Bæjarins besta - 12.04.2007, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 11
minni samfélögum. Þeir eru
lífæð allra byggðarlaga og
hafa verður í huga að þótt
sveitarfélög séu sameinuð
stjórnsýslulega þá eru samfé-
lögin sem slík óbreytt. Standa
þarf vörð um grunnskólana í
hinum ýmsu byggðarlögum,
hvort sem er á Suðureyri,
Þingeyri, Flateyri, Súðavík
eða á Barðaströndinni. VG
leggur áherslu á nám í heima-
byggð til 18 ára aldurs. Við
leggjum áherslu á eflingu
Menntaskólans á Ísafirði. Við
leggjum áherslu á eflingu fjar-
náms á sem flestum sviðum
og að ríkið eigi að koma mun
myndarlegar inn í það að
styðja við það nám. Fram-
haldsskóli á sunnanverðum
Vestfjörðum er eitt brýnasta
mál á því svæði. Miklar vænt-
ingar eru bundnar við það til-
raunastarf sem þar er nú að
hefjast um að koma þar upp
námi á tveimur fyrstu árum
framhaldsskóla, sem staðsett
yrði á Patreksfirði. Getur þar
ráðið úrslitum að ríkið komi
með myndarlegum hætti að
því að styðja það verkefni fjár-
hagslega. Ef litið er til Hólma-
víkur og þess svæðis þá tel ég
mikilvægt að huga að því að
þar geti samfélagið – bæði
ungt fólk og samfélagið í heild
– stundað skilgreint fram-
haldsskólanám, þá í samstarfi
við framhaldsskóla en það
getur verið byggt upp þar.
Fjölbreytt námsframboð í
heimabyggð hvort heldur
staðbundið eða í fjarnámi
skiptir miklu máli fyrir samfé-
lagið.“
Veruleg hækkun
persónuafsláttar og
laun án skerðinga
– Hvernig viltu stefna að
bættum kjörum öryrkja og
aldraðra og annarra sem minna
hafa í samfélaginu, á komandi
árum – ef þú þá vilt það yfir
höfuð?
„Stjórnarandstaðan, Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð,
Samfylkingin og Frjálslyndi
flokkurinn, lögðu fram í upp-
hafi síðastliðins þings sam-
eiginlega þingsályktunartil-
lögu um grundvallarúrbætur í
lífeyristryggingakerfinu ein-
mitt hvað laut að kjörum ör-
yrkja og aldraðra. Bætt kjör
og bætt staða þessa fólks er
eitt brýnasta velferðarmál sem
okkur ber skylda til að leysa
úr. Í þessum tillögum leggjum
við til að tekjutrygging aldr-
aðra verði hækkuð, einnig að
dregið verði úr skerðingar-
áhrifum tekna. Við leggjum
til að frítekjur vegna atvinnu-
tekna lífeyrisþega verði a.m.k.
75.000 kr. á mánuði og skerði
ekki tekjutrygginguna þannig
að lífeyrisþegar fái frekar
hvatningu til að vera áfram á
vinnumarkaðnum og sé ekki
refsað með skerðingum og
sköttum. Slíkt hvetur til þátt-
töku á vinnumarkaðnum svo
lengi sem fólk óskar þess.
Þetta er brýnt hagsmunamál
bæði fyrir einstaklingana sem
eiga í hlut og einnig samfé-
lagið. Hækka þarf persónuaf-
sláttinn verulega. Hann hefur
hvorki fylgt verðlagsvísitölu
né launavísitölu. Ellilífeyris-
þegar og öryrkjar eiga að njóta
fyllilega sambærilegra kjara
við aðra og getað lifað með
fullri reisn til æviloka hvað
tekjur og kjör varðar. Einnig
þarf að efla endurhæfingu,
þjálfun, heimahjúkrun og
öldrunarþjónustu í heima-
byggð.“
„Bættar samgöng-
ur eru algjört for-
gangsmál byggðanna
á Vestfjörðum“
– Hver eru forgangsatriði í
samgöngumálum á Vestfjörð-
um, að þínu mati?
„Bættar samgöngur er eitt
brýnasta mál Vestfirðinga.
Þeir hafa orðið mjög afskiptir
í uppbyggingu samgöngu-
mannvirkja, sérstaklega vega.
