Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 10

Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 10
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 200710 STAKKUR SKRIFAR Vatnaskil og „náttúrufasismi“ Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Ákveðin vatnaskil urðu með kosningu um deiliskipulagstillögu í Hafnarfirði 31. mars síðastliðinn. Hún var nýlunda sem allir vissu að snerist um framtíð álversins í Straumsvík. Baráttan var hörð og dýpri pólitískur undirtónn en kosning um venjulegt deiliskipulag. Tvenn sjónarmið tókust á, annars vegar þeirra sem vilja stöðva nýtingu náttúruauðlinda Íslands sem felast í vatnsorku og hitaorku í iðrum jarðar og hins vegar þeirra sem telja að eðlileg notkun náttúrugæða tryggi áfram vöxt og viðgang íbúanna. Að lokum var afar mjótt á munum, 88 atkvæði skildu að þá sem vildu ekki álver og hinna sem töldu hag sínum betur borgið með stækkun þess. Hin undirliggjandi harka skýrist af því að þjóðin er að skiptast í tvær fylk- ingar, annars vegar ákafa liðsmenn náttúrverndar og hins vegar hófsamari fylkingu þeirra sem vilja nýta gæði landsins til að skapa arð fyrir landsmenn sjálfa. Fróðlegur verður dómur sögunnar um átök fylkinganna. Margir virðast halda að sjálfgefið sé að efnahagur Íslendinga sé góður, hagvöxtur eðlilegur hluti nútímalífs ásamt mikilli almennri velmegun. Ekkert er víst í þessum efnum fremur en öðru í þjóðlífinu. Almenn velmeg- un um langt skeið slævir tengsl fólks við lind auðs og fjármagns. Það er eðlilegt. Kjósendur sem komnir eru á fertugsaldur þekkja ekki óðaverðbólgu og atvinnuleysi, eins og ríktu á áttunda og reyndar níunda áratugnum, en sá tíundi einkenndist af stöðugri uppbyggingu, sem meðal annars hafði í för með sér miklar þjóðlífsbreytingar tengdar miklum innflutningi vinnuafls og erlendra ríkisborgara. Annað eins hafði ekki gerst með svipuðum hætti frá því í seinni heimsstyrjöld síðustu aldar. Mörgum er annt um náttúruna, en sérstakir hópar hafa eignað sér málstaðinn og ekkert má við henni hrófla að þeirra mati. Ætli því fólki yrði ekki brugðið ef náttúrvernd yrði af þeirri gráðu að hætt yrði að vinna olíu? Skyldi því bregða ef botvörpuveiðar yrðu bannaðar undir merkjum náttúruverndar? Hvað með virkjun jarðvarmans á Hellisheiði? Það gleymdist að mótmæla henni vegna ákafans við Kárahnjúka. Enda er erfitt að skrúfa fyrir baðvatnið í Reykjavík þótt brennisteinsmengun fylgi. Sú hugsun að útiloka nýtingu auðlinda er galin. Þær ber að sjálfsögðu að nota af skynsemi til að bæta haga íbúa Íslands. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar taldi sig geta verið hlutlausa og vann þó deiliskipulagið sem kosið var um. Er ,,náttúrufasismi” þeirra sem eigna sér einkarétt á náttúrvernd svo harður orðinn að hinir hófsamari, sem kosnir hafa verið til að ráða málum, telja sér vænst að þegja? Á að banna landbúnað næst vegna mengunar af fretum búpenings? Reykingar menga líka. En Seðlabankinn má vera ánægður með stuðninginn við að draga úr þenslu. Jón Bjarnason oddviti Vinstrihreyfingarinnar – Græns framboðs Gengið verður til alþingiskosninga þann 12. maí næstkomandi, og af því tilefni hefur Bæjarins besta að undanförnu rætt við forystumenn stjórnmálaflokkanna í Norð- vesturkjördæmi. Sturla Böðvarsson hjá Sjálfstæðisflokki reið á vaðið fyrir tveimur vikum og svo kom Guðbjartur Hannesson hjá Samfylkingu í síðustu viku. Nú er röðin komin að hinum Vinstri græna Jóni Bjarna- syni, en líkt og greint hefur verið frá áður eru líklega stærstu tíðindin í þeim skoðana- könnunum sem birst hafa undanfarið hin gríðarlega fylgisaukning sem virðist vera að eiga sér stað hjá hans flokki. Bæjarins besta spurði Jón út í nokkur þeirra málefna sem helst brenna