Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 19.02.2009, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 7 Sýslumaðurinn í Bolungarvík Starfsfólk óskast Sýslumaðurinn í Bolungarvík óskar að ráða starfsfólk á skrifstofu embættisins í allt að tvö stöðugildi. Hlutastörf koma til greina. Um er að ræða vinnu við innheimtu vanrækslugjalds skv. reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja auk almennra skrifstofustarfa. Æskilegt er að einn þeirra sem ráðinn verður, geti hafið störf sem næst 20. mars nk., en í hitt stöðugildið verður ráðið frá og með 20. maí. Til að byrja með verður um tímabundna ráðningu að ræða til næstu áramóta. Umsækjendur þurfa að búa yfir góðri al- mennri menntun, reynslu af skrifstofustörfum og góðri íslensku- og tölvukunnáttu. Reynsla af innheimtustörfum æskileg. Leitað er að körlum jafnt sem konum sem geta unnið sjálf- stætt og eiga gott með mannleg samskipti. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um störfin veitir Jónas Guðmundsson, sýslumaður í síma 456 7222. Umsóknir skulu sendar embættinu að Aðal- stræti 12, 415 Bolungarvík, ekki síðar en 10. mars nk. eða rafrænt á netfangið jonas.gud mundsson@syslumenn.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Bolungarvík, 16. febrúar 2009 Jónas Guðmundsson sýslumaður í Bolungarvík. Næst dýrasta þjónustan Samkvæmt samanburði Al- þýðusambands Íslands á verði skóladagvistar og hádegisverðar hjá grunnskólabörnum býður Ísa- fjarðarbær upp á næst dýrustu þjónustuna. Samkvæmt könnun ASÍ er meðalkostnaður giftra for- eldra, eða þeirra sem eru í sam- búð, vegna skólagæslu grunn- skólabarna: 26.355 krónur fyrir eitt barn, 36.834 krónur fyrir tvö börn og 47.313 fyrir þrjú börn. Foreldrar í forgangshópi greiða í meðalkostnað 26.355 krónur fyrir eitt bar, 48.300 krónur fyrir tvö og 58.779 krónur fyrir þrjú börn. Hádegisverður kostar 370 krónur og síðdegishressing 129 krónur. Mjög misjafnt er hvernig gjaldskráin er saman sett eftir sveitarfélögum og hvort syst- kinaafsláttur sé veittur. Í Ísafjarð- arbæ er veittur 30% afslátt af gæslu vegna annars barns og 100% afsláttur af gæslu vegna þriðja barns eða fleiri. Samanburður er frekar flókinn þar sem mjög misjafnir systkina afslættir eru í gangi og mismun- andi hvað er innifalið í heildar- þjónustunni, segir í niðurstöðum könnunarinnar. Ef skoðuð er greiðsla fyrir eitt barn þá greiða foreldrar í Vestmanneyjabæ minnst fyrir þjónustuna, 15.561 kr. á mánuði óháð því hvort þeir eru í forgangi eða ekki, forgangs- hópurinn á Akranesi greiðir 15.813 krónur. Hæsta gjaldið er í Garðabæ og sama verð fyrir alla foreldra 28.539 kr. á mánuði, mismunurinn er 183%. Tekið er fram að í þessum samanburði er ekki lagt mat á gæði matar eða þjónustu. – thelma@bb.is Reyndi að skera mann á háls Ungur maður varð fyrir líkamsárás í heimahúsi á Ísa- firði aðfararnótt sunnudags þar sem eggvopni var beitt. Samkvæmt heimildum blaðs- ins tók árásarmaðurinn sér stöðu fyrir aftan fórnarlamb- ið og reyndi að skera hann á háls með hníf en aðrir hús- gestir skárust í leikinn og yfirbuguðu hann. Bæði þol- andi árásarinnar og maður sem kom honum til hjálpar hlutu áverka. Að sögn vitna að árásinni virtist árásarmaðurinn vera í annarlegu ástandi af völdum fíkniefna. Lögreglan hand- tók manninn sem var í haldi til sunnudagskvölds en þá var honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Réttindi og lífeyrisgreiðslur skerð- ast ekki hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem rekinn er af Eignastýringu Kaup- þings, hefur