Þær áætlanir og fyrirheit sem
gefin hafa verið á undanförn-
um árum hafa mörg hver verið
svikin. Nú síðast í sumar voru
nýframkvæmdir á Vestfjörð-
um frystar um tíma vegna
þenslu annars staðar á landinu.
Framlög til vegamála hafa
verið skorin niður um millj-
arða síðastliðin ár miðað við
gildandi vegaáætlun til að
mæta stóriðjuþenslunni í fjar-
lægum landshlutum.
Strandsiglingar eru for-
gangsmál í samgöngumálum
með áætlun a.m.k. tvisvar í
viku á aðalhafnir Vestfjarða
og þar verði einnig vörur toll-
afgreiddar.
Stórátak verður að gera í
jarðgangagerð. Íbúar Vest-
fjarða minnast frumkvæðis og
áræðis í ráðaherratíð Stein-
gríms J. Sigfússonar. Jarð-
göngin milli Ísafjarðar, Flat-
eyrar og Suðureyrar sýndu
hvað hægt er að gera ef vilji
og dugur stjórnvalda er til
staðar.
Treysta þarf samgöngur á
milli aðliggjandi þéttbýlis-
staða á svæðinu. Jarðgöngum
um Óshlíð verði flýtt sem
nokkur kostur er og í beinu
framhaldi þarf að huga að jarð-
göngum milli Ísafjarðar og
Súðavíkur og milli Arnar-
fjarðar og Dýrafjarðar og
heilsársveg innan fjórðungs-
ins. Flýta þarf framkvæmdum
á láglendisvegi með bundnu
slitlagi milli Suðurfjarða og
Bjarkarlunds. Ljúka þarf vegi
með bundnu slitlagi til Ísa-
fjarðar og gera átak í veginum
norður strandir til Hólmavík-
ur, Drangsnes og norður í Ár-
neshrepp, það er sorglegt hve
sá vegur hefur verið afskiptur.
Auka þarf mokstur og þjón-
ustu á vegunum. Vegurinn um
Arnkötludal verður mikil
samgöngubót.
Safn og tengivegir sem
liggja inn til dalanna og út
með ströndunum hafa verið
afskiptir. Gera þarf stórátak í
endurbótum þessara vega..
Þeir tengja saman fámennari
byggðir við aðalvegi fjórð-
ungsins og eru nánast allir í
afar döpru ástandi. Af mörgu
er að taka en brýnt að hefja nú
þegar raunverulegt átak í sam-
göngumálum Vestfirðinga.
Bættar samgöngur eru algjört
forgangsmál byggðanna á
Vestfjörðum.“
– eirikur@bb.is
Ertu orðin(n)
áskrifandi?
Síminn er
456 4560
Sandra Bullock til Vestfjarða
Bandaríska leikkonan Sandra Bullock er væntanleg til Vest-
fjarða í lok árs til þess að vera við tökur á kvikmyndinni Ag-
enda 1 þar sem hún fer með aðalhlutverkið. Að því er fram í
Fréttablaðinu staðfestir Kristján Grétarsson, framkvæmdastjóri
Saga Film þetta. Kristján segir framleiðendur og leikstjóra mynd-
arinnar hafa komið í skoðunarferð og litist afar vel á Vestfirði.
Kvikmyndin verður að stærstum hluta tekin hérlendis.
Sólstafir opna heimasíðu
Ný heimasíða Sólstafa Vestfjarða, systrasamtaka Stígamóta hér vestra, var formlega
opnuð í húsakynnum tölvuþjónustunnar Snerpu á Ísafirði í síðustu viku. Forystukonur
Sólstafa hafa unnið að gerð síðunnar undanfarnar vikur í samstarfi við Snerpu, en fyrir-
tækið gefur alla vinnu við síðuna. Inni á síðunni má finna fréttir af starfinu, greinar, upp-
lýsingar um Sólstafi, fjölmarga tengla inn á hjálplegar síður o.fl. Í tilkynningu frá Sólstöf-
um kemur fram að allar ábendingar um efni sem gæti átt heima á síðunni eru vel þegnar.
Þá vilja Sólstafakonur þakka Snerpu auðsýnda velvild og sérstaklega Ágústi Atlasyni.