Bæjarins besta - 12.03.2009, Síða 13
FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 13
Sýning þar sem stiklað verður
á stóru í skíðamenningu Íslend-
inga á 20. öldinni verður haldin í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði á 75.
skíðaviku Ísfirðinga um páskana.
Sýnd verða gömul og ný skíði,
fatatískunni gerð skil og ýmislegt
annað spennandi dregið fram.
Búnaður og fatatíska sem tengj-
ast skíðaíþróttinni hafa þróast og
breyst mikið í gegnum árin; hver
man t.d eftir stretch buxum og
smelluklossum fimmta áratugar-
ins eða skærlituðum skíðum og
kuldagalla í stíl á áttunda áratugn-
um? Aðstandendur sýningarinn-
ar, Ísfirðingafélagið og Byggða-
safn Vestfjarða eru að leita að
munum til að nota á sýningunni
og jafnvel til varðveislu í Byggða-
safninu eftir sýninguna.
Byggðasafnið hefur viðað að
sér miklu magni af munum í
gegnum tíðina sem geymdir eru
í nýja safnhúsinu í Neðstakaup-
stað og vill með þessu átaki bæta
um betur. „Ef þú kæri lesandi
lumar á eftirfarandi hlutum í
geymslunni eða bílskúrnum
endilega hafðu samband: ytri
klæðnaður; úlpur, buxur, kulda-
gallar, húfur, vettlingar, ýmis
búnaður; skíðagleraugu, sólgler-
augu, hjálmar, gönguskíði, svig-
skíði, skíðabindingar, snjóbretti,
snjóbrettabindingar, skíðastafir,
skíðaskór (af öllum gerðum),
skíðaáburður og verkfæri til að
laga skíði. Þá sækjast aðstand-
endur ekki síður eftir gömlum
myndum, 8 mm filmum eða
myndbandsupptökum segir í til-
kynningu.
Rakel Sævarsdóttir er sýning-
arstjóri en hún er að ljúka MA
námi í hagnýtri menningarmiðl-
un við Háskóla Íslands, en sýn-
ingin er liður í lokaverkefni henn-
ar við skólann. Rakel vinnur úr
sýningargripum sem berast og er
tengiliður.
Hægt er að hafa samband við
Rakel í síma 693-1337 eða með
tölvupósti á netfang hennar,
ras10@hi.is. – thelma@bb.is
Sýning um skíðamenningu Íslendinga
Vilja klára Samhug í verki
Íbúasamtök Önundarfjarðar
hafa óskað eftir upplýsingum um
stöðu söfnunarsjóðsins Samhug-
ur í verki þar sem nauðsynlegt sé
að ljúka þeim samfélagsverkefn-
um sem enn eru eftir og loka þar
með málum sjóðsins. Á fundi
stjórnar ÍÖ í janúar kom fram að
það hefur verið vilji samtakanna
að hluta sjóðsins verði varið til
að bæta aðstöðu barna og ungl-
inga. „ÍÖ óska eftir úttekt á því
að koma upp vaðlaug/útilaug
fyrir börn til sumarnota og að
endurnýja aðstöðu til útiveru
framan við sundlaugarhúsið,
myndi það auka nýtingu öllum
til hagsbóta“, segir í samantekt
frá fundinum sem send hefur
verið bæjaryfirvöldum. Hug-
myndir um vatnsrennibraut hlutu
ekki undirtektir. Einnig hafa
unglingar óskað eftir endurbótum
á körfuboltaaðstöðu fyrir framan
skóla þorpsins. Hugsanlega gætu
endurbæturnar falist í nýju yfir-
borðsefni og lagfæringu á körfum
auk uppsetningu á öryggisgirð-
ingu til að varna því að hlaupið
sé út á götu til að tryggja um-
ferðaröryggi.
Þá hafa ÍÖ lýst yfir mikilli
ánægju með sparkvöll sem mikil-
vægs áfanga í bættri aðstöðu fyrir
alla íbúa. Samtökin hvetja til þess
að skólalóðin og aðstaðan á
svæðinu bakvið grunnskólann
verði í framkvæmdaáætlun næsta
sumars þar sem teikningar af
svæðinu eru nú þegar til staðar.
Samhliða því þarf að gera endur-
bætur á grunnskólanum þannig
að útgangur verði einnig bakatil
á húsinu, til hægðarauka fyrir
starfsfólk, kennara og nemendur,
en það yrði einnig öryggisút-
gangur.
