Bæjarins besta - 19.02.2009, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 23
Sælkeri vikunnar er Sólveig Bessa Magnúsdóttir í Önundarfirði.Sælkerinn
Heilsusamlegur veislumatur
Sælkeri vikunnar býður upp
heilsusamlega veislumáltíð. Fyrri
uppskriftin er að matarmikilli
sjávarréttasúpu og er boðið upp
á brauðbollur með. Einnig býður
Sólveig Bessa upp á skyrrétt sem
hún segir að sé sívinsæll og auð-
velt að útfæra eftir efnum og
tilefni.
Matarmikil sjávarréttasúpa
Fyrir sex
300-400 g sjávarfang (t.d.
rækjur, lax, þorskur)
1 stk laukur
4-5 stk hvítlauksrif
½ msk rifið ferskt engifer
1-2 stk gulrætur
1-2 stönglar sellerí
½ stk blaðlaukur
400 ml hakkaðir tómatar í dós
400 ml kókosmjólk
1 l vatn
1 msk karrí
Cayenne-pipar af hnífsoddi
1 dl mangó-jalapeno-sósa
Góð skvetta ólífuolía
2-4 msk fiskkraftur
½ búnt söxuð fersk steinselja
(eða þurrkað)
¼ búnt saxað ferskt estragon
(eða þurrkað)
Sjávarsalt og pipar úr kvörn
Byrjið á að flysja, snyrta og
þvo allt grænmeti. Saxið lauk,
blaðlauk, gulrætur og sellerí
nokkuð gróft, samt þannig að
bitarnir passi huggulega í súpu-
skeiðina og fari vel í súpunni.
Kremjið hvítlaukinn og saxið
fínt.
Skellið öllu grænmetinu í pott-
inn og leyfið því að krauma næstu
3-4 mínúturnar í olíu, eða þar til
það verður mjúkt og glansandi.
Bætið saman við karrídufti og
leyfið að krauma áfram í tvær
mínútur. Hellið tómötum og kók-
osmjólk yfir grænmetið með
vatni, mangó-jalapeno-sósu og
cayenne-pipar ásamt fisk- krafti.
(Gott að mauka tómatana í mix-
ara). Leyfið suðunni að koma
rólega upp og látið súpugrunninn
sjóða mjög rólega undir loki í
20-30 mínútur. Farið varlega
með cayenne-piparinn, hann gef-
ur mjög heitt bragð sem ekki
allir hafa smekk fyrir, betra að
setja lítið fyrst og auka svo við.
Skerið hráan fiskinn í bita og
saxið kryddjurtirnar niður.
Bætið því svo saman við súp-
una 15-20 mínútum fyrir fram-
reiðslu, haldið súpunni vel heitri
en ekki endilega láta hana sjóða
meir. Rækjunum er svo bætt sam-
anvið nokkrum mínútum fyrir
framleiðslu. Smakkið til með
sjávarsalti og pipar eftir smekk.
Brauðbollur með súpunni
6 dl mjólk og heitt vatn
1 bréf ger
1/1 dl olía
½ tsk salt
1 lítil dós kotasæla
Mjöl að eigin ósk og eftir þörf-
um (t.d. hvítt hveiti, heilhveiti
og/eða spelt)
Setjið volgt mjólkurblandið í
hrærivélaskál, ger, olía, kotasæla
og salt blandað saman við. Ger-
inu aðeins leyft að blotna í 2-3
mín. Hveitinu helt saman við um
leið og hrært er rólega saman,
þar til deigið er orðið passlegt,
ekki of blautt en ekki of þykkt.
Nú er hveiti stráð yfir og deigið
losað frá börmum.
Stykki breitt yfir og látið hefast
í 30-40 mín á volgum stað.
Deiginu hvolft á borð, hnoðað
upp í það hveiti ef þarf. Mótaðar
bollur og látið hefast á bökunar-
plötu í 15-20 mín. Bakað í 180-
200°C í ca 10-15 mín eða þar til
þær verða ljósbrúnar. Galdurinn
er að hafa deigið ekki of þurrt
(þykkt) og baka ekki of lengi.
Berið fram með smjöri.