á Vestfirðingum. að stöðva einkavæðingaræðið á grunnþjónustu landsmanna. Grunnur atvinnulífsins á Vestfjörðum er sjávarútvegur- inn, fiskveiðar og fiskvinnsla. Nálægðin við fiskimiðin skap- aði þessar byggðir, verðmæti þessarar auðlindar hefur ekki síst orðið til vegna vinnu dugmikilla sjómanna og land- verkafólks. Útgerðarmenn einir fengu úthlutað fiskveiði- réttindum á sínum tíma og hafa því miður getað framselt þau réttindi jafnvel út úr byggðalaginu og það setur ör- yggi íbúanna í algjört uppnám. Tryggja verður sjávarbyggð- unum grunnrétt til hluta afla- heimilda og treysta ákveðinn forgang þeirra að veiðum á grunnslóð og vinnslu fiskjar- ins í landi. Leiðrétta þarf tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Ríkið hefur mergsogið sjávar- byggðirnar. Eitt brýnasta mál- ið er að koma með aukið fjár- magn inn til sveitarfélaganna þannig að þau geti staðið undir samfélagsþjónustunni, nauð- synlegu viðhaldi og fram- kvæmdum sem hvert sveitar- félag verður að geta búið við. Jöfnun flutningskostnaðar er líka brýnt mál og er aðgerð sem jafnar samkeppnisstöðu atvinnulífsins og búsetunnar. Koma þarf á strandsiglingum. Mikilvægt er að styrkja og efla menntun bæði í grunn- menntun heima fyrir, fjar- menntun, símenntun og end- urmenntun. Þetta getur ríkið gert til jöfnunar og stuðnings búsetunni og atvinnulífið nýt- ur góðs af. Ríkisvaldið getur komið að grunnstuðningi til nýsköpunar og þróunarstarfs við ákveðnar atvinnugreinar, en ekki síst þau fyrirtæki sem eru til staðar og geta vaxið. Ég hef flutt tilögu á Alþingi um að ríkið komi með mynd- arlegan grunnstuðning við uppbyggingu náttúru- og menningartengdar ferðaþjón- ustu á Vestfjörðum, en í þeirri grein eru gríðarlegir mögu- leikar til framtíðar. Sérstakt átak þarf að gera í jákvæðri markaðssetningu Vestfjarða til atvinnulífs og búsetu. Ríkið getur eflt sjúkrahúsið, styrkt stöðu þess og komið með auk- ið fjármagn inn í öldrunar- þjónustuna á heimaslóð. Góð samfélagsþjónusta og fjöl- breytt og öflugt atvinnulíf er forsenda búsetunnar.“ – Sérðu fyrir þér breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á næstu árum og hverjar þá? „Sjávarútvegur er einn af grunnatvinnuvegum þjóðar- innar og skilar mestum tekjum í þjóðarbúið, en skiptir jafn- framt meginmáli fyrir atvinnu- líf og búsetu í sjávarbyggð- unum vítt og breytt um landið. Tilhögun og hagkvæmni í þessari atvinnugrein skiptir því alla íbúa landsins máli. Hafa skal ávallt í huga að fisk- veiðiauðlindin er sameign þjóðarinnar. Það er hinsvegar nýtingarrétturinn sem er veitt- ur aðilum og það tímabundið. Kvótakerfið var í upphafi hluti fiskverndaraðgerða en snýst nú nánast eingöngu um fjár- magn og viðskipti. Íbúar sjáv- arbyggðanna hafa staðið ber- skjaldaðir í þeim leik. Það verður að tryggja byggðarlög- unum, íbúunum, ákveðinn hlut í fiskveiðiheimildunum þannig að ekki sé hægt að selja þær eða leigja fyrirvara- laust í burtu. Allar breytingar þurfa langan tíma en sú óvissa sem íbúarnir búa við núna er algjörlega óviðunandi. Að sjálfsögðu þarf að auka hlut vistvænna veiða, rannsóknir á veiðarfærunum og áhrifum þeirra á lífríkið. Þetta þarf að rannsaka til að tryggja betur líffræðilegar forsendur veið- anna og samspil milli ein- stakra stofna. Alveg er aug- ljóst að kvótakerfið sem slíkt hefur ekki stuðlað að upp- byggingu fiskistofnanna í kringum landið, þannig að það þarf einhverjar aðrar aðgerðir til þess að svo megi verða. Stórauka þarf fiskifræðilegar rannsóknir, m.a. hvort ein- stakir nytjastofnar séu stað- bundnari en áður var talið og móta grunn fyrir staðbundna eða svæðisbundna fiskveiði- stjórnun. Efla þarf allar fræði- legar grunnrannsóknir á lífríki og vistfræði sjávar og áhrif veiða og veiðarfæra í sam- vinnu við sjómenn. Miðstöð þessara rannsókna gæti ein- mitt verið á Ísafirði og það ætti að sjálfsögðu að vera verkefni Háskólans á Vest- fjörðum.