Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2009, Síða 8

Bæjarins besta - 12.03.2009, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Inn að beini Eiríkur Örn Norðdahl,ljóðskáld Eiríkur Örn hefur verið ótrúlega iðinn og ötull sem skáld, rithöfundur og þýðandi. Á síðasta ári kom út ljóðabókin Ú á fasismann- og fleiri ljóð. Áður hefur hann gefið út ljóðabækurnar Heimsendapestir, Nihil Obstat, Blandarabrandarar, Handsprengja í morgunsárið (ásamt Ingólfi Gíslasyni) og Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum! Einnig skáldsögurnar Hugsjónadruslan og Eitur fyrir byrjendur. Þá hlaut Eiríkur Íslensku þýðingarverðlaunin 2007 fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Móðurlaus Brooklyn. Í fyrra kom út barnabókin Doktor Proktor og prumpuduftið í þýðingu Eiríks og kemur út safnbók þýðinga hans á völdum ljóðum Allens Ginsberg, sem ber heitið Maíkonungurinn. Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns? Að fara á vinabæjarmót í Tönsberg 1993 – þar kynntist ég konunni minni. Hvar langar þig helst að búa? Ég er óttalegur sígauni og get verið hvar sem er. Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns? Lífið er ekki nema rétt að byrja, og þó ýmsar stundir hafi verið yndislegar, þá finnst mér ekki rétt að tala um líf mitt í þátíð og vona að ég eigi þær enn yndislegri eftir. Mestu vonbrigði lífs þíns? Sjá svar við fyrri spurningu. Mesta uppgötvunin í lífi þínu? Að maður þyrfti ekki að kunna alla skapaða hluti til að gera þá, þyrfti ekki að hafa lært þá til að geta þá. Uppáhaldslagið? Another Man’s Vine, eftir Tom Waits. Uppáhaldskvikmyndin? Full Metal Jacket. Uppáhaldsbókin? Þær eru svo margar og býttast of fljótt út. Í augnablikinu kannski Konsumentköplagen eftir Idu Börjel, eða Blátt áfram rautt eftir Ásgeir Lárusson. Ógleymanlegasta ferðalagið? Þegar ég fór að tína appelsínur fyrir byltinguna á Kúbu 98-99. Uppáhaldsborgin? Berlín. Besta gjöfin? Steinar Bragi vinur minn gaf mér Ytri höfnina eftir Braga Ólafsson, áritaða frá Braga til Dags Sigurðarsonar. Það er óttalegt snobb, og raunar mjög vitleysislegt, en mér þykir óhemju vænt um hana. Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum? „Spurð’ekki / hvort það sé líf / á öðrum hnöttum // fyrr en þú / hefur fullvissað þig / að það sé einnig á þessum“ (Einar Már) Hvaða hlut geturðu alls ekki verið án? Fartölvunnar. Eða blaðs og penna. Fyrsta starfið? Blaðberi. Draumastarfið? Ljóðskáld. Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við? Snorra Sturluson. Fallegasti staðurinn á Íslandi? Naustahvilftin. Skondnasta upplifun þín? Þegar ég svaf yfir mig í Norrænu á leiðinni til Færeyja og vaknaði á leiðinni til Danmerkur. Aðaláhugamálið? Ljóðlist. Besta vefsíðan að þínu mati? www.ubu.com – safn framúrstefnulistar. Og mín: http://www.norddahl.org Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fæðingalæknir. Hver er þinn helsti kostur að þínu mati? Ég er góður í að einbeita mér. En helsti löstur? Ég gleymi nöfnum, sem virkar ókurteist, og er það. Besta farartækið? Ég er mikill aðdáandi sporvagna og neðanjarðarlesta. Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn? Ég er mikill afmælisstrákur og finnst ég aldrei jafn sérstakur og á afmælinu mínu, sem ég fagna ákaft. Til hvaða manneskju lítur þú mest upp til? Foreldra minna. Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita? Það sem ég heiti. Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig? Frá fimm um eftirmiðdaginn og fram til svona 2-3 á nóttunni. Í hvaða stjörnumerki ertu? Krabbi. Á sjöunda tug sjónvarpsrása „Að því gefnu að ekkert óvænt komi upp á, er allt á áætlun og þetta verður kom- ið upp fyrir lok mars,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Símans, að- spurð hvenær sjónvarps- þjónusta Símans verður að- gengileg Ísfirðingum en fyr- irtækið hefur gefið út að upp- setning þjónustunnar á Ísa- firði verði lokið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þegar að því kemur að þjónustan hefst á Ísafirði geta Ísfirðingar horft á allar íslensku sjónvarpsstöðvarn- ar og 60 erlendar sjónvarps- stöðvar að auki. Einnig munu þeir hafa aðgang að bíói heima í stofu þar sem mögulegt er að leigja bíó- myndir auk þess sem hægt er að horfa á mikið úrval efnis fyrir 0 krónur. Mesta hækk- un hjá Rarik Orkubú Vestfjarða hefur hækkað verðskrá fyrir dreif- ingu raforku um 13%. Hækk- unin er rökstudd með vísan til verðlagshækkana frá síð- ustu breytingu verðskrárinn- ar 1. ágúst 2008. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 23,6% síðustu sex mánuði, vísitala neyslu- verðs um 8,4% og verðbólga síðustu tólf mánaða mælist rúm 18%. Hjá Hitaveitu Suðurnesja hefur verðskrá fyrir dreif- ingu raforku hækkað um 7% s.l. ár. Hjá Rarik hefur verð- skráin hækkað um 15% og hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur hún hækkað um 6%. Forsvarsmenn Orkubús Vest- fjarða benda á að á undan- förnum árum hefur OV að- eins nýtt um 90% af tekju- ramma sínum fyrir dreifingu raforku.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.