Bæjarins besta - 12.04.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 15
Sælkeri vikunnar er Kristín Sigurðardóttir á Ísafirði
Mexíkó súpa og kókos
Sælkeri vikunnar að þessu
sinni býður upp á upp á bragð-
sterka og ljúffenga Mexíkó
súpu sem svíkur engan sem
hefur dálæti á suður-amerísk-
um mat. Kristín segir að gott
sé að bera súpuna fram með
nýbökuðu brauði. Uppskriftin
er miðuð við 6-8 manns. Í
eftirrétt er syndsamlega góð
kókosbollubomba sem bráðn-
ar uppi í munni.
Mexíkó súpa
3-5 laukar
2-3 hvítlauksrif
1 rauður chilipipar (má
sleppa)
5 dl kjúklingasoð
5 dl kjötsoð (teningur og
vatn)
1 tsk koríander eða cumin
1 tsk chilikrydd
2 tsk worchester sósa
4 dósir niðurskornir tómatar
4-6 kjúklingabringur
Mariachi hot sauce eftir
smekk
Steikið lauk og hvítlauk þar
til þeir eru orðnir gullinbrúnir
og bætið svo restinni af hrá-
efnunum fyrir utan kjúkling-
inn. Látið súpuna malla í svo-
lítinn tíma og steikið síðan
kjúklinginn á pönnu og bætið
við rétt áður en súpan er borin
fram. Berið fram með sýrðum,
nachos flögum, rifum osti og
ef til vill guacamole. Best er
að setja allt saman út í súpu-
diskinn þegar maður ber hana
fram.
Kókosbollubomba
4-6 kókosbollur
Marengsbotn
Rjómi
Um 3 marsstykki
Kúlusúkk
Jarðarber
Stappið bollurnar í botninn
á formi og myljið marengsinn
yfir. Þeytið rjómann. Skerið
marsið í bita og kúlusúkkið í
tvennt og blandið saman við
rjómann. Setjið svo rjóma-
blönduna yfir marengsinn og
skerið jarðarberin í tvennt og
stráið yfir. Hægt er að nota
alla ávexti. Gott er að kæla í
nokkra klukkutíma áður en
borið er fram.
Ég skora á Kristínu Jónínu
Kolmarsdóttur á Ísafirði til
þess að koma með uppskrift í
næsta blaði.
Subaru Legacy
Til sölu er Subaru Legacy árg. 1998, ek-
inn 149 þús. km., 4x4. Bíll í toppstandi.
Stendur á bílasölunni hjá Hafsteini Vilhjálms-
syni.
Upplýsingar í síma 847 8531 eða hjá
Hafsteini Vilhjálmssyni.
Jóakim byrjaði snemma að kunna við sig í bakaríinu.
um ættum sem var reyndar
Dani en hún talaði íslensku.
Ég var eini Íslendingurinn.“
– Svo ertu á samningi í
Gamla bakaríinu?
„Já ég er að klára hann.“
– Hvað tekur svo við á eftir
því, á að halda áfram í fjöl-
skyldufyrirtækinu?
„Já ég býst við því, maður
þekkir ekkert annað. Ég byrj-
aði 14 ára að vinna í bakaríinu
og fannst þetta fínn tími til að
vinna á. Ég var þá að vinna frá
kl. 5 til 10. Nú er ég að vinna
nú frá 4-12 og laugardaga frá
kl. 2-10. Það er ágætt á meðan
maður er ekki kominn með
fjölskyldu.“
– Er ekkert erfitt að vakna
um miðja nótt til þess að fara
til vinnu?
„Jú það getur verið það ef
maður fer seint að sofa, en
maður venst því. Ég hef aldrei
þurft mikinn svefn. Ég sef
svona fjóra tíma á nóttunni og
legg mig í um klukkutíma
þegar ég kem heim. Ef ég
myndi byrja í annarri vinnu
myndi mér finnast mjög erfitt
að vakna á morgnana, þar sem
ég er vanur þessu. Nú hef ég
líka allan daginn fyrir mig.“
– Hvernig er típískur dagur
hjá þér í vinnunni?
„Ég mæti kl. 4 en hinir byrja
að undirbúa daginn kl. 3. Ég
byrja á því að baka kringlur
og pylsubrauð og svo snúða.
Síðan fer maður bara í það
sem þarf að gera.“
Jóakim Árnason útskrifast
sem bakari í sumar en hann
verður sá fyrsti til þess að út-
skrifast úr því námi á Ísafirði í
áratugi. Hann er sonur Árna
Aðalbjörnssonar og Rósu Þor-
steinsdóttur en eins og kunn-
ugt er rekur fjölskylda þeirra
Gamla bakaríið sem svo sann-
arlega ber nafn með rentu enda
hefur það verið starfrækt allt
frá árinu 1871.