“ Ísland á að lýsa sig fyrirfram andvígt innrás í Íran – Taldirðu rétt á sínum tíma að Ísland færi á lista hinna staðföstu í Washington, og tæki þátt í Íraksstríðinu – og hefur afstaða þín til stríðsins, og þátttöku Íslands í því, breyst á síðustu misserum? „Stuðningur íslenskra stjórn- valda við innrásina í Írak er einn svartasti blettur á ís- lenskri þjóð frá því landið varð sjálfstætt. Þingmenn Vinstri grænna töluðu einum rómi gegn árásarstríði á Írak og hafa reyndar haldið því máli á lofti. Við höfum krafist þess að for- ystumenn Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, afturkalli nú þegar stuðning sinn við innrásina í Írak, biðji íslensku þjóðina afsökunar á þeim herfilegu mistökum og biðji einnig írösku þjóðina og alþjóðasamfélagið afsökunar að hafa stutt árásarstríðið í Írak. Nú undirbúa Bandaríkin innrás í Íran. Ísland á að lýsa sig fyrirfram andvígt slíkum áformum.“ Nám í heimabyggð til 18 ára aldurs – Hvernig sérðu fyrir þér uppbyggingu menntamála í fjórðunginum á næstu árum – með sérstakri áherslu á há- skólauppbyggingu á Ísafirði og framhaldsskólauppbygg- ingu á suðurfjörðunum? „Ég hef ítrekað flutt tillögur um sjálfstæðan Háskóla á Ísa- firði. Sérsvið hans ættu að vera rannsóknir á lífríkinu í Norð- urhöfum, hinum ýmsum þátt- um sem tengjast fiskveiðum og veiðarfærum, rannsóknir sem tengjast fjölbreyttu lífríki Vestfjarða, Hornstranda o.s. frv. Háskóli Vestfjarða á ein- mitt að stunda rannsóknir sem lúta að þróun atvinnulífs sem byggir einmitt á þessum auð- lindum sem liggja annað hvort fyrir ströndum Vestfjarða eða í landinu og náttúrunni sjálfri. Efling iðnnáms, tæknináms og verknáms er líka forgangs- mál á Vestfjörðum. Styrkja þarf stöðu grunnskólanna í Allir eiga jafnan rétt til félagslegrar grunnþjónustu – Hvernig telur þú að ríkis- valdið geti komið að því að efla atvinnulíf á Vestfjörðum? „Hugarfar stjórnvalda þarf að breytast og samkeppnis- stöðu atvinnulífs og búsetu að verður að jafna. Þó ólík séum erum við ein þjóð í þessu landi og eigum jafnan rétt til félagslegrar grunnþjónustu hvar sem við búum. Stefna núverandi stjórnvalda í at- vinnumálum hefur verið Vest- firðingum mjög andstæð. Einkavæðing almannaþjón- ustu eins og Símans hefur leik- ið Vestfirðinga grátt. Með harðfylgi Vinstri grænna á Al- þingi tóks að koma í veg fyrir áform ríkisstjórnarinnar um algjöra einkavæðingu á starf- stöðvum Vegagerðinnar. Þingmenn VG stöðvuðu í bili áform um að setja Orkubú Vestfjarða upp í stóriðjuskuld- ir Landsvirkjunar. Það verður Glímumenn í víking til Spánar Glímudeild Harðar á Ísafirði hefur óskað eftir styrk vegna ferðar glímumanna frá Ísafirði til Leon á Spáni, þar sem þeir hyggjast heim- sækja glímufélagið Loopi. Í bréfi sem Hermann Níelsson, formaður félagsins og þjálfari glímumanna, skrifar bæjaryfirvöldum í Ísafjarð- arbæ, segir meðal annars: „Íslenska glíman er þjóðararfur okkar Íslendinga, menning sem Íslendingar hafa viðhaft frá upphafi byggðar í landinu, hún flokkast því bæði sem íþrótt og menningarstarfsemi. Áhugi á íþróttinni fer mjög vaxandi meðal yngri sem eldri íbúa á norðanverðum Vestfjörðum eftir að iðkun glímunnar hófst að nýju eftir áratuga hlé. Glímumenn frá Ísafirði hafa þegar gert garðinn frægan með góðum árangri í glímu bæði í eldri og yngri aldursflokkum. Í því sambandi má nefna glæsilegt Meistaramót Íslands í glímu sem fram fór á Ísafirði nýlega og frækna för yngri glímukrakka frá Ísafirði á Grunnskólamót og Meistaramót yngri flokka í Reykjavík.“

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.