Skyrréttur
1 pakki Haust- eða Homeblest-
kex
2 egg og 1/2dl sykur þeytt
saman
Vanilludropa (má sleppa)
½ l rjómi
500 g skyr , t.d. jarðaberja,
hindberja eða vanillu
6 bl. matarlím 2-3 msk vatn
(má sleppa)
1 dós hindberjasósa eða ferskir
ávextir
Kexið mulið og sett á botn á
eldföstu móti. Egg og sykur þeytt
saman. Skyrinu blandað saman
við. Rjómi þeyttur og blandað
saman við. Matarlímið leyst upp
í vatni yfir vatnsbaði, sett smá
mjólk út í ef þarf, kælt og hellt
varlega út í hræruna. Hrært í
meðan. Öllu hellt yfir kexið í
skálinni og látið kólna eða jafnvel
fryst.
Hindberjasósunni hellt yfir eða
ferskum ávöxtum dreift yfir fyrir
framleiðslu. Berist fram vel kalt
eða jafnvel hálf frosið.
Ég skora á vinkonu mína Hug-
rúnu Kristinsdóttur Veðrará í
Önundarfirði sem næsta matar-
gúrú.
Draumurinn að ná
á Ólympíuleikana
Elena Dís Víðisdóttir er
mjög efnilegur sundkappi hjá
Sundfélaginu Vestra og und-
anfarin misseri hefur hún
slegið hvert metið á fætur
öðru og bætt á sig verðlauna-
gripum. Til að mynda sló
Elena Dís Víðisdóttir met í
öllum sínum sundum á meta-
móti sundfélagsins Vestra á
Ísafirði fyrir jólin eða í 50m
skrið, 100m flug og 100m
skrið þar sem hún bætti 22
ára gamalt met Ernu Jóns-
dóttur fyrrum sundmanni úr
UMFB. Elena synti á 1:04:63
en gamla metið var 1:06:30
og er þessi tími hennar einn
af allra bestu tímum Íslands-
sögunnar fyrir 12 ára stelpu.
–Hvenær byrjaðir þú í
íþróttinni?
„Ég byrjaði þegar að ég
var 6 ára.“
– Hvað er það við íþróttina
sem hrífur þig?
„Skemmtilegur félagsskap-
ur og mér finnst gaman í sundi.“
– Hversu oft þarftu að æfa
á viku?
„Ég æfi 6 sinnum í viku
svo er sumarfríið“
– Hvað er það sem drífur
þig á æfingar þegar dagarnir
koma þar sem maður vill
bara slappa af?
„Æfingin skapar meistar-
ann.“
– Hvert er næsta markmið
í íþróttinni?
„Ná lágmarki inn á ÍM 50
(Íslandsmeistaramót í 50
metra laug innskot blaða-
manns).“
– En hvert er drauma-
markmiðið?
„Ná á Ólympíuleikanna og
Ólympíu leika æskunnar.“
– Ertu í einhverjum öðrum
íþróttum?
„Ég er líka nýbyrjuð að
æfa gönguskíði.“
Elena Dís Víðisdóttir.
Sjálfstraust
og velgengni
Vísindamenn eru sífellt að finna
upp hjólið á nýjan leik, hver í
sinni grein. Þannig virðast það
ekki vera nein ný sannindi sem
þýski sálfræðiprófessorinn Astrid
Schütz boðar um þessar mundir
og þykja víst merkileg: Sá sem
hefur gott sjálfstraust nær betri
árangri en sá sem efast um eigin
getu.
Þessu má líka snúa við, saman-
ber íslenska spakmælið gamla:
Vex hugur þá vel gengur.
Teiknimyndahetjan Stjáni blái
(Popeye) segir: Ég er það sem ég
er, og það er allt og sumt. Hann
er sáttur með þá hæfileika sem
hann hefur og einbeitir sér að því
að nýta þá vel. Sumsé raunsæis-
maður.
Langt er síðan Henry Ford
mælti hin fleygu orð: Hvort sem
þú trúir að þú getir eitthvað eða
trúir að þú getir það ekki, þá
hefurðu í báðum tilvikum rétt
fyrir þér. Var hann þó bílasmiður
en ekki sálfræðingur en segir efn-
islega það sama og sálfræðing-
urinn, bara miklu betur.
Myndin er af málverki eftir
Vincent van Gogh. Maðurinn á
stólnum geislar vissulega ekki af
sjálfstrausti og sýnist ekki lík-
legur til mikilla afreka.
tækni og vísindi