Bæjarins besta - 19.02.2009, Page 13
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 13
fæddist ekki fyrr en 2006. Eitt af
barnabörnunum fætt 1996 fædd-
ist með hjartagalla og þurfti að
dvelja á Landspítalanum í nokkra
mánuði til að ná þeirri þyngd
sem þurfti til að standast hjarta-
uppskurð í London. Þetta voru
tilfinningaþrungnir mánuðir. Tvö
önnur barnabörn voru hjá mér,
fyrst af og til og síðan alveg frá
1999.
Sonur minn varð allt í einu
eins og elsti bróðir frændsystkina
sinna, sem dýrkuðu hann. Með
þeim mynduðust sérstök tengsl
sem hafa haldist. Dvöl þeirra hef-
ur trúlega dregið eitthvað úr þeim
leiðindum sem hann fann fyrir í
efstu bekkjum Grunnskólans á
Hólmavík vegna heimaaksturs-
ins. Við fluttum suður til Reykja-
víkur eftir að hann lauk tíunda
bekk þar.
Kennsla í Reykjavík
Reykjavíkurárin 2001-2004
voru lærdómsrík. Bæði var það
að kynnast breyttum starfsháttum
í grunnskóla í þéttbýli, sem meðal
annars miðuðu að því að kennarar
væru sýnilegir í vinnu allan dag-
inn, valdaleysi kennara, og svo
hitt sem sneri að veikindum mín-
um. Ég áttaði mig ekki á því að
hvíldin milli kennslu og áfram-
haldandi vinnu sem ég gat notið
í Broddanesskóla var frá mér tek-
in í Fellaskóla.
Þessi hvíld var mér nauðsyn-
leg, vegna þess að kennslan er
svo krefjandi, að ég varð að hvíla
heilann í einn til tvo tíma áður en
áfram var haldið. Í stærri skólum
hvarvetna á landinu taka yfirleitt
við fundur á fund ofan og nám-
skeið og samráð strax eftir kenn-
slu. Loks þegar því var lokið var
eftir að fara yfir verkefni og und-
irbúa næsta dag, en þá tóku við
heimilisstörf og fjölskyldulíf,
heimanám og annað. Þegar svo
ró var komin seint að kveldi var
heilinn algerlega óviðráðanlegur
og ég gat legið andvaka fram
eftir nóttu með samviskubit yfir
að hafa ekki klárað eitt og annað
varðandi næsta dag. Svo var
farið að vinna um helgar,
en þetta gekk ekki til
lengdar.
Samt þraukaði ég
þennan vetur. Ég
var með svokall-
aðan erfiðan bekk,
en sá samt marg-
ar jákvæðar breyt-
ingar á hegðun
krakkanna um
veturinn. Samt náði ég ekki utan
um kennsluna og allt það sem
fylgdi, foreldrastarf og fleira.
Það sem var mér erfiðast var
að í bekknum var dauðvona dreng-
ur vegna krabbameins en ég fékk
takmarkaðar upplýsingar um
hann í upphafi. Ég lofaði móður
hans að koma í heimsókn til
þeirra eins oft og ég gæti, en það
varð sjaldnar en ég ætlaði mér.
Drengurinn dó í apríl og sam-
nemendur hans lærðu hvernig átti
að votta móður hans samúð. Við
minningarborðið hans í stofunni
hafði kennari sem hafði haft
drenginn lengst af í kennslu límt
upp myndir og viðtöl frá því að
hann fór í aðgerðina þar sem
fótleggurinn var tekinn af um
hné en sjálfum fætinum komið
fyrir þar sem hnéð var. Ef
hverju var mér ekki sýnt
þetta löngu fyrr?
Það besta sem
mér fannst ég geta
gert var að kaupa
hvítt albúm, safna
saman minningargreinum og fá
hvern og einn í bekknum til að
skrifa kveðjur til drengsins, skreyta
svo með gullskreytingum og
penna. Svo fór ég með bókina til
móðurinnar sem ýmist hló eða
grét. Það snart mig mjög. Það
snart mig líka að allir hinir sund-
urleitu bekkjarfélagar vildu koma
kveðju til hans, hver með sínum
hætti.
Ég taldi að hvíldin sumarið
2002 myndi bæta líðan mína og
ég byrjaði að kenna í Breiðholts-
skóla um haustið. En í febrúar
um veturinn var ég komin með
slæma líkamlega líðan og mikið
þunglyndi og datt úr vinnu um
vorið. Niðurstaða mín er sú, að
kennarar almennt þurfi að vera
afskaplega hraustir bæði líkam-
lega og andlega til að stunda sína
vinnu, gefa allt í starfið og eiga
varla frítíma nema um jól og
páska.
Kennsla er starf með lifandi
fólki en allt er niðurnjörvað í
aðalnámskrá og skólanámskrá,
regluverkið stýrir öllu, en kenn-
arinn er valdalaus rétt eins og
við vinnu við færibandið í rækju-
verksmiðju. Vilji kennari breyta
einhverju rís bákn fyrir framan
hann, bákn af reglugerðum og
endalausum fundahöldum. Ég er
ekki að segjast vera góður kenn-
ari. Góður kennari er til dæmis
hún Rannveig Þorvaldsdóttir. Ég
er bara öðruvísi kennari og dottin
út ótímabundið.
Þunglyndið
Frá því um ungl-
ingsaldur hef ég glímt
við skammdegis-
þunglyndi og
kvíðaköst.
Mitt eðlilega svar var hreyfing,
að hlaupa og hreyfa mig, hafa
nóg fyrir stafni, iðka jóga að hætti
Steinunnar Briem, vakna með
snjóinn í rúminu, taka þátt í
íþróttum. Ég missti mig líka í
bóklestur, las mig í gegnum hill-
urnar hjá Ellu og Halldóri bóka-
vörðum fyrir ofan sundlaugina.
Enginn sagði mér að gera þetta
allt, þetta var náttúrulegt, en ég
upplifði mig öðruvísi en aðra.
Þó reyndi ég eins og ég gat að
fylgja félögunum.
En það var sama hvað ég
reyndi. Áráttan jókst smám sam-
an. Að lokum var svo komið að
áráttan var orðin að martröð nótt
eftir nótt og á daginn úthugsaði
ég flóttaleiðir undan ísbjörnum,
úthugsaði björgunarleiðir. Fannst
þessi árátta vera að yfirtaka mig,
svo ég þurfti oft að halda aftur af
mér. Ég óttaðist að skaða sjálfa
mig eða aðra. Þessar upplifanir
voru hræðilegar en svo bráði af
mér á milli.
Alversti veturinn var svo 1979.
Maðurinn minn vissi ekkert
hvernig átti að bregðast við.
Honum fannst líðan mín hrein
geðveiki þegar ég ræddi þetta
við hann. Niðurstaðan varð sú
að skipta um umhverfi. Ég hafði
verið á námskeiði hjá Guðrúnu
Svövu, sem sagði mér meðal ann-
ars frá Moskvuárum sínum. Ég
fór norður á Akureyri með dæt-
urnar eins og ég nefndi og leigði
íbúð í kjallaranum hjá Jónu Kjart-
ans. Mér leið vel þarna í Hlíðar-
götunni og áráttan og martrað-
irnar hurfu á þremur mánuðum.
Eftir það gekk allt sinn vanagang
nema hvað í svartasta skamm-
deginu langaði mig helst
til að skríða í helli og
sofa þar í nokkra
mánuði. Gætti
þess þó að