Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 14

Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 hafa nóg að gera og heimsótti tengdamömmu eins oft og ég gat með dæturnar. Þetta slampaðist einhvern veginn, stundum var ég glöð og kát en stundum héldu ber- dreymið og skynjanirnar áfram að hrella mig og viðhalda kvíðan- um. Að námi loknu fór ég aftur vestur með dæturnar til að lifa eðlilegu lífi sem húsmóðir og verkakona. Í nóvember 1994 eftir að ég var flutt suður og byrjuð aftur í Kennaraháskólanum upplifði ég þunglyndi sem eftir á að hyggja hafði verið tvö ár að þróast yfir í nánast algera hreyfihömlun, lík- amlega og andlega. Þá bjó ég ein með syni mínum sem þá var átta ára. Ég hélt að ég væri að klikkast endanlega og ákvað að hringja niður á göngudeild geðdeildar þar sem mér var sagt að koma strax. Ég fékk viðtal hjá góðum geðlækni og óteljandi tissjú til að þurrka tárin, en ég veit ekki hversu lengi ég hafði ekki getað grátið fyrr en þarna. Síðan fékk ég lyfseðil og samstarfsmeðferð hjá geðhjúkrunarfræðingi fram á vor þar til skólinn var búinn. Guði sé lof, aldrei aftur Hiro- shima! Flestir fá þunglyndi einu sinni á ævinni, núna var ég slopp- in, hugsaði ég, þvílíkur léttir. Seinna komst ég að því að margir þunglyndissjúklingar hugsa það sama. Árið 2003 sökk ég aftur til botns. Það var mikið áfall. Heil- inn lét ekki að stjórn. Líkaminn hlýddi ekki heilanum. Minnis- leysi, einbeitingarskortur, hreyfi- hömlun, höfuðverkur. Og hugs- anirnar eins og trylltir fuglar í hausnum. Sjálfsmyndin og sjálf- straustið molnuðu niður. Ég var mjög ósátt. Datt út úr vinnu og fann hversu slæm tilfinning þetta var gagnvart vinnunni. Mér leið eins og algerum lúser. Afskrifuð. Svona eru gömlu fordómarnir og gildin lífseig. Svo kynntist ég Auði Axels iðjuþjálfa, sem þá var að prófa tveggja ára heilsugæsluverkefni sitt, meðal annars Hjálpina heim, auk þess sem hún var einn af stofnendum Hugarafls, og núna er hún annar eigandinn að AE- endurhæfingu með Elínu Ebbu. Auður er manneskja sem minnir á engil, afskaplega ljúf. Það er mannbætandi að kynnast henni. Kynni okkar hófust með því að hún kom vikulega til okkar sonar míns og barnabarna með ráðlegg- ingar út frá iðjuþjálfun á staðn- um. Seinna fór ég að líta niður í Drápuhlíð og kynnast starfsemi hennar þar og Hugarafli. Eins og margir vita hefur Hug- arafli aldeilis vaxið fiskur um hrygg síðan þá. Fólkið sem tók þátt í starfseminni í Hugarafli var líka sérstakt, miðlaði sinni reynslu og tók þátt af hugsjón þrátt fyrir sín veikindi. Árið 2003 hafði ég kynnst Hvítabandinu og starfsemi þess og mætti þar yfir- leitt þrisvar í viku. Starfsfólkið þar var afskaplega gott og ljúft. Boðið var upp á alls kyns úrræði fyrir fólk sem var að jafna sig eftir erfiða sjúkdóma. Munurinn á Hvítabandinu og Hugarafli felst í stefnu Hugarafls í málefnum geðfatlaðra. Eftir að ég fluttist til Ísafjarðar kynntist ég lítillega klúbbnum Geysi, heimsótti athvarf Rauða krossins í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði og leit við á Tún- götu 17 í Reykjavík, sem Geð- hjálp rekur. Í gegnum netið gat ég svo fylgst með því sem var að gerast í málefnum geðsjúkra í Keflavík, á Suðurlandinu og fyrir norðan. Eftir að hafa fengið þriðja al- varlega þunglyndið var mér allri lokið, þrátt fyrir allt sem ég vissi. Fannst öllu lokið þennan ágúst- mánuð 2005. Veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum erfið- leikana án aðstoðar Hörpu Guð- munds iðjuþjálfa, Auðar Ólafs hjúkrunarfræðings og Fjölnis Freys læknis á Ísafirði. Þegar ég fór smám saman að jafna mig eftir áfallið fór ég að taka þátt í undirbúningshópi fyrir Vesturafl, sótti fundi og var virk. En þegar draumurinn um Vesturafl var kominn á fót fór líkamleg líðan mín versnandi. Bara bíta á jaxlinn Nýr óvinur var kominn til skjal- anna, sem dró úr mér allan mátt og baráttuvilja. Svonefnd