Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2010, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 28.01.2010, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Níu tilnefningar bárust um kjör íþróttamanns ársins. Emil Pálsson íþróttamaður ársins 2009 í Ísafjarðarbæ Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hefur verið útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2009. Emil Pálsson er 16 ára og æfir hjá Boltafélagi Ísafjarðar. Hann hefur leikið frábærlega með meistaraflokksliði BÍ/Bol- ungarvíkur og stóð sig frábærlega í 2.deildinni í sumar. Emil var í haust kjörinn efnilegasti leikmað- ur á lokahófi BÍ/Bolungarvík. Einnig hefur Emil sýnt góða takta með U17 landsliðinu og keppti meðal annars á Norðurlandamót U17 landsliða í Noregi í sumar þar sem Emil var í byrjunarliðinu í þremur af fjórum leikjum liðs- ins og skoraði tvö mörk. Viður- kenning fyrir útnefninguna og farandbikar var afhentur við há- tíðlega athöfn í Stjórnsýsluhús- inu á Ísafirði á sunnudag. Níu tilnefningar bárust frá íþróttafélögum um kjör íþrótta- manns Ísafjarðabæjar fyrir árið 2009. Þeir sem tilnefndir voru Anna María Stefánsdóttir hjá Sundfélaginu Vestra, Anton Helgi Guðjónsson hjá Golfklúbbi Ísafjarðar, Baldur Geir Gunnars- son hjá Knattspyrnufélaginu Herði, handknattleiksdeild, Bylgja Dröfn Magnúsdóttir hjá Hesta- mannafélaginu Hendingu, Emil Pálsson hjá Boltafélagi Ísafjarð- ar, Guðmundur Valdimarsson hjá Skotíþróttarfélagi Ísafjarðar- bæjar, Pance Iliewski hjá Körfu- knattleiksfélagi Ísafjarðar, Silja Rán Guðmundsdóttir hjá Skíða- félagi Ísfirðinga og Ragney Líf Stefánsdóttir hjá Íþróttafélaginu Ívari en hún var útnefnd íþrótta- maður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2008. – kristjan@bb.is Gísli Halldórsson og Emil Pálsson við útnefninguna.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.