Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 14
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 200714
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Blogg Helgu Völu Helgadóttur
www.helgavala.blog.is/blog/helgavala/
Smáauglýsingar
Åshild Höva Sporsheim er
einn af skíðaþjálfurum Skíða-
félags Ísafjarðar. Hún kemur
frá bænum Dombås í Noregi
en hefur undanfarin ár búið í
Lillehammer þar sem hún hef-
ur verið við nám og störf. Ås-
hild er 26 ára gömul, elst
þriggja systra. Þessi glaðlega,
freknótta stúlka vakti athygli
blaðamanns BB, ekki síst
vegna þess að hún hefur náð
mjög góðum tökum á íslensku
þrátt fyrir stutta dvöl hér á
landi. Það lá því beint við að
forvitnast aðeins um hagi
hennar og veru hér á Vest-
fjörðum.
–Hvernig kom það til að þú
ákvaðst að flytja til Íslands?
„Ég sá auglýsta stöðu skíða-
þjálfara hér á Ísafirði og mig
langaði til að prufa eitthvað
nýtt þannig að ég ákvað bara
að skella mér. Ég kom til Ís-
lands í fyrrahaust en ég var
búin að hugsa um það í ein-
hvern tíma að flytja til útlanda.
Ég bý inni í Múlalandi, í íbúð
sem Skíðafélag Ísafjarðar út-
vegaði mér, og vinn við
gönguskíðaþjálfun. Ég þjálfa
aðallega börn níu ára og eldri,
en einnig unglinga allt yfir
tvítugt. Krakkarnir hér eru
mjög duglegir og nokkrir afar
efnilegir. Mér finnst samt mik-
ilvægast að þeir sýni bættan
árangur og það hafa þeir gert í
vetur.“
–Hvernig líkar þér dvölin?
„Mér finnst rosalega gaman
að vera hér á Íslandi og á
Ísafirði. Mér finnst náttúran
hér óskaplega falleg. Það er
alltaf gaman að kynnast nýj-
um löndum, en það kom mér
á óvart að munurinn á Íslandi
og Noregi er furðu mikill.“
–Í hverju felst sá munur að-
allega?
„Það var tekið ótrúlega vel
á móti mér þegar ég kom hing-
að fyrst. Fólkið hér á Ísafirði
er mjög opið og almennilegt.
Í Noregi finnst mér fólk vera
mun lokaðra og ég ímynda
mér að erfiðara sé að koma
inn í lítil samfélög þar en var
fyrir mig að koma hingað. For-
eldrar mínir komu í heimsókn
hingað í vetur og þau tóku
einnig eftir þessu. Allir bjóða
mann velkominn og eru alltaf
tilbúnir að hjálpa manni. Ég
kann því vel við mig á Ísa-
firði.“
–Nú er skíðaganga mjög
vinsæl íþrótt í Noregi. Eru allir
í fjölskyldunni þinni á göngu-
skíðum?
„Systur mínar æfðu skíða-
göngu en eru hættar því núna.
Eins og þú segir er íþróttin
mjög vinsæl í Noregi og þó
að það æfi ekki allir skíða-
göngu stunda hana mjög
margir sér til gamans og
heilsubótar. Ég var átta ára
þegar ég fór fyrst á gönguskíði
og fór þá með mömmu minni,
bara til að prufa og skemmta
mér. Ég byrjaði ekki að æfa
að neinu ráði fyrr en ég var
ellefu ára. Ég æfði svo fram á
unglingsár en er hætt því núna
og hef snúið mér að þjálfun.
Þegar ég var yngri æfði ég
einnig frjálsar íþróttir og fót-
bolta. Þá æfði ég nokkuð sem
kallast á norsku allidrett, en
þar eru hinar ýmsu íþrótta-
greinar æfðar í bland, bæði
þessar hefðbundnu, fótbolti,
körfubolti og handbolti og svo
aðrar óhefðbundnari. Þetta er
mjög sniðugt fyrirkomulag,
maður kynnist fleiri íþrótta-
greinum á skemmri tíma.“
–Hefur þú eitthvað stundað
skóla meðfram gönguskíðun-
um?