útkölk- un í baki, bæði í efri og neðri hryggjarliðum með tilheyrandi þrýstingi á taugar sem liggja um allan neðri hluta líkamans, út í spjaldhrygg og niður fætur, síðan út frá hálsliðum út í vinstri hand- legg og núna er þetta nýlega byrj- að í hægri handlegg. Ekkert við þessu að gera, bara sætta sig við sársaukann á meðan hryggurinn verður samvaxinn og hættir von- andi að þrýsta á taugar. Bara að bíta á jaxlinn er það eina, og hugsa um allt það gamla fólk sem fær þetta sama. Frá því að ég fékk þessa niður- stöðu hef ég ekki verið með sjálfri mér. Enn ein uppstokkun í nánd og mig skortir allt baráttuþrek. Hef í rauninni gefist upp. Það eina sem heldur mér gangandi er vonin. Sem betur fer eru barna- börnin aftur komin til móður sinnar, en sjálf er ég aðallega í því að deyfa sársaukann með öll- um ráðum. Stend raunar á kross- götum og þarf að velja réttu leið- ina. Trúlegast verður ofan á að ég leita til Landspítalans um með- ferð sem miðar að því að lifa með sársaukanum án lyfja. Mismetnir sjúkdómar Í öllu því sem ég hef fengist við síðustu árin hef ég oft leitt hugann að sambandi heilbrigð- isyfirvalda og sjúkdóma. Í orði kveðnu eru allir sjúkdómar jafn- réttháir og sjúklingar eiga rétt á meðferð í samræmi við sjúkdóm- inn. Það er ekki langt síðan átti að byggja upp þjónustu fyrir geð- sjúka, styðja fólk með geðrask- anir út á vinnumarkaðinn, bæta búsetuúrræði þeirra og aðstöðu til bata. En hver er svo fyrsti sjúklingahópurinn sem heil- brigðisyfirvöld ráðast á núna eftir áramótin? Fólk með geðraskanir. Það á til dæmis að kippa fótunum undan starfsemi geðsviðs Akur- eyrar, sem hefur náð afar góðri uppbyggingu, greiningum, þjón- ustu og meðferð á síðustu fimm- tán árum. Orðspor geðsviðsins á Akureyri hefur farið víða vegna hins góða árangurs og fólk hvað- anæva af landinu hefur sótt í meðferð norður, en skyndilega er fimmtán ára þekkingu og reyn- slu sópað í sjóinn. Geðfatlaðir fá ekki sína meðferð og allt er í uppnámi sem snýr að sjúklingum og læknum. Ef leggja á alla sjúkdóma að jöfnu, hvað skyldi þá verða sagt við því ef starfsemi Reykjalundar yrði lögð niður með öllu? Eða heilsuaðstaða exem- og psorias- issjúklinga við Bláa lónið yrði lögð niður með einu pennastriki? Eða hjarta- og krabbameinsdeild- um yrði gert að minnka plássið um 50% í sparnaðarskyni? Ég er viss um að hljóð myndi heyrast úr horni. Núna í vetur var því flaggað í Kompási, að lyf fyrir fólk með geðraskanir kostuðu svo og svo mikið fyrir þjóðarbú- ið. Ef allir sjúkdómar eru jafn- réttháir, hvers vegna þá ekki að birta líka kostnað þjóðarbúsins vegna hjartalyfja, krabbameins- lyfja og fleiri lyfja í hinum ýmsu sjúkdómahópum? Þessi sjúkdómamismunun á rætur að rekja aftur um nokkrar kynslóðir til þeirra gilda og við- horfa sem þá ríktu, hún er sem sagt fornaldarhugsunarháttur. Á mörgum sjúkrahúsum um landið er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að taka á móti geðsjúkum í hættu- ástandi né langt gengnum alkó- hólistum, bæði vegna plássleysis og skorts á fagfólki. Á sama hátt og hjartasjúklingar, sykursjúkir, þeir sem eru með krabbamein og aðrir, báðu ekki um sína sjúk- dóma, þannig báðu hvorki geð- sjúkir né langt gengnir alkóhól- istar um sín gen. Við báðum ekki um sjúkdóma sem flæktust með genum okkar. Samt er vitað að sjúkdómar liggja í ættum. Dauðalistinn Allir sjúklingar kannast við biðlista nema þegar um bráðatil- felli upp á líf og dauða er að ræða. Ég held að fáir nema alkó- hólistar og aðstandendur þeirra kannist við biðlistann langa hjá SÁÁ eftir að komast á Vog. Þessi listi er af mörgum kallaður dauðalistinn. Sjúklingum á Vogi er tilkynnt hve heppnir þeir séu að komast að og skuli vera þakk- látir fyrir það, vegna þess að fólk deyr á biðlistanum. Það er ekki flóknara en svo, að hafir þú verið á Vogi og ert skilgreindur sem

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.