– Hvað er bakaranámið
langt?
„Þrjú ár og sjö mánuðir og
það er að mestu leiti verklegt.
Ég fór með reglulegu millibili
til Danmerkur á þessum tíma.
Ég útskrifast svo í sumar þegar
ég klára samninginn.“
– Hvað kom til að þú fórst
til Danmerkur í nám?
„Ég nennti ekki að fara til
Reykjavíkur því mér finnst
svo leiðinlegt þar. Þetta er líka
fínn skóli í Danmörku, þar gat
ég verið á heimavist hinu meg-
in við götuna frá skólanum,
en hefði ég farið til Reykja-
víkur hefði ég þurft að leigja
húsnæði. “
– Þurftirðu ekki að vera
sleipur í dönskunni til að fara
utan í nám?
„Ég segi það nú ekki að ég
sé sleipur í henni, þetta var
svolítið erfitt fyrst en það kom.
Ég talaði ensku fyrsta árið.“
– Voru margir Íslendingar í
skólanum?
„Ekki þegar ég var, þá var
bara ein kona þarna af íslensk-
– Er eitthvað sem þér finnst
skemmtilegast eða þá leiðin-
legast að baka?
„Nei mér finnst allt jafn
skemmtilegt, ef manni fyndist
þetta leiðinlegt þá væri maður
ekkert í þessu.“
– Þetta er í fyrsta skipti í
langan tíma sem einhver út-
skrifast sem bakari á Ísafirði
ekki satt?
„Jú, í að ég held um það bil
30 ár. Reyndar var einn í
Bolungarvík en hann býr nú á
Neskaupsstað. Ég vona bara
að einhverjir aðrir læri þetta
líka því þegar hinir hætta þá
mun vanta fólk. Það er líka
fínt að hafa duglega menn í
kringum sig sem eru tilbúnir
að vakna kl. 3.“
– Heldurðu að þú munir
taka við fjölskyldufyrirtækinu
einhvern daginn?
„Já ég hugsa það, ég vona
þá bara að maður hafi góðan
mannskap sem eru tilbúnir að
vakna á þessum tímum.“
– Hvað með áhugamál?
„Ég hef mikinn áhuga á bíl-
um og finnst gaman að eiga
bíla og láta gera þá upp. Ég
samt bara einn núna. Svo hef
ég gaman af tölvum líka.“
– Nú vinnur systir þín, Bríet
Rut, líka í fyrirtækinu, hefur
hún í hyggju líka að vera áfram
þar?
„Nei, það held ég ekki. Hún
er að fara til Kanada í nám.
Hún hefur áhuga á að læra um
kvikmyndir,“ segir Jóakim
Árnason sem lærir að verða
bakari og fetar þar með í fót-
spor föðurs síns.
– thelma@bb.is
Nýr bakari í fjölskyldufyrirtækinu
Bæjarstjórn samþykkir F&S hópferðabíla
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur staðfest afgreiðslu bæjarráðs á erindi Ferðaþjónustu Margrétar
og Guðna ehf. (FMG) þar sem óskað var eftir samþykki Ísafjarðarbæjar á að F&S Hópferðabílar
taki yfir samning Ísafjarðarbæjar og FMG ehf., um akstur almenningsvagna samkvæmt leið 1 og
leið 2 á Ísafirði. Málið hafði áður verið afgreitt úr bæjarráði sem trúnaðarmál. Eins og sagt hefur
verið frá hyggjast F&S Hópferðabílar á Þingeyri festa kaup á strætisvögnum Ísafjarðar af FMG.
Kaupin munu ekki gengin í gegn eða undirrituð, en beðið hefur verið eftir afgreiðslu bæjaryfir-
valda vegna málsins, en nú er væntanlega fátt því til fyrirstöðu að gengið verði frá málinu.
Horfur á föstudag: Vaxandi suðaustanátt með vætu, 10-
15 m/s og talsverð rigning síðdegis. Milt í veðri, en
fremur svalt fyrir norðan fyrir hádegi. Horfur á laugar-
dag: Suðvestanátt og skúrir, en bjartviðri norðaustantil.
Áfram milt í veðri. Horfur á sunnudag: Suðlæg átt með
vætu og mildu veðri. Horfur á mánudag: Suðlæg átt
með vætu og mildu veðri.
Helgarveðrið