Bæjarins besta - 12.03.2009, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Taugatrekkjandi að
forskera í Hnífsdal
Á athafnasvæði Ósafls í
Bolungarvík starfar Bol-
víkingurinn Magnús Trausta-
son. Hann byrjaði að for-
skera fyrir göngunum í
júlí á síðasta ári, aðeins
sautján ára gamall. Að-
spurður hvernig er að
starfa við göngin segir
Magnús það vera ágætt en
hann starfar aðallega fyrir
utan göngin á jarðýtu. Hann
leggur alla vegi og ýtir út
efni sem vörubílar keyra
út úr göngunum.
„Ég fékk reyndar ekki
eins mikla athygli þegar
ég var að forskera fyrir snjó-
flóðavarnargarðinum í
Bolungarvík í fyrra. Það
voru ekki allir sáttir með
framkvæmdina þar en
þetta er bara mjög fínt.“
– En finnst þér skemmti-
legt að vinna við jarðganga-
gerðina?
„Já, það er skemmti-
legra að vinna nálægt heim-
ilinu sínu. Þetta er ekki
verra en að sitja á rassgat-
– En nú ertu aðeins á átj-
ánda ári og búin að sjá um
öll þessi störf. Ertu ekki full
snemma í þessu?
„Það er aldrei of snemmt
að byrja á einhverju ef þú
mátt það.“
– Hvenær fékkstu bílpróf?
„Í maí í fyrra. Þegar mað-
ur er kominn með bílpróf,
fær maður réttindi til að
keyra jarðýtu á opnu svæði.
Þannig að ég mátti ekki taka
prófið fyrr en ég varð 17 ára
en ég var búinn að taka rétt-
indin á hana 16 ára.“
– En ef þessa vinnu væri
ekki að fá hjá Ósafli, værir
þú atvinnulaus í dag?
„Ég væri eflaust í skóla.
Ég var byrjaður í vélstjórn
en veit ekki hvort ég held
áfram með það nám.“
– Býstu við því að halda
mikið áfram við verktaka-
vinnu?
„Maður getur fengið ágæt-
iskaup við að vinna á jarðýtu
ef þú ert kominn með ágætis
reynslu.“
inu að gera ekki neitt.“
– Hefurðu komið nálægt
svona vinnu áður?
„Já, já, en það var samt ekki
gaman að príla á vélinni lengst
upp í fjall og byrja að forskera.
Það var verst í Hnífsdal því
þar er svo hátt niður. Ég var
búinn að vinna hérna í tvo daga
þegar ég var sendur þangað
upp. Þetta tók svolítið á fyrstu
tvo dagana en svo var ég orðinn
vanur þessu.“
Magnús Traustason.
Náttúran
er stórbrotin
Michal Kubiš jarðfræðingur
hjá svissneska verktakafyrir-
tækisins Marti Contractors er
einn þeirra sem starfar við Bol-
ungarvíkurgöngin. Þegar blaða-
maður og ljósmyndari óku inn
í göngin Hnífsdalsmegin var
Michal að störfum við að taka
sýni úr göngunum. Þegar leit-
ast var eftir stuttu spjalli, sagði
hann ensku kunnáttu sína ekki
góða, en sló samt til. Hann var
fyrst spurður hvaðan hann
kæmi.
„Ég kem frá Slóvakíu. Ég
kom til Íslands í nóvember í
fyrra og vann við göngin á Siglu-
firði og fer aftur núna í mars.“
– Er vinnan ávallt eins í
öllum göngum?
„Já, ég myndi segja það.
Vinnuskilyrði og jarðfræðin
eru mjög svipuð en á Siglufirði
var vatn mikið vandamál við
jarðgangagerðina en hérna eru
það setlög og leirkenndur jarð-
vegur.“
– Hvernig finnst þér að vera
í Bolungarvík?
„Bolungarvík er indæll stað-
ur með mjög indælu fólki og er
mjög áhugaverður bær fyr-
ir mig. Náttúran er stór-
brotin og fjöllin eru einstak-
lega falleg, sem er mjög
spennandi fyrir mig sem
jarðfræðing.“
– Kemur þú frá stórri
borg í Slóvakíu?
„Nei, ekki svo. Ég myndi
segja að rúmlega hundrað
þúsund íbúa búi þar.“
– En hvernig er að starfa
í Bolungarvík svo fjarri
fjölskyldunni í Slóvakíu?
„Það er ekki svo slæmt,
það venst,“ segir Michak
Kubiš.
Michal Kubiš.
Jarðvegurinn er mjög leirkenndur
eins og sést á myndinni. Slóvakarnir
máttu hafa sig alla við að setja
hvellhetturnar í lauskenndan
jarðveginn.
Göngin
Hnífsdalsmegin. Þar er
mun meira af vatni sem
kemur úr berginu og
leirkennda setlagið er
fyrir neðan bergið.