Bæjarins besta - 12.03.2009, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Lokaskýrsla Alsýnar ekki opinberuð
Lokaskýrsla ráðgjafafyrirtæk-
isins Alsýnar má ekki koma fyrir
sjónir almennings og er merkt
sem trúnaðarmál að beiðni for-
ráðamanns fyrirtækisins. Í þeim
hluta skýrslunnar sem er til birt-
ingar kemur fram að Alsýn kom
að þrjátíu störfum á þeim tíma
sem fyrirtækið starfaði fyrir Ísa-
fjarðarbæ. Alsýn reyndi að nýta
sér öll tækifæri sem gáfust til
atvinnusköpunar og reyndi að
vinna eftir því eins og samning-
urinn við Ísafjarðarbæ sagði til
um, segir í skýrslunni. „Sum verk-
efni voru þó stöðvuð og kastað
út af borðinu og tekin upp á öðr-
um vígstöðvum því þau tengdust
fiski og fiskvinnslufyrirtækjum.
Vandamál við þessi verkefni
voru þau að formaður atvinnu-
málanefndar er tengdur fiski og
fiskvinnslufyrirtækjum. Hér er
ég að ræða aðkomu Kristjáns
Jóhannssonar sem situr einnig
sem formaður Vaxtarsamnings
Vestfjarða, í stjórn Atvinnuþró-
unarfélagsins, Hvetjanda og fjöl-
mörgum öðrum nefndum og ráð-
um.
Þætti okkur best fyrir samfé-
Haukur í horni: ... vaxtarræktarkeppni atvinnulausra undir kjörþyngd
lagið hér að hann myndi segja
sig úr öllum ráðum og nefndum
sem tengjast atvinnumálum í Ísa-
fjarðarbæ til að gæta hlutleysis
og hindra árekstra,“ segir í loka-
skýrslu Alsýnar sem framkvæmda-
stjórinn Steinþór Bragason ritar.
Kristján G. Jóhannsson gerir
athugasemdir við skýrsluna og
segir talsverðar ávirðingar vera
bornar á sig. Hann segir þau atr-
iðið sem Steinþór nefni vegna
verkefna sem voru tengd fisk eða
fiskvinnslufyrirtækjum og stöðv-
uðust, byggjast á misskilningi
eða röngum upplýsingum af
hálfu Steinþórs. „Þá er nefnt að
ég sé í stjórn Atvinnuþróunarfé-
lagsins, en það byggir á misskiln-
ingi því ég gekk úr stjórn þess
félags fyrir einu ári,“ að því fram
kemur í athugasemdum Krist-
jáns.
„Einnig er til þess tekið að ég
sé formaður Vaxtasamnings
Vestfjarða, en í því sambandi vil
ég taka fram að samningurinn
rann út í lok síðasta árs og fram-
kvæmdaráð og stjórn hætti störf-
um. Þá hafði verið ákveðið að
óska eftir endurnýjun samnings-
ins á breyttum grunni og kæmi
þá ný stjórn fyrir samninginn.
Mér skilst að eftir að framkvæm-
daráðið hætti hafi Alsýn lagt inn
umsóknir í Vaxtasamning Vest-
fjarða. Þær umsóknir hef ég ekki
séð sökum þess að ég var hættur
störfum fyrir VaxVest þegar þær
bárust.“
„Þess er að auki getið að ég
sitji í fjölmörgum öðrum nefnd-
um og ráðum en ekki hefur for-
ráðamaður Alsýnar geta bent á
hver þau eru. Gagnrýni Alsýnar
á störf mín eru alfarið byggð á
misskilningi og röngum upplýs-
ingum. Að mínum dómi virðist
þetta benda til óvandaðra vinnu-
bragða hjá fyrirtækinu,“ að því
fram kemur í athugasemdum
Kristjáns. – birgir@bb.is
Kristján G. Jóhannsson.
„Sum verkefni voru þó stöðvuð og kastað út af borðinu og tekin upp á öðrum vígstöðvum því þau tengdust fiski og fiskvinnslu-
fyrirtækjum. Vandamál við þessi verkefni voru þau að formaður atvinnumálanefndar er tengdur fiski og fiskvinnslufyrirtækjum.
Hér er ég að ræða aðkomu Kristjáns Jóhannssonar sem situr einnig sem formaður Vaxtarsamnings Vestfjarða, í stjórn Atvinnu-
þróunarfélagsins, Hvetjanda og fjölmörgum öðrum nefndum og ráðum,“ segir Steinþór Bragason m.a. í lokaskýrslu Alsýnar.
Frítt fyrir atvinnulausa í líkamsrækt. „Atvinnulausir einstaklingar í Ísafjarðarbæ fá frítt í líkams-
rækt í íþróttamiðstöðvum í Ísafjarðarbæ....