„Ég var á íþróttanámsbraut
í eitt ár og er búin með fjögur
ár í hagfræði. Ég ætla mér svo
að taka masterspróf í íþrótta-
stjórnun, en það er tveggja
ára nám, þar sem maður lærir
m.a. um pólitík í íþróttum,
t.d. í Noregi og í Evrópu. Ég
byrja í því námi í haust.“
–Hvað verður þú þá lengi á
Íslandi?
„Ég fer heim til Noregs 1.
maí. Ég missi því miður af
sumrinu hér en mér er sagt að
sumrin á Ísafirði séu mjög
skemmtileg. Þegar ég kom í
fyrra var sumarið eiginlega
búið þannig að ég verð bara
að koma í heimsókn einhvern-
tímann síðar og upplifa sumar-
stemmningu á Ísafirði. Ég
verð hinsvegar hérna um pásk-
ana og hlakka mikið til. Ég
ætla auðvitað á Aldrei fór ég
suður. Ég þekki reyndar fæstar
hljómsveitanna sem eru að
fara að spila en mér er sagt að
það sé mikið stuð á hátíðinni.“
Aðspurð um önnur áhuga-
mál en gönguskíðin segist
Åshild aðallega einbeita sér
að íþróttum, þó að henni finn-
ist líka gaman að horfa á góðar
kvikmyndir. Flestir vinir
hennar í Noregi stunda skíða-
göngu, en þó bregði þau sér
stundum á svigskíði. Um 15
km fyrir utan Lillehammer er
skíðasvæðið í Hafjell, en þar
eru 13 lyftur og 29 brautir, sú
lengsta um 7000 metra löng,
það liggur því beint við að
fara þangað. Åshild hefur
einnig mikinn áhuga á Tele-
mark aðferðinni, en það er
skíðastíll sem kenndur er við
norska fylkið Telemark, en til
fylkisins má í raun rekja upp-
haf skíðaíþróttarinnar. Í Tele-
mark stílnum eru skíðakloss-
arnir lausir í hælinn, eins og á
gönguskíðum og hnén eru
beygð á víxl þegar farið er
niður brekkuna.
„Ég hef farið nokkrum sinn-
um á Telemark skíði hér á
Ísafirði, en geri ráð fyrir að
fara oftar um páskana, þegar
kærastinn minn kemur í heim-
sókn. Ég hef lítið hætt mér
útfyrir troðnar brautir, enda
víða verið snjóflóðahætta í
vetur og ég ekki vel kunnug
staðháttum. Ég vona þó að
mér gefist einhver tækifæri til
þess áður en snjórinn hverfur.“
–Nú hefur verið þokkalega
mikill snjór hér í vetur og
gönguskíðafæri verið með
ágætum. Hvernig finnst þér
skíðasvæði Ísfirðinga?
„Skíðasvæðin hér eru mjög
góð en dálítið ólík þeim sem
ég á að venjast. Það á sérstak-
lega við um göngubrautina,
en mér finnst hún heldur stutt,
og þá sérstaklega kaflinn sem
er upplýstur. Í Lillehammer
eru upplýstar brautir um 200
km að lengd og maður getur
því gengið og gengið allan
veturinn án þess að vera alltaf
á sama staðnum. Ég get
ímyndað mér að það sé leiðin-
gjarnt að ganga alltaf sömu
brautina, sérstaklega ef maður
fer einu sinni til tvisvar á dag
á gönguskíði. Aðstæður hér
leyfa þó kannski ekki að stærri
brautir verði gerðar á þessum
stað. Þegar veðrið er gott er
samt einstaklega gaman að
skíða uppi á Seljalandsdal.“
Það er nóg að gera hjá Ås-
hild, en framundan eru stór
mót eins og Andrésar Andar
leikarnir á Akureyri, en þang-
að fara árlega um 50 börn frá
Skíðafélagi Ísafjarðar. Einnig
ætlar hún að taka þátt í Fossa-
vatnsgöngunni og því ljóst að
tíminn sem hún á eftir á Ísa-
firði verður ekki vannýttur.
