Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2010, Page 8

Bæjarins besta - 28.01.2010, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Hugsanafeill að borgin sé e staðurinn þar sem hlutirnir ger Elísabet Gunnarsdóttir er Ís- firðingur í húð og hár og getur ekki hugsað sér að slíta tengslin við Ísafjörð. Eftir stúdentspróf frá MÍ hélt hún þó til náms í arkitektúr í Edinborg í Skotlandi og þaðan lá leiðin til Parísar þar sem hún dvaldi í sjö ár. Eftir fimmtán ára dvöl á Ísafirði, þar sem hún rak eigin arkitektastofu, lá leiðin til Noregs og þaðan, fyrir duttlunga örlaganna, til Fogo-eyju við strönd Nýfundna- lands þar sem hún veitir forstöðu nýstárlegri listamiðstöð. Elísabet kom heim til Ísafjarðar í jólafrí- inu og Bæjarins besta greip hana glóðvolga og forvitnaðist um starfið á Fogo-eyju, ferilinn og framtíðarplönin. „Ég á bæði íbúð og hús á Ísa- firði, get bara ekki hugsað mér að eiga ekkert hér. Þessi tíu ár sem ég var úti í náminu var ég alltaf ákveðin í að koma aftur heim og vinna úti á landi. Ástæð- an fyrir því að ég fór frá Edin- borg, eftir þriggja ára nám, var að ég þoldi ekki hvað þeir voru fastir í því að allt væri að gerast niðri í London. Það örlar svo sem á þessu hér heima líka gagn- vart Reykjavík. Þetta er óþolandi viðhorf. Það er fólksins á hverj- um stað að sjá til þess að hlutirnir gerist og það sé jafnvægi á milli landshluta. Þessi hugsanafeill að höfuðborgin sé eini staðurinn þar sem eitthvað gerist af viti er menn- ingarlega stórhættuleg og það verður að snúa henni við.“ – Elísabet á líka íbúð í París, en hún segist ekki geta hugsað sér að dvelja þar lengi í einu. „Við maðurinn minn keyptum þessa litlu íbúð og ætluðum okk- ur að búa í París helminginn af árinu og hinn helminginn hér heima. En svo fæddist eldri strákurinn og ég gat ekki hugsað mér að ala hann upp í París. Fannst einsog allur útblásturinn frá bílunum færi bara beint upp í nasirnar á honum. En árin í París voru ham- ingjuár og ég get einhvern veginn ekki ennþá fundið mig þar ein, svo ég fer þangað ekki oft og stoppa stutt í einu.“ Eini arkitektinn á Vestfjörðum „Eftir að náminu lauk fluttum við heim til Ísafjarðar þar sem mér bauðst vinna við skipulags- málin og stofnaði eigin stofu. Þeg- ar ég lít til baka þá var þetta náttúrulega fífldirfska óreynd eins og ég var, en ég fékk nóg af verkefnum og finnst alveg hreint ótrúlegt hvað mér var treyst. Í samanburði við kollega mína fékk ég mjög mikið af spennandi verkefnum. Enda vantaði fólk og enginn arkitekt starfandi frá Blönduósi og suður í Borgarnes. Ég byrjaði á Edinborgarhúsinu, en ég teiknaði líka sorpbrennslu- stöðina Funa, inngangana að Vestfjarðagöngunum, kirkjuna á Tálknafirði, íþróttahúsið og leik- skólann í Súðavík, leikskólann Sólborg, litlu spennistöðina í Mánagötu á Ísafirði, viðgerðir á Faktorshúsinu í Hæstakaupstað og fleira og fleira. Þá tók ég þátt í rekstri Slunka- ríkis og það var sennilega ástæð- an fyrir því að ég fékk vinnuna í Noregi, enda galleríið búið að geta sér orðstýr út fyrir landstein- ana. Í Noregi veitti ég forstöðu listamiðstöð sem heyrði undir Norrænu ráðherranefndina og er á vesturströndinni, þriggja tíma