Bæjarins besta - 19.02.2009, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Stjórnarskráin og kreppan
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum
hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
smáar
Til leigu er 94m² hús í Súðavík.
Laust frá 1. mars. Upplýsingar
í síma 661 2865.
Til leigu er 3ja herb. íbúð. Uppl.
í síma 891 7997.
Til leigu er 64m² einbýlishús í
Hnífsdal. Leigist fram í júní.
Húsið er fullbúið húsbúnaði
og húsgögnum og leigist þann-
ig. Hægt er að semja um leigu
fyrir allt tímabilið eða styttri
tíma. Uppl. gefur Erna í síma
869 4566.
Til söl eru tvenn skíði, 165 cm
og 171 cm og tvennir skíðaskór
í stærðinni 43. Hafið samband
í síma 866 5483 eða á netfangið
lgj5@hi.is.
Til sölu eru fjögur nýleg 13"
nagladekk. Verð kr. 8.000. Á
sama stað er til sölu svarblá
dragt nr. 38 á kr. 7.000 og felli-
hýsi með fortjaldi og húsgögn-
um. Verð kr. 550.000. Uppl. á
arndis_bj@hotmail.com.
Sjóngler fannst fyrir utan Fé-
lagsheimilið í Hnífsdal. Uppl. í
síma 869 2251 (Gunna).
Til sölu er Hyundai Starex árg.
2002, dísel, 4x4, 7 manna. Gott
verð. Uppl. í síma 860 1998.
Til sölu er Chrysler Voyager
árg. 2005, ekinn 86 þús. sjö
manna, Isuzu Trooper dísel,
sjálfskiptur, árg. 2000, ekinn
192 þús. km. (Gott verð) og
Land Rover Discovery 3 árg.
2006, ekinn 50 þús. (Gott verð).
Uppl. í síma 860 1998.
Til leigu er falleg, vel skipulögð
og björt 2ja herb., 78m² íbúð á
eyrinni á Ísafirði. Leigist frá 1.
sept., til loka maí 2010. Leigist
með nýlegum húsgögnum og
jafnvel húsbúnaði og þvotta-
vél. Stórar svalir. Meðmæli ósk-
ast. Uppl. í síma 867 6657.
Smáauglýsingasíminn er 456
4560.
Í kreppunni, sem staðið hef-
ur frá því Geir Haarde þáverandi
forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland 6. október á fyrra
ári, hefur margt verið sagt og sumt misvísandi. Sennilega mun
íslensk þjóð komast að því fyrr en síðar að betra hefði verið að
segja minna og vinna meira þegar stjórnmálmenn áttu í hlut.
Skipt hefur verið um ríkisstjórn og sú sem nú situr hefur enn
engu komið til leiðar af því sem potta- og pönnuglamrarar von-
uðu. Fróðlegt verður að skoða úttekt sagnfræðinga framtíðar-
innar á skrílslátunum sem margir kalla byltingu. Skyldi það
verða svo enn eina ferðina að byltingin éti börnin sín?
Margt hefur verið sagt um það hvernig bjarga eigi heimilum
landsins, atvinnu og fyrirtækjum. En fátt hefur litið dagsins
ljós. Gengi krónunnar hressist ekki með nýrri ríkisstjórn, sem
enn hefur fátt sagt um það hvernig hún ætli að hrinda loforðum
í framkvæmd. Sér þar ekki mun á nýrri og gamalli. Loðnuflotinn
liggur bundin í höfn og sjómenn á þeim skipum eru tekjulausir
líkt og útgerðirnar. En samt er helsta baráttumál ríkisstjórnar-
innar að banna hvalveiðar, þótt þær veiti atvinnu og séu lögleg
nýting auðlinda Íslands. Er það ef til vill svo að Íslendingar séu
þegar farnir að lúta stjórn Evrópusambandsins um nýtingu
náttúruauðlinda?
Ríkisstjórnin hefur að vonum miklar áhyggjur af skuldum
heimilanna, eins og þeir sem reka heimilin og vita ekki fremur
en ríkisstjórnin sitt rjúkandi ráð þegar að því kemur að borga
skuldirnar. En eitt gleymist, skuldir eins eru eignir annars og
þær eignir líkt og aðrar njóta verndar stjórnarskrárinnar. Ef
marka má loforðin verður slíkri hindrun ýtt til hliðar líkt og
þegar neyðarlögin voru samþykkt í október, sem meðal annars
bönnuðu að sækja mál á hendur gömlu bönkunum. Dómstóll
komst að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði sem
bannar fólki og fyrirtækjum að sækja rétt sinn stenst ekki
stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Mikið er rætt um stjórnlagaþing og sjálfsagt að halda slíkt
með tilheyrandi kostnaði þegar betur árar. Nú er mikilvægast
í kreppunni að virða ákvæði stjórnarskrár, bæði þau sem
vernda réttindi einstaklinga og önnur. Tal stjórnmálamanna
um að virða eignarrétt að vettugi með því að banna að menn og
félög innheimti útistandandi skuldir með löglegum hætti
hljómar einkennilega og hlýtur að leiða af sér enn meiri kreppu
í viðskiptalífi og verður til þess að viðskipti innanlands verði
að staðgreiða líkt og oftast er gerð krafa um varðandi innflutning
til Íslands vegna þess að landið og þjóðin eru rúin trausti í
margra augum.
Það gengur ekki að í kreppu gildi önnur mannréttindi en
þegar vel gengur og allt tal um slíkt er fallið til þess að rýra
tiltrú allra til lengri tíma litið. Stjórnarskráin stendur.
Þorrablót var haldið í Holti á
laugardag en um það sjá íbúar
sveitarbæjanna í Önundarfirði.
Að sögn Björgvins Sveinssonar
frá Innri-Hjarðardal heppnaðist
blótið ljómandi vel. „Það var góð
aðsókn og gestirnir virtust vera
mjög ánægðir bæði með matinn
sem var frá Strákunum Við Poll-
inn og skemmtiatriðin en þar fóru
Jón Jens Kristjánsson og Arna
Kristjánsdóttir á kostum, enda
verður aldrei neinn svikinn af
atriðum þeirra sem fjalla um
sveitunga þeirra“, segir Björgvin
og hann bætir við að blótið hafi
farið vel fram. „Frá því að ég
byrjaði að sækja blótin fyrir 20
árum hafa þau alltaf verið til fyr-
irmyndar og ég man ekki eftir
einu einasta atviki þar sem kastast
hefur í kekki.“
Að loknu borðhaldi léku Bald-
ur og Margrét fyrir dansi. Þau
tilkynntu að það yrði í síðasta
sinn sem þau kæmu fram í Holti
þar sem þau væru að hætta. „Það
verður gríðarlegur missir ef svo
verður því þau eru alveg frábær
saman“, segir Björgvin.
Þorrablótið í Holti hefur verið
haldið árlega með hléum frá því
um miðja síðustu öld. Bæirnir í
firðinum sjá um blótið til skiptis
þannig að það stendur á endum
að hver situr í nefnd annað hvert
ár. Þá koma afkomendur og ætt-
ingjar blótshaldara gjarnan úr
öðrum landshlutum til að blóta
þorra með gömlum vinum og
ættingjum í heimahögunum. Páll
Önundarson leit við á blótinu og
tók þar meðfylgjandi myndir.
Fyrirmyndar þorrablót í Holti