Skellti sér
til Íslands
Spurning vikunnar
Sækir þú kirkju
um páskana?
Alls svöruðu 507.
Já sögðu 95 eða 19%
Nei sögðu 349 eða 69%
Óvíst sögðu 63 eða 13%
Til sölu er Subaru Legacy árg.
96, ekinn 172 þús. km. Verð kr.
350 þús. Uppl. í síma 898 8646.
Til sölu er eignarhlutur í Blóma-
turninum á Ísafirði. Um er að
ræða 16,67% hlut. Uppl. gefur
Jónína í síma 456 5199.
Svört Toy Machine úlpa með
appelsínugulu fóðri og loðkraga
tapaðist aðfaranótt laugardags.
Vinsamlegast hafið samband í
síma 893 2234.
Hefur þú nokkuð séð Babyfone
hlustunartækið okkar? Vinsam-
legast hafið samband í síma
864 1377 ef svo er.
Konica Minolta ljósmælir tap-
aðist á Ísafirði um páskana.
Finnandi vinsamlegast hafið
samband við Sigurð í síma 899
0716.
Íþrótta- og ungmennafélagið
Vestri boðar til stofnfundar á
Hótel Ísafirði 28. apríl nk. kl. 16.
Á dagskrá er samþykkt laga fé-
lagsins, kjör stjórnar og önnur
aðalfundarstörf. Sameiningar-
nefnd G4.
Arna Lára Jónsdóttir, bæj-
arfulltrúi Í-lista, lagði fram
tvær skriflegar fyrirspurnir á
fundi bæjarráðs, sem báðar
tengjast tillögum bæjarráðs
um 9% niðurgreiðslu á heit-
um máltíðum frá SKG-veit-
ingum í mötuneytum Grunn-
skólans á Ísafirði og Hlífar frá
og með 1. apríl sl.
Niðurgreiðslutillagan kom
til í kjölfar virðisaukaskatts-
lækkunarinnar í byrjun síðasta
mánaðar, og umræðu um það
hvort SKG-veitingar ættu að
lækka verðið hjá sér, eða hvort
bíða ætti með endurskoðun
samnings fram til 1. ágúst og
miða þá við neysluvísitölu.
Arna Lára spyr annars hversu
mikið er gert ráð fyrir að
lækkunin komi til með að
kosta bæjarsjóð á ári, og hins
vegar hverjar forsendurnar á
bak við 9% lækkun séu.
Sigurður Pétursson, sam-
flokksmaður Örnu Láru, lét
bóka á síðasta fundi bæjarráðs
á undan þessum að „SKG-
veitingar ehf. ættu að sjá sóma
sinn í að skila til viðskiptavina
sinna þeirri lækkun á virðis-
aukaskatti matvæla, sem í hlut
fyrirtækisins hefur komið“,
líkt og segir í bókuninni.
Spyr um
kostnað
Jæja... þá eru tónleikarnir frá. Skriðurnar stóðu sig með prýði þó ég segi sjálf frá. Mér fannst þetta
auðvitað óstjórnlega gaman enda með sýniþörf á háu stigi. Eins og áður sagði hef ég áhyggjur af
því að það fari eins fyrir mér eins og Magna. Ég er nefnilega ekki viss um að ég höndli alla þessa
frægð á svona stuttum tíma. Ég kom í fyrsta sinn við bassa um áramótin og í kvöld var ég að leika
á þennan sama bassa á tónleikum fyrir þúsundir á Aldrei fór ég suður. Áður en ég fór á sviðið, til
að leika á tónleikum í fyrsta sinn á ævi minni, var ég beðin um að gefa eiginhandaráritun.