lokið endurmati eigna í samráði við löggilta end- urskoðendur. Samkvæmt bráða- birgðaútreikningum þarf ekki að skerða réttindi eða lífeyri sjóðfé- laga í samtryggingahluta sjóðsins en tryggingafræðileg úttekt ligg- ur ekki fyrir að sögn Arnaldar Loftssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Sjóðfélagar eru rúmlega 40 þúsund en sjóðurinn samein- aðist Lífeyrissjóð Bolvíkinga árið 2006. Fjármálakreppan hef- ur haft áhrif á lífeyrissjóðinn en aðgerðir Eignastýringar Kaup- þings, hafa á undanförnum tveimur árum miðað að því að minnka markvisst áhættu í fjár- festingum. Með auknu vægi rík- isskuldabréfa og kerfisbundinni sölu á hlutabréfum hefur þannig tekist að draga verulega úr áhrif- um fjármálakreppunnar á eigna- safn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Í kjölfar fjármálakreppunnar hafa allar eignir Frjálsa lífeyris- sjóðsins verið metnar upp á nýtt. Ljóst er að kreppan hefur haft nokkur áhrif til lækkunar á virði eigna. Við endurmatið er varúðar gætt og vonir standa til að niður- færsla á eignum verði minni en reiknað er með. Lífeyrissjóður Bolungarvíkur og Frjálsi lífeyrissjóðurinn sam- einuðust árið 2006. Sameiningin var með þeim hætti að Frjálsi lífeyrissjóðurinn tókvið eignum og skuldbindingum Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur. Markmiðið sam- einingunar var sá að auka áhættu- dreifingu, ná frekari hagræðingu í rekstri, efla eignastýringu sjóð- anna, bæta þjónustu við sjóðfé- laga og hámarka lífeyrisréttindi þeirra. Tryggingafræðileg úttekt ligg- ur ekki fyrir hjá Lífeyrissjóði Vest- firðinga og er því ekki vitað hvort réttindi eða lífeyrir sjóðsfélaga muni skerðast, að sögn Guðrúnar Guðmannsdóttur, framkvæmda- stjóra. – birgir@bb.is Fleiri fluttu frá Vestfjörðum en öðrum landshlutum á síðasta ári eða um 400 manns. Hins vegar fluttu 600 til fjórðungsins. Flestir brottfluttra úr fjórðungnum fluttu til höfuðborgarsvæðisins eða 249 manns. Næst flestir fluttu til út- landa eða 94 talsins. Sömuleiðis voru flestir aðfluttra frá höfuð- borgarsvæðinu eða 235 talsins og næstflestir frá útlöndum eða 220 manns. Flestir fluttu til og frá Ísafjarðarbæ eða 299 aðfluttir á móti 336 brottfluttum. Því næst kom Bolungarvík með 136 að- flutta á móti 91 brottfluttum. Að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar dró mikið úr aðflutningi fólks til landsins árið 2008 en þá fluttu 1144 fleiri til landsins en frá því. Árið 2007 fluttu hins vegar 5132 fleiri til landsins en frá því. Fjöldi innan- landsflutninga náði hámarki á árinu 2007 en þá voru skráðar í íbúaskrá þjóðskrár 58.186 flutn- ingstilkynningar. Árið 2008 fækkaði þeim í 49.534, eða um 14,9%. Miðað við flutninga af hverjum 1000 íbúum þarf að fara aftur til ársins 1987 til að finna jafn lága tíðni innanlandsflutn- inga. Hagstofan segir, að þessi fækkun 2008 sé án efa samofin lækkun íbúðaverðs á fasteigna- markaði og þrengra aðgengi að lánsfé. Segja má að Suðurnes hafi tek- ið við því forskoti sem höfuð- borgarsvæðið hafði áður hvað varðar innanlandsflutninga. Til Suðurnesja fluttu samanlagt 1.485 árin 2007 og 2008 frá öðr- um landshlutum. Aðeins á Suður- landi voru aðfluttir frá öðrum landshlutum fleiri en brottfluttir bæði árin. Í öðrum landshlutum voru brottfluttir í innanlands- flutningum fleiri en aðfluttir þessi tvö ár. Auk Vestfjarða fluttu fles- tir frá höfuðborgarsvæðinu eða 343. Fleiri aðfluttir en brottfluttir Lífeyrissjóður Bolvíkinga sameinaðist Frjálsa lífeyrissjóðnum árið 2006.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.