Bæjarins besta - 28.01.2010, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 3
Fullt út úr dyrum hjá
Endurskoðun Vestfjarða
Fullt var út úr dyrum við opnun
skrifstofu Endurskoðunar Vest-
fjarða ehf., á 2. hæð í húsnæði
Neista á Ísafirði. Boðið var upp á
léttar veitingar og fólki gafst
kostur á að skoða nýja húsnæðið.
Endurskoðun Vestfjarða keypti
í desember rekstur Löggiltra end-
urskoðenda á Vestfjörðum og í
kjölfarið var ákveðið að opna
skrifstofu á Ísafirði. Guðmundur
E. Kjartansson, endurskoðandi
veitir skrifstofunni á Ísafirði
forstöðu.
„Það var alveg fullt út úr dyrum
og erum við ánægð með viðtök-
urnar. Við erum bjartsýn á að
það verði nóg að gera, það er
búið að vera það undanfarna ára-
tugi.“ segir Guðmundur. Sam-
hliða breytingunum gerðist De-
loitte hf. hluthafi í Endurskoðun
Vestfjarða ehf sem einnig rekur
skrifstofu í Bolungarvík.
Frá opnun skrifstofu Endurskoðun Vestfjarða ehf.
Jón Þorgeir Einarsson einn eigenda skrifstofunnar. Fjöldi manns heiðraði eigendur skrifstofunnar með nærveru sinni.
Áframhaldandi
samstarf Í-listans
Samfylkingin, Frjálslyndir
og óháðir og Vinstrihreyfingin
- grænt framboð hafa sam-
þykkt að bjóða sameiginlega
fram í sveitarstjórnarkosning-
um í maí. Flokkarnir sem
mynda Í-listann í Ísafjarðarbæ
fengu um 40% atkvæða í sveit-
arstjórnarkosningum fyrir fjór-
um árum og fjóra bæjarfull-
trúa. Að sögn Bryndísar Frið-
geirsdóttur, formanns Sam-
fylkingarinnar í Ísafjarðarbæ,
var mjög mikil sátt um áfram-
haldandi samstarf hjá flokkun-
um þremur. Samþykkt var að
halda opið prófkjör um skipan
fimm efstu sæta á sameigin-
legum lista. Öllum er frjálst að
bjóða sig fram.
„Hver sem er getur boðið
sig fram, ekki eingöngu innan
Í-listans heldur allir bæjarbúar.
Eina skilyrðið er að þeir séu
ekki skráðir í annan flokk og
við hvetjum alla áhugasama
til þess að nýta sér þetta,“ segir
Bryndís.
Bryndís segir að þörf hafi
verið á vettvangi þar sem fólk
gæti boðið sig fram. „Þetta er
vettvangur fyrir fólk sem er
að íhuga sérframboð því það
er ekki sátt með hlutina og vill
gera eitthvað í því. Mikil
áhersla var lögð á það hjá
flokkunum þremur að próf-
kjörið verði án allra girðinga
eða hólfa.“ Ekki hefur verið
endanlega ákveðið hvenær
prófkjörið verður haldið en
stefnt er að því að það fari
fram laugardaginn 20. febrúar.
Í - listinn í Ísafjarðarbæ fékk
um 40% atkvæða í sveitar-
stjórnarkosningum fyrir fjór-
um árum og fjóra bæjarfull-
trúa. – thelma@bb.is
Agnesi Láru Magnúsdóttur
Hlíf 1, Ísafirði
Ágústa Þorgilsdóttir Gunnlaugur Jóhannsson
Ragnheiður Þorgilsdóttir
Árni Kristinn Þorgilsson
Magnús Þorgilsson Sesselja Guðrún Þórðardóttir
Ásbjörn Þorgilsson Eva Sigurbjörnsdóttir
Valdís Þorgilsdóttir Anton Hólmsteinn Hjaltason
Hjördís Þorgilsdóttir Jón Sigurgeir Ásgeirsson
Þorgils Þorgilsson Petrina Shaolin
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tendamóður, ömmu og langömmu
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki þjónustudeildar Hlífar og
öldrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fyrir góða umönnun
Magnús Reynir dreg-
ur sig í hlé frá pólitík
bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar síð-
ustu átta ár. Fyrstu fjögur árin
var hann fulltrúi lista Frjálslyndra
og óháðra. En síðan sem bæjar-
fulltrúi Í-listans sem er sameig-
inlegur listi Frjálslynda flokks-
ins, Samfylkingar og Vinstri
Grænna. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir náðist ekki í Magnús
Reynir við vinnslu fréttarinnar.
Magnús Reynir Guðmundsson
bæjarfulltrúi Í-listans og áður
bæjarfulltrúi Frjálslyndra og
óháðra hefur ákveðið að sækjast
ekki eftir bæjarfulltrúasæti á Í-
listanum við sveitarstjórnarkosn-
ingar í maí. Magnús var bæjar-
ritari Ísafjarðar í rúm 20 ár, á
árunum 1970-1992. Hann starf-
aði einnig um árabil sem fram-
kvæmdastjóri Togaraútgerðar
Ísafjarðar. Magnús Reynir starf-
aði á árum áður innan Framsókn-
arflokksins og var varaþingmað-
ur flokksins á níunda áratugnum
og tók þá nokkrum sinnum sæti
á Alþingi.
Magnús Reynir hefur verið