Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Síða 12

Bæjarins besta - 12.04.2007, Síða 12
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 200712 Rífandi stemmning á Aldrei fór ég suður Rokkhátíð alþýðunnar, Al- drei fór ég suður, var haldin í fjórða sinn á Ísafirði um síð- ustu helgi. Hátíðin hefur stækkað með hverju árinu og í ár þurfti að taka tvo daga undir herlegheitin, en 37 hljóm- sveitir stigu á stokk í gömlu Ríkisskipa skemmunni við Ásgeirsbakka. Það var vest- firska hljómsveitin Kristina Logos sem hóf leikinn kl. 19 á föstudag en meðal atriða það kvöld voru Pétur Ben, Bógo- mil Font og Flís, Mínus, Blonde Redhead og Söku- dólgarnir, en með Sökudólg- unum spilar Ísfirðingurinn Skúli Þórðarson. Á laugardeginum voru það þeir Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, oft kenndir við Botnleðju, sem stigu fyrstir á svið með hljóm- sveit sinni, Pollapönki. Í kjöl- farið fylgdu svo atriði frá sveitum eins og Jan Mayen, Sprengjuhöllinni, Ælu og Esju, auk þess sem hinn ævi- ráðni Siggi Björns spilaði að sjálfsögðu. Atriði Lúðrasveit- ar Tónlistarskólans og Apollo vakti mikla athygli, en sveit- irnar tóku m.a. We will rock you, sem hljómsveitin Queen gerði frægt á sínum tíma. Talið er að flestir hafi verið í húsinu um það leyti sem Lay Low, Ampop og Reykjavík! spiluðu. Næst síðasta atriðið á svið var önfirski karlakórinn Fjallabræður sem vakti storm- andi lukku. Það var þunga- rokkssveitin goðsagnakennda, Ham, sem var síðasta atriði hátíðarinnar, en hún spilaði þegar klukkan var um 2 eftir miðnætti. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Hálfdán Bjarki Hálf- dánsson, er að vonum ánægð- ur, enda fór hátíðin einstak- lega vel fram. Skipuleggj- endur hátíðarinnar, gæsla og lögregla voru með gott eftirlit á hátíðinni auk þess sem fíkni- efnaleitarhundurinn Tíri og umsjónarmaður hans, frá lög- reglunni í Borgarnesi, voru lögreglumönnum á Vestfjörð- um til aðstoðar við eftirlitið á hátíðinni. Ljósmyndarar blaðsins voru að sjálfsögðu á hátíðinni og tóku þar meðfylgjandi mynd- ir. Fleiri myndir munu birtast á svipmyndum á bb.is innan tíðar. – tinna@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.