Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 6

Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Ritstjórnargrein Það sem gildir Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is Birgir Olgeirsson, símar 456 4560 og 867 7802, birgir@bb.is Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorku- lífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Spurningin Hvað ætlar þú að kjósa í alþingiskosn- ingunum 25. apríl? Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Helgarveðrið Horfur á föstudag: Suðaustlæg átt og rign- ing eða slydda og hiti 0-6 stig, en úrkomulítið NA lands. Horfur á laug- ardag: Snýst í norðanátt með snjókomu eða élja- gangi. Kólnandi veður. Horfur á sunnudag: Snýst í norðanátt með snjókomu eða éljagangi. Alls svöruðu 1.123. Framsóknarflokkinn sögðu 129 eða 11% Sjálfstæðisflokkinn sögðu 293 eða 26% Frjálslynda flokkinn sögðu 98 eða 9% Samfylkinguna sögðu 154 eða 14% Vinstri græna sögðu 169 eða 15% Önnur framboð sögðu 79 eða 7% Ætla að skila auðu sögðu 141 eða 13% Ætla ekki að kjósa sögðu 60 eða 5% ,,Í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu er það mín skoðun að það verði að skoða allar atvinnugreinar sem hægt er til að auka tekj- ur þjóðarinnar. Við þurfum einfaldlega að vinna meira og afla meiri peninga. Það er ekki hægt að bjarga þjóðinni út úr þessum þrengingum með því einu að skera niður í velferðarkerfinu og draga saman í opinberum útgjöldum, það dugar einfaldlega ekki til,“ voru orð Guðjóns A Kristjánssonar, alþingismanns, í samtali við blaðið Skessuhorn fyrir skömmu. Undir þessi orð er hægt að taka. Augljóslega má þó höggva margar greinar af ríkistrénu, aðrar en þær sem snúa að velferð og menntun; hömlulaus útvíkkun ríkisbáknsins í ,,góðærinu“ ber alltof víða merki sukks, að ekki sé fastar að orði kveðið. Við verðum að afla meiri tekna fyrir þjóðarbúið og til þess verður að leita allra leiða. Þar á meðal verður ekki hjá því komist að við tökum um stundar sakir einhverja áhættu og nýtum auðlindir sjávar í meira mæli en við hefðum gert við aðrar kringumstæður. Óöryggi og beint svelti Vestfirðinga hvað raforku varðar hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið og þá einkum snúist um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði. Mikilvægi virkjunarinnar fyrir Vest- firðinga verður best lýst með samanburði á framleiðslugetu hennar, sem áætluð er 260 til 280 GWh, á móti framleiðslu Mjólkárvirkjunar, 55 til 60 GWh. Að ekki sé nú talað um að raforkan verði nýtt í þágu nýs iðnaðar í fjórðungnum. Sem auðvitað á að vera höfuðmarkmið. Áætlað er að um það bil 200 ársverk felist í byggingu virkjunarinnar. Það munar um minna meðan erfiðasti hjallinn er klifinn. Því miður er Hvalárvirkjun enn sem komið er fugl í skógi. ,,Við erum tiltölulega bjartsýnir. Þetta veltur allt á hvaða viðbrögð við fáum frá Landsneti því virkjunin verður ekki reist nema fyrirtækið komi að henni. Landsnet þarf að gera meira en leggja bara línuna, það þarf að ganga mun lengra,“ segir Gunnar Gaukur Magnússon, forsvarsmaður Vesturverks ehf. Þörf Vestfirðinga fyrir meiri og ör- uggari raforku og þar með fleiri atvinnumöguleikum er augljós. Vestfirðingar vænta því, að þess verði ekki langt að bíða að Hvalár- virkjun verði í hendi. Heimskreppan segir til sín. Búið er að fresta námuvinnsla á A- Grænlandi, sem við gerðum okkur vonir um að færði björg í bú. Hvað okkar hlið þess máls varðar stendur enn upp á stjórnvöld hvað flugvallaraðstöðu áhrærir, svo hægt verði að afgreiða vélar sem koma frá Grænlandi. Hvenær er afstöðu ykkar að vænta, virðulegu ráðamenn? Og nú ríkir alger óvissa um vatnsverksmiðjuna. Það eru mikil vonbrigði eftir allan þann tíma sem hún hefur verið í bígerð. Áfram verður þó að róa á þau mið sem og öll önnur sem mögulega geta fært iðjulausum höndum verk að vinna. Það sem gildir er að leggja ekki upp árar. s.h. Hugmyndir eru uppi um að flytja efstu stig Grunnskóla Ön- undarfjarðar og Grunnskólans á Suðureyri til Ísafjarðar. Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarð- arbæjar, segir hugmyndina ekki nýja af nálinni og hafi fyrst komið upp árið 2006 en þá verið slegin út af borðinu. Flutningur efsta stigs skólanna eru tveir aðskildir liðir af fjórtán sem Skóla- og fjölskylduskrifstofu er falið að reikna út sem hagræðingar mögu- leika. „Þess var óskað eftir af Skóla- og fjölskylduskrifstofu að það yrðu gerðir útreikningar á hag- ræðingar möguleikum vegna efna- hagsástandsins. Þannig komu upp þessir fjórtán liðir sem möguleikar,“ segir Margrét. Þeg- ar færa átti efstu stig GÖ og GS til Ísafjarðar árið 2006 mætti það mikilli andstöðu foreldra og að- spurð segist Margrét ekki vita hvort afstaða þeirra hafi breyst. „Þar sem hugmyndin hefur ekki verið upp á borðinu þá hef ég ekki tekið sérstaklega púlsinn á afstöðu foreldra. Það eina sem skóla- og fjölskylduskrifstofu er falið að gera er að reikna út möguleikana. Það er hér með gert og það hafa engar viðræður átt sér stað við fólk. En auðvitað snúast þessi möguleikar um líf fólks,“ segir Margrét og á von á því að bæjarfulltrúar ræði við fólk um afstöðu þess gagnvart hugmyndinni. Fulltrúi foreldra í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar segir umræðu um flutning efri bekkja GÖ og GS til Ísafjarðar ekki hafa farið fram milli foreldrafélaga grunnskól- anna á svæðinu. „Hins vegar er kunn sú andstaða foreldra sem verið hefur við fyrri hugmyndir um sameiningu efri bekkja skólanna. Verði af þessum flutn- ingi nemenda til Ísafjarðar er ljóst að það mun valda röskun á högum nemenda GÖ og GS. Skal þess því gætt að fullt samráð verði haft við foreldrafélög við- komandi skóla um öll þau atriði sem lúta að þessari sameiningu,“ segir í bókun Þórdísar Jendóttur, fulltrúa foreldra í fræðslunefnd. – birgir@bb.is Efsta stig GÖ og GS til Ísafjarðar Grunnskólinn á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.