Bæjarins besta - 12.03.2009, Side 11
FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 11
urgöng
tíu og fimm manns vinna við verkið og skiptast þeir á sex vaktir.
Fjórar eru að störfum í einu og tvær í fríi. Þeir eru tvo mánuði
á staðnum og fá síðan mánaðarfrí. Unnið er sex daga vikunnar,
allan sólar-hringinn, en ávallt er frí á sunnudögum.
Á meðan Rúnar ekur fulltrúum Bæjarins besta inn í göngin
lýsir hann aðstæðum vel. Búið er að lýsa göngin vel upp og grafa
útskot þannig að bílar geti snúið ef eitthvað kemur upp á. Rúnar
hefur áður komið að jarðgangagerð en hann var við gröft fyrstu
jarðganganna á Kárahnjúkum. Aðspurður hvort jarðgangagerð
sé ávallt eins, og menn geti gengið að hlutunum vísum, segir
hann ekki svo vera. „Jarðfræðin er ávallt mismunandi og nærri
því óútreiknaleg. Hún er stór óvissuþáttur í vinnunni. Þó að við
séum að fara í gegnum fjall og erum að sprengja berg þá er það
Rúnar Ágúst Jónsson, staðarstjóri Ósafls.
líkt og að segjast ætla út á sjó en vita ekki
hvað maður ætlar að koma með til baka,“
segir Rúnar.
Samskipti mikilvæg í göngunum
Eftir nær kílómeters akstur er komið að
þeim stað þar sem starfsmenn Ósafls eru
að koma sprengiefni fyrir í jarðlögunum.
Mikill atgangur er á þeim því jarðvegurinn
er mjög leirkenndur og hrynja stærðar
stykki niður úr veggnum og hvellhetturnar
með. Það sést á vinnulaginu að þeir eru
hoknir af reynslu við slíkar aðstæður.
Hamagangurinn er mikill og þeir vara
hvorn annan við þegar þeir sjá að stykkin
eru að hrynja niður. Starfsmennirnir eru
allir slóvanskir og segir Rúnar þetta vera
ástæðuna fyrir því að einungis slóvakar
vinni saman við að koma sprengiefninu
fyrir. Þeir tala litla sem enga ensku og
þýddi lítið fyrir Íslending að reyna að vinna
með þeim því samskiptin þurfa að vera góð
á milli manna við slíka vinnu.
600 kíló af sprengiefni
Við hverja sprengingu lengjast göngin
um fimm metra og um 300 rúmmetrar af
efni losna. Um 600 kíló af sprengiefni eru notið við hverja sprengingu. Sprengiefnið er þó ekki
eiginlegt sprengiefni þegar það er flutt á stðinn. Það saman stendur af þremur að-skildum efni
sem blandað er saman. Þau eru því hættulaus þegar þau eru aðskild. Jarðvegurinn er mjög
leirkenndur og segir Rúnar að hyggilegra væri að grafa í slíkan jarðveg heldur en að sprengja,
en blessunarlega er jarðvegurinn oftast bergkenndur. Þegar sprengt er saman stendur
sprengingin af þremur skotum. Fyrst er sprengt í miðju veggsins, seinni sprengingin er í
tígulformi utan um miðju þeirrar fyrstu og svo er sprengt þétt í útjaðri veggsins. Þetta gerist
hins vegar á örskotsstundu. Þegar sprengt er verður gífurleg rúmmálsaukning og er í
rauninni verðið að ýta jarðveginum út með henni. Þegar rúmmálsaukning á sér stað verður
hún að komast út einhvers staðar.
Rúmmálsaukningin fer út úr göngunum í formi gass. Nemendur Háskólaseturs Vestfjarða
fengu að fylgjast með sprengingu fyrir stuttu og var það í fyrsta skipti sem staðið var eins
nálægt sprengjustaðnum og leyfilegt er. Þá feyktust öryggishjálmar af höfðum nemendanna
og einn þeirra lýsti upplifuninni þannig að honum fannst að hefðu rifnað af sér við höggið.
Rúnar segir jarðfræðinga ekki vita neitt meira spennandi en að vera viðstadda jarðgangagerð.
„Yfirleitt eru þeir að taka einhver smá sýni úr jarðvegi en hérna sjá þeir jarðlögin inn í fjalli
og er þetta eitt af því mest spennandi sem þeir komast í. Þeir eru alltaf að eiga við einhver
fræði en þarna sjá þeir þetta einn á móti einum,“ segir Rúnar.
Slóvakarnir komu loks sprengiefninu fyrir. Öllum er skipað að fara í burtu frá staðnum og
er ekið að útskoti þar sem sem sprengingunni er stýrt. Á leiðinni er Rúnar spurður hvort jarð-
gangagerðarmenn finni fyrir þunglyndi við að starfa við dimmar aðstæður inn í fjalli. „Ég hef
ekki heyrt neinn tala um það. Það skýrist kannski á því að við jarðgangagerð í dag er miklu
betri lýsing en áður var. Mér skilst að við framkvæmd Vestfjarðaganganna hafi bara verið
einn og einn lampi á fimm hundruð metra fresti. Nú er þetta eins og að keyra veg að kvöldi til
með ljósastaurum,“ segir Rúnar.
Öryggi jókst eftir brunann í Mont Blanc
Talið berst að öryggisþætti jarðgangagerðar. Rúnar segir öryggiskröfur í jarðgöngum hafa
aukist til muna eftir brunann í Mont Blanc göngunum milli Frakklands og Ítalíu árið 1999.
Þá létust 39 manns eftir að eldur kom upp í vöruflutningabifreið. Eldurinn breiddist hratt út
og brenndi allt rafmagnskerfi með þeim afleiðingum að niðamyrkur var í göngunum. Því áttu
slökkviliðsmenn engan annan möguleika í stöðunni en að flýja í útskot með eldvörðum hurð-
um sem áttu að þola eld í fimm klukkutíma. Eldurinn logaði í 56 klukkutíma.
En aftur að Bolungarvíkurgöngum. Komið var að því að sprengja. Búið var að slökkva á
loftræstingunni í göngunum og svo var sprengt. Hávaðinn var gífurlegur og höggið magn-
þrungið. Merkilegast var að fylgjast með Slóvökunum sem kipptu sér vart upp við sprenginguna
enda vanir menn. Er þeir voru spurðir hvort þeim þætti vinnan spennandi gáfu þeir lítið út
á það enda á jarðgangagerð sér mun lengri sögu í Evrópu og þeir því öllu vanir.
Farið var út úr göngunum Bolungarvíkurmegin og yfir í göngin Hnífsdalsmegin þar sem
vatnsleki er mun meira vandamál. Ekki er þó hægt að segja að göngin hafi verið á floti en
töluvert vatn streymir út úr þeim engu að síður. Munurinn á jarðveginum er sá að leirinn er
fyrir neðan bergið Hnífsdalsmegin en fyrir ofan bergið Bolungarvíkurmegin. Ósaflsmönnum
hugnast betur aðstæðurnar Hnífsdalsmegin því leirinn er mun þjappaðri og ekki eins laus í
sér þegar hann er fyrir neðan bergið. En Bolungarvíkurmegin var hann afar laus í sér og
hrundi úr veggjunum við minnstu snertingu.
Áætlað er að búið verði að sprengja síðasta haft Bolungarvíkurganga um mánaðarmótin
júlí-ágúst á þessu ári og áætlað er að hleypa á umferð þau um miðjan júlí á næsta ári. Þá verða
göngin orðin 5.156 metrar í bergi og átta metrar á breidd. – birgir@bb.is