Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 19.02.2009, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Fjöldi gistinátta jókst lítillega milli ára á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði gistinótt- um á svæðinu úr 111.756 í 114.676 á árinu 2008. Erlendir ferðamenn voru þar í meirihluta eða 72.859 á móti 41.817 Íslend- ingum. Gistinætur á hótelum fyr- ir árið 2008 voru 1.339.879 en voru 1.310.719 árið 2007. Fjölg- un gistinátta varð á Suðurlandi um 13% og á Austurlandi um 7% milli ára. Á öðrum landsvæð- um eru gistinætur svipaðar eða hafa dregist örlítið saman á milli ára. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gisti- heimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. – thelma@bb.is Fjölgun gisti- nátta milli ára Hótel Ísafjörður. Vöruflutningabifreið frá Flytj- anda á Ísafirði, stórskemmdist í Vestfjarðagöngunum í síðustu viku. Bifreiðin var að flytja fisk frá Suðureyri er hún mætti fólks- bifreið í gangamunnann Súg- andafjarðarmegin og fór utan í hurð í göngunum. Kassi vöru- flutningsbifreiðarinnar skekktist allur og ein hliðin fór af honum. Farmurinn, sem bifreiðin flutti, slapp þó að mestu að sögn Haf- þórs Halldórssonar, rekstrarstjóra Flytjanda á Ísafirði. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist og er að kosta fyrirtækið gríðar- lega fjármuni. Það hafa margir speglar á bifreiðum frá okkur eyðilagst við þessar aðstæður og við vorum nýbúnir að skipta um spegla á þessum bíl fyrir 200.000 krónur,“ segir Hafþór. Hann segir tjónið á bílnum hlaupa á átta milljónum króna. Aðspurður hvort Flytjandi hafi farið fram á úrbætur vegna slæmra aðstæðna í göngunum segir Haf- þór svo ekki vera en það verði eflaust gert eftir þetta óhapp. „Við höfum oft lent í þessu. Hurðarnar í göngunum eru alltof mjóar og ef svo vill til að tveir bílar koma inn í göngin Súganda- fjarðarmegin, á sama tíma, þá er þar mikil blindbeygja sem er stórhættuleg og ekkert svigrúm til að víkja,“ segir Hafþór og seg- ir umferð um göngin hafa aukist til muna sem þýðir meiri hættu á samskonar slysum. „Það þarf að betrumbæta aðstæður þarna. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær verður slys á fólki þarna. Það vildi til að það varð ekki stórslys á fólki í þetta skiptið,“ segir Hafþór. – birgir@bb.is Stórskemmdist í Vestfjarðagöngunum Tjónið á bílnum er metið á um átta milljónir króna.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.