staður. Ég stopp- aði þar í smátíma en fór síðan niður til Malasíu og endaði loks á Bali. Fyrir utan það hef ég ferðast um alla Evrópu.“ Margar tegundir af ferðamönnum „Ég sá helling á þessum ferðum mínum og við Íslend- ingar megum þakka fyrir það sem við höfum. Ferðamanna- iðnaðurinn á eftir að eflast mun meira hérlendis en hvort við náum honum til Vestfjarða tel ég að sé miklu stærri höf- uðverkur. Ísland er mjög dýrt land og við hugsum ekki nóg um þann fjölda sem vill ferð- ast fyrir lítinn pening. Þetta fólk eyðir samt miklum pen- ingum. Það vill ekki kasta þeim í dýra gistingu heldur nota þá í eitthvað annað. Þann- ig var það þegar ég var að ferðast. Ég gisti frekar á lítt þekktum stöðum heldur en á þessum dýru og flottu. Stund- um voru ekki einu sinni böð eða salerni til staðar en maður svaf bara þarna. Svo eyddi maður miklu meiri pening í það að skoða landið. Það eru til nokkrar tegundir af ferðamönnum og Íslend- ingar þurfa að huga að þeim öllum. Sem dæmi má taka að fólkið sem kemur hingað á skemmtiferðaskipunum skilar naumast peningum til samfé- lagsins, jú auðvitað skila þeir alltaf einhverju en ekkert í lík- ingu við það sem vonast var eftir. Það hefur allt til alls og nennir ekki einu sinni að kaupa litla minjagripi til þess að hafa með sér. En hinir sem eru ekki að eyða miklum pen- ingum í mat og gistingu taka með sér eitthvað til þess að muna eftir ferðinni þegar heim er komið. Þetta er munurinn og ég held að við séum svolítið

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.