Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
Inn að beini Ársæll Níelsson,leikari og athafnamaður
Níels Ársælsson er við nám í hinn margrómaða Comedia School í Danmörku. Hann
hefur tekið þátt í ýmsum uppfærslum hér vestra og má nefna Djöflaeyjuna sem Leikfélag
Menntaskólans á Ísafirði setti upp og NÖRD hjá súgfirska leikfélaginu Hallvarður Súgandi.
Einnig hefur hann stýrt ungmennaleikhúsinu Morranum og tekið þátt í skipulagningu Act alone.
Það kemur því ekki á óvart að draumastarfið hans er að vera leikari.
Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?
Að fara í menntaskóla á Ísafirði.
Hvar langar þig helst að búa?
Hvar sem er, svo lengi sem ég hef fjölskylduna hjá mér.
Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?
Fæðingar sona minna.
Mestu vonbrigði lífs þíns?
Að komast að því að ég gæti ekki flogið.
Mesta uppgötvunin í lífi þínu?
Þegar ég komst að því að Svavar Gestsson og
Jón Baldvin væru ekki einn og sami maðurinn.
Uppáhaldslagið?
Turn your head með Live.
Uppáhaldskvikmyndin?
The Dark Knight.
Uppáhaldsbókin?
The Book of Lost Things eftir John Connolly.
Ógleymanlegasta ferðalagið?
Tveggja vikna ferð til Ítalíu haustið 2005.
Uppáhaldsborgin?
Kaupmannahöfn.
Besta gjöfin?
Nýr dagur.
Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?
Já.
Hvaða hlut geturðu alls ekki verið án?
GSM símans.
Fyrsta starfið?
Bæjarvinnan á Tálknafirði.
Draumastarfið?
Leikari.
Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?
Hugh Grant.
Fallegasti staðurinn á Íslandi?
Tálknafjörður.
Skondnasta upplifun þín?
Þær eru svo margar. Fékk einu sinni rassinn á Árna Johnsen í
andlitið, hann var sem betur fór klæddur í þurrbúning. Konan
hans gaf mér súkkulaði í sárabætur.
Aðaláhugamálið?
Leiklist.
Besta vefsíðan að þínu mati?
IMDB.com og polli.blog.is
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Leikari.
Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?
Góður húmor.
En helsti löstur?
Skapið, verst er að þeir sem sjá verstu hliðar
þess eru þeir sem eiga það síst skilið.
Besta farartækið?
Lest.
Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?
Jóladagur.
Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?
Johnny Depp og pabba.
Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?
Ársæll.
Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?
Kvöldin.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Hrútnum.
Lífsmottóið þitt?
Það reddast.
Vélsmiðjan Mjölnir ehf. í
Bolungarvík hefur verið úr-
skurðuð gjaldþrota fyrir Hér-
aðsdómi Vestfjarða. Skiptum
á búinu lauk með úthlutunar-
aðgerð í mars síðastliðnum.
Samkvæmt henni greiddust
439 þúsund krónur upp í
kröfur sem alls voru samtals
að fjárhæð 5,2 milljónir króna
eða 8,2873 hundraðshlutar.
Ekkert greiddist upp í kröf-
ur samtals að fjárhæð 85,1
milljónir króna. Lýstar kröf-
ur í búið voru 100,4 milljónir
króna.
Ekkert fékkst
upp í kröfur
Kjörinn heið-
urslistamaður
Ísfirðingurinn Hjálmar H.
Ragnarsson, tónskáld, hefur
verið kjörinn heiðurslista-
maður Kópavogsbæjar fyrir
árið 2009. „Hjálmar hefur
verið atkvæðamikill sem
tónskáld hér á landi allt frá
því hann flutti heim að loknu
námi árið 1980. Verk hans
spanna allt frá einleiksverk-
um til stærri sinfónískra
verka og frá einsöngslögum
til söngleikja og ópera,“
sagði Sigurrós Þorgríms-
dóttir, formaður lista- og
menningarráðs Kópavogs,
þegar hún tilkynnti um kjör-
ið.
Hjálmar er sonur hjón-
anna Sigríðar og Ragnars H.
Ragnar, fyrrum skólastjóra
Tónlistarskóla Ísafjarðar og
bróðir Sigríðar Ragnars-
dóttur, núverandi skólastjóra.
Fóru á bátum
niður Hólsá
Sex Bolvíkingar fóru í
svokallað „river rafting“ á
þremur bátum niður Hólsá
við Bolungarvík í síðustu
viku. Þeir hófu siglinguna
við brúna við Tungu. Áin ein-
staklega straumhörð þessa
dagana og létu bátarnir illa
að stjórn að sögn Víðis
Benediktssonar. „Það er mik-
ið í ánni og hún er einstak-
lega straumhörð. Maður réð
ekkert við bátana. Ég fór al-
veg á bólakaf og báturinn
hvolfdist yfir mig. Við end-
uðum út við Bolungarvíkur-
höfn,“ sagði Víðir.