Enn er talsvert eftir að því áætl-
að var til endurbóta á Félags-
heimilinu Grundarstíg. „Allmik-
ið sjálfboðastarf var unnið við
húsið að innan, með tilstyrk frá
sjóðnum. Það þarf að koma í
gang sem fyrst endurbótum á
húsinu að utan, þ.e. gluggavið-
gerðir, múrviðgerðir, útihurðir og
málun á húsinu að utan til að
verja það frekari skemmdum.
Einnig er ólokið frágangi á raf-
magnstöflu hússins. Æskilegt
væri að verkefnin yrðu unnin af
heimafólki, það sem hægt er, og
enn er möguleiki á sjálfboða-
vinnu við viðhald hússins“, segir
í samantektinni.
Af umhverfisverkefnum er enn
ólokið hluta af verkefni við Litla-
Lónið, skjólgarðs og gróðurs.
„Það sem þegar hefur verið unnið
hefur skilað góðum árangri og
ætti því að hvetja til lokafrágangs
á svæðinu s.k. teikningum af
svæðinu. Helsta hindrunin, yfir-
fallsrás frá holræsakerfinu, hefur
nú verið leyst. Hugmyndir eru
um að ganga frá bökkum lónsins
með sléttun og setja ljósan skelja-
sand í fjöruborð lónsins. Einnig
var rætt um ræsi gegnum veginn
og fleira“, segir í samantektinni.
ÍÖ hefur lýst yfir vilja að Björg-
unarsveitinni Sæbjörgu verði lagt
lið með fjármunum Samhug í
verki við að kaupa húsnæði sem
hún hefur til afnota nú, en það er
hluti bryggjuhúss Eyrarodda. Á
fundinum var rætt um götulýs-
ingu við alla bæi í Önundarfirði
en bæta þarf úr henni með skipu-
lögðum hætti.
Þá hefur ÍÖ óskað eftir upplýs-
ingum varðandi Svarta pakkhús-
ið og flutning þess á nýjan stað.
Sjóðurinn Samhugur í verki er
ávöxtur landsöfnunar til upp-
byggingar á Flateyri í kjölfar
snjóflóðsins sem þar féll fyrir
rúmum tíu árum og olli miklu
tjóni á húseignum.
– thelma@bb.is
Markaðsstofan í mikilli herferð
Gengi íslensku krónunnar
vinnur með ferðamannaiðn-
aðinum á Vestfjörðum að
sögn Jóns Páls Hreinssonar,
forstöðumanns Markaðsstofu
Vestfjarða. Hann telur að
komur erlendra ferðamanna
til Vestfjarða í sumar, verði
ekki færri en á síðasta ári og
komum innlendra ferða-
manna muni fjölga. Hann
segir stærstu markaðsað-
gerðir Markaðstofunnar í ár
liggja í endurútgáfu á korti af
Vestfjörðum. „Það verða
gefnir út sérstakir kynning-
arbæklingar og fréttablöð frá
Strandamönnum, sunnan-
verðum Vestfjörðum og
ferðamannasamtökum
Vestur-Barðastrandarsýslu.
Svo verður sérstakt kynning-
arátak á ferðaþjónustu á
norðanverðum Vestfjörðum í
samstarfi við aðila innan
ferðaþjónustunnar. Þá er ný
heimasíða í bígerð sem
verður opnuð 1. apríl. Það
verður sérstakt markaðsátak
erlendis og á Íslandi á heima-
síðunni,“ segir Jón Páll.
Hann segir stórfellda
markaðsherferð vera í bígerð
á Vestfjörðum í innlendum
fréttamiðlum. „Svo verða
Vestfirðir kynntir á sýningu
sem nefnist „Ferðalög og
frístundir“ sem haldin verður
í Laugardalshöllinni í vor.
Markaðsstofur á Íslandi
vinna að sérstöku markaðs-
átaki með Ferðamálastofu
fyrir kynningarátak erlendis
á öllum landshlutum Ís-
lands,“ segir Jón Páll.
Aðspurður um fjármögnun
slíks markaðsátaks segir Jón
Páll að stofan fái framlag frá
sveitarfélögunum í gegnum
Fjórðungssamband Vest-
firðinga. „Svo er sérstakur
samningur um fjármögnun
markaðsaðgerða við Ferða-
málastofu og iðnaðarráðu-
neytið. Talsverð hækkun er á
framlagi Ferðamálastofu til
Markaðsstofunnar sem er
viðurkenning á starfseminni
sem þar fer fram,“ segir Jón
Páll Hreinsson, forstöðumað-
ur Markaðsskrifstofunnar.
– birgir@bb.is Hornbjarg. Ferðamenn sækja mikið í ferðir um Hornstrandafriðlandið. Ljósm: © Mats.