Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2010, Síða 13

Bæjarins besta - 28.01.2010, Síða 13
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 13 Herdís Anna fékk tón- listarstyrk Rótarý 2010 Ísfirðingurinn Herdís Anna Jónasdóttir sópran er annar tveggja styrkþega um tón- listarstyrk Rótarý hreyfing- arinnar á Íslandi í ár. Styrk- irnir voru afhentir á árlegum stórtónleikum Rótarý sem haldnir voru í Salnum í Kópa- vogi fyrir stuttu. Hinn styrk- þeginn er Jóhann Már Nar- deau trompetleikari. Á tón- leikunum söng Herdís Anna nokkur lög við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara. Fullt hús var á tónleikunum og ríkti mikil hrifning yfir frábærri frammi- stöðu listamannanna sem fram komu. Þetta er sjötta árið sem Rótarýhreyfingin á Íslandi veitir efnilegu ungu tónlistar- fólki styrki til frekara náms. Nema styrkirnir 500 þúsind krónum hver en styrkþegar eru nú orðnir átta talsins frá upphafi. Umsóknir að þessu sinni voru 20, fjölbreytni óvenju mikil að því er tónlist- argreinar og aldur snertir og í hópnum mikið hæfileikafólk. Það var umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, Sveinn H. Skúlason, sem afhenti styrk- ina en þeir hafa verið veittir árlega síðan á 100 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar 2005. Herdís Anna Jónasdóttir sópran er langt komin í söng- námi óperudeild Hochschule für Musik Hanns-Eisler í Berlín. Hún hóf nám sitt einungis 5 ára gömul í Tón- listarskólanum á Ísafirði. Eftir stúdentspróf með láði frá Menntaskólanum á Ísa- firði 2003 hélt hún áfram söngnámi í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur og lauk þaðan prófi 2006. Hafði hún þá jafnframt um tíma verið Erasmus skiptinemi við Mozarteum tónlistarháskól- ann í Salzburg. Einn af kennurum Herdísar Önnu í Berlín undanfarin 3 ár, prófessor Brenda Mitchell, hefur borið sérstakt lof á ,,einstaklega hlýja litríka rödd hennar sem gerir hana að útvöldum túlkanda ljóðrænna hlutverka á borð við Sophie í Rósariddaranum og Paminu í Töfraflautunni.” Hún hafi náð tökum á coloratura-tækninni og frábærir leiklistarhæfi- leikar geri henni mögulegt aö fara með hin ólíkustu hlut- verk. Þá hafi Herdís Anna fágæta hæfileika til að læra og túlka nútímatónlist. Með söng sínum á námsárunum m.a. í Berlin Komische Oper, Berlin Konzerthaus og einnig Neuköllner Oper, einu af stóru sviðunum í Berlín, þar sem Herdís Anna hafi sungið heill- andi Mélisande í vinsælli upp- setningu á óperu Debussy’s „Pelléas et Mélisande.“ Herdís Anna syngur við undirleik móður sinnar. Vestfirski tónlistarmaður- inn Mugison mun gefa íbúum Norður-Ameríku forsmekk af Íslandi á kynningu sem ber nafnið A Taste of Iceland. Hún er liður í samkomu- laginu Iceland Naturally, sem íslensk stjórnvöld og nokkur íslensk fyrirtæki gerðu fyrst með sér í tengslum við landa- fundahátíðina vestanhafs árið 2000. Kynningin felur einnig í sér kynningu ís- lenskra eðalkokka á íslensk- um matvælum á fjölda veit- ingastaða, sérstakt ferða- málaátök, kvikmyndahátíðir, og kynningar á íslenskri vöru og þjónustu. „Í ár verðum við öflugri en nokkru sinni fyrr en jákvæð kynning á Íslandi er eitt af lykilatriðum endurreisnar ís- lensks efnahagslífs,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, formaður stjórnar Iceland Naturally verkefnisins, en verkefna- skrá þess fyrir árið 2010 var kynnt fyrir stuttu. Pétur segir að Iceland Nat- urally verkefnið nái til 30-40 milljóna manna á ári hverju. Iceland Naturally byggir markaðsaðgerðir sínar á við- amiklum neytendakönnun- um sem gerðar hafa verið annað hvert ár síðan 1999. „Rannsóknirnar sýna að til- tekinn markhópur, fólk sem hefur áhuga á náttúru og úti- vist, hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands, og því hefur verið lögð áhersla á þessa þætti ,“ segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmda- stjóri sölu og markaðssviðs hjá Icelandair, en á árinu 2009 varð 8% aukning á komu ferðamanna frá Norður-Ame- ríku til Íslands. „Í Iceland Naturally samstarfinu leggj- um við mikla áherslu á að kynna þá möguleika sem landið hefur uppá að bjóða.“ Mugison kynn- ir land og þjóð Hallgrímur og Davíð Kjartans- synir segja úrskurð Skipulags- stofnunar um að stækkun á þorsk- eldisfyrirtæki þeirra Álfsfelli þurfi að fara í umhverfismat hafa komið þeim á óvart. Álfsfell hef- ur um árabil alið þorsk í kvíum í Skutulsfirði en hyggst nú færa út kvíarnar og margfalda eldið í allt að 900 tonn á ári. „Þetta kom okkur svolítið á óvart. Kvíarnar eru aðeins á litlum hluta fjarðar- ins,“ segir Hallgrímur í samtali við Morgunblaðið en hann reikn- ar þó með því að farið verði í umhverfismat, en það sé einfald- lega fljótlegri leið en að kæra. Þá segir Hallgrímur gott að fá opin- berlega staðfestar upplýsingar um það hvort eldið gangi ekki örugglega til framtíðar á þessum stað. Sjálfur sé hann viss um það. Fyrirtækið hefur þó einnig útvegað sér stað fyrir kvíar í Dýrafirði sem ekki er ætlunin að nýta fyrr en búið verður að full- nýta það svæði sem leyfi fæst fyrir í Skutulsfirði. Framleiðslan byggist fyrst og fremst á því að Álfsfell fær sjó- menn til að veiða fyrir sig smá- þorsk en þeir fá hluta af tilrauna- kvóta sjávarútvegsráðuneytisins. Einnig hafa þeir bræður gert til- raunir með að ala seiði af villtum stofni. Vel hefur gengið að selja þorskinn. Bræðurnir eru með fastan markað í Sviss og hafa flutt vikulega út ferskan fisk í eitt og hálft ár. Einnig reyna þeir að nota tækifærið þegar fisk vantar á fiskmarkaði og í vinnslu. „Ég fer út í kvíar til að ná í fisk til slátrunar þegar brælur eru hérna úti og enginn fer á sjó,“ segir Davíð. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. – thelma@bb.is Flytja ferskan fisk til Sviss Bræðurnir Hallgrímur og Davíð Kjartanssynir vinna saman að uppbyggingu Álfsfells.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.