Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 2

Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Haukur í horni: Lífið er svo sannarlega lotterí! „Við heimtum aukavinnu“ slær í gegn. Óhætt er að segja að sýning LL og Kómedíuleikhússins „Við heimtum aukavinnu“ hafi slegið í gegn en uppselt er á báðar sýningar helgarinnar þrátt fyrir að bætt hafi verið við sætum. „Við erum bara með verk út febrúar og svo sjáum við ekkert framundan,“ segir Grétar Helga- son, framkvæmdastjóri steypu- fyrirtækisins Ásel á Ísafirði, að- spurður um verkefnastöðu fyrir- tækisins. Hann segir fyrirtækið vera að fara yfir stöðuna og hvað verði gert í framhaldinu en útlitið sé ekki bjart. „Við erum að klára verk í Fé- lagsheimilinu í Bolungarvík og erum að vinna aðeins fyrir BM- Vallá og verðum búnir að því í lok febrúar. Við erum að vinna úr því hvað við gerum um mán- aðarmótin og það verður erfitt,“ segir Grétar. Sjö einstaklingar starfa hjá fyrirtækinu. Útlitið ekki bjart hjá Ásel Búist er við aukningu ferða- manna í Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði á komandi sumri að sögn Jóns Sigurpálssonar, for- stöðumanns safnsins. Hann segir heimsóknir í safnið ráðast að miklu leyti af komu skemmti- ferðaskipa til Ísafjarðar. Nú þegar hafi hátt í 30 komur skemmtiferðaskipa verið til- kynntar í sumar eða tíu fleiri en á síðasta ári. Hann segist líka vænta aukningu í komu innlendra ferða- manna næsta sumar og vonar að Byggðasafnið fái hlutdeild í þeim fjölda. Búist við meiri aðsókn Úttekt gerð á hagkvæmni sameining- ar Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur lagt til að gerð verði úttekt á hagkvæmni sam- einingar Bolungarvíkur við Ísa- fjarðarbæ og eftir atvikum fleiri sveitarfélaga. Jóhannes Finnur Halldórsson, starfsmaður EMFS, segir ekki ákveðið hvenær úttekt- in fer fram, en hún yrði í formi óformlegra viðræðna á milli sveitarfélaganna. „Nefndin getur komið að þessu og gerir reyndar alltaf. Það er vilji samgönguráð- herra að þessi úttekt fari fram, þetta er að gerast víða. Ég get tekið sem dæmi að viðræður eru nú í gangi milli Grímseyjar og Akureyrar um sameiningu. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað úti um alla Evrópu. Við erum að koma þessu sjónarmiði á fram- færi og síðan geta sveitarstjórn- armenn átt frumkvæði að þessu, sem yrði lang heppilegast,“ segir Jóhannes Finnur. Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir tillögurnar vera í samningi á milli nefndar- innar og sveitarfélagsins. Hann segir bæjaryfirvöld í Bolungarvík ekki vera á móti því að skoða kosti og galla sameiningar en sveitarfélagið geti ekki lagt til mikla fjármuni í úttektina vegna aðhaldsaðgerða og því þurfi fjár- magn að koma annars staðar frá. Elías segist ekki vita hvort bæj- arfulltrúar í Ísafjarðarbæ viti af þessum tillögum nefndarinnar. „Við höfum ekki verið í sam- bandi við Ísafjarðarbæ um þetta en nefndin setur sig eflaust í sam- band við þá. En við myndum ekki hafa frumkvæðið af því. En ég hef ávallt sagt það að mér finnst ekkert að því að fá kosti og galla sameiningar upp á borðið. Þetta er ekki eins manns að taka ákvörðun um heldur almenn- ings,“ segir Elías. Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.