ferðalag frá Bergen í Dalsfjorden, þar sem Ingólfur Arnarson ólst upp. Það var ótrúlegt að vera þar, það var svo merkilegt að kynnast svona fjarskyldum ætt- ingjum sínum. Þetta fólk þarna í afdölum talaði mállýskur sem eru íslenskari en okkar íslenska og svo fallegt mál að maður kiknar í hnjánum. Þarna voru líka ótrú- lega margir karakterar sem mað- ur kannaðist við. Þótt Íslendingar og Norðmenn hafi þróast í ólíkar áttir í tímans rás þá breytist nú ekki meira en þetta á þúsund árum. Við erum orðin meira ameríkanseruð, en þeir hafa varð- veitt mikið af gömlu gildunum. Bæði þeim góðu og svo líka aftur- haldssemina.“ Listamiðstöðin í Noregi – En hvers vegna ákvað Elísa- bet að söðla svona um? „Eftir að maðurinn minn, Guð- mundur Thoroddssen, dó úr krabbameini, fannst mér ég þurfa að breyta til. Mér gekk líka illa að fá samstarfsfólk. Mig langaði til þess að reka stofuna í samstarfi við einhvern, en það þurfti auð- vitað að vera einhver sem var sammála mér um það hvernig ætti að gera hlutina. En fólk var svo hrætt við að flytja út á land og ég bara gafst upp á því að leita. Ég þurfti líka fjarlægð, þurfti að hlaða batteríin og lang- aði bara að fara eitthvert og vera í eitt ár. Ég varð mjög hissa þegar ég fékk þessa vinnu í Noregi, mér fannst það svo ótrúlegt að vera að ráða einhvern vestan af fjörðum með takmarkaða reynslu í stjórnun listastofnana. En þar spilaði sjálfsagt inn í að ég var alveg óhrædd við að vera ein- hvers staðar utan við stórborgina, ég hef alltaf séð mikla möguleika í því. Það er bara mín lífs-eitt- hvað, lífsköllun kannski, að sýna fram á að það er hægt að gera góða hluti úti á landi. Borgin er ekki norm og á ekki að vera það, við eigum ekki að líta þannig á að það sem gerist í New York eða Tokyo eða Reykjavík sé það eina sem er eitthvað vit í. Og þá heldur ekki og allra síst kannski á listasviðinu. Það var þetta sem við höfðum í huga við mótun starfsins í Noregi. Öll okkar verkefni fólust í því að vinna með umhverfið, fólkið og kúltúr- inn – vinna með sérstöðuna og sérkennin. Þetta miðaði allt að því að finna kjarnann í því sem var til staðar. Og það er sennilega ástæðan fyrir því að ég fékk starf- ið í Kanada. Það er líka svona utan við alfaraleið.“ – Starfið í Kanada er forstaða listamiðstöðvar á Fogo-eyju fyrir utan strönd Nýfundnalands. Hvernig rataði Elísabet þangað? „Ég kom til Fogo með strákana mína í byrjun september 2008 og ætlaði bara að vera þar í eitt ár. Fékk ársleyfi frá störfum í Noregi. En svo kom auðvitað í ljós að eitt ár var ekki nærri því nóg til að byggja upp verkefni af þessari stærðargráðu. Það kom þannig til að konan sem stendur fyrir þessu verkefni á Fogo-eyju kom í heimsókn til að skoða listamiðstöðina í Noregi. Hún er ein ríkasta kona Kanada, ólst upp á Fogo-eyju og hefur sett sér að hjálpa til við uppbyggingu eyj- unnar eftir að fiskveiðarnar, sem hafa verið lifibrauð eyjaskeggja öldum saman, lagðist að mestu af. Við fórum að tala saman um það hvernig eigi að reka svona listastarfsemi og hvernig það sé að koma frá litlum stað, annars vegar á Íslandi og hins vegar á Nýfundnalandi, og bara náðum

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.