Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Page 11

Bæjarins besta - 27.05.2010, Page 11
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 11 stofnun og skapaði tímamót í at- vinnuuppbyggingu í landinu. Pabbi stofnaði Tónlistarskólann á Ísafirði, ég átti ömmubróður, Björn Jakobsson, sem stofnaði fyrsta íþróttaskólann á Íslandi og sem síðar varð Íþróttaskólinn á Laugarvatni, og ég kem svo að stofnun Listaháskólans, þannig að ég hugsaði með mér að þetta hlytu bara að vera örlög mín. Það er ótrúlega gaman að teikna upp og sjá það gerast að til verði svona vettvangur eins og skóli þar sem allt þetta frelsi ríkir í samskiptum fólks, frelsi til að prufa og gera tilraunir, frelsi til að láta reyna á alla hæfileika manns, og staður þar sem maður hefur svigrúm til láta allt ganga upp en líka ríkir umburðarlyndi gagnvart því að mönnum getur mistekist. Mín sýn þegar við stofnuðum Listaháskólann var að búa til skólann sem mig hefur alltaf langað til að vera í sjálfur og nú er ég búinn að vera hérna á tólfta ár. Það eru alltaf einhver verkefni eftir og háskóli er auðvitað flókið samfélag. Í aðra röndina er ég hér sem skólamaður og listamaður og í hina röndina er ég eins og bæjarstjóri sem fæst við hin ótrúlegustu mál. Ég hef mjög gaman af mannlegum samskiptum og þar nýtast auðvit- að vel áhrifin frá Ísafirði og upp- eldinu þar.“ Mótunarár í Reykjavík og Boston „Ég fer frá Ísafirði í Mennta- skólann í Reykjavík rétt sautján ára, það var mjög þroskandi. Ísa- fjörður var orðinn mér þröngur á þessum tíma og alveg kominn tími á að uppgötva höfuðborgina. Ég fann mig vel í borginni og fyrsta skóladaginn var ég mættur Ljósm: Mbl./Kristinn Ingvarsson. á einhverjum tímapunkti kom að því að ég þurfti að ákveða hvort ég vildi fara í tónlistarnám til Bandaríkjanna eða eitthvert ann- að til að stúdera náttúruvísindi. Ég lagði það fyrir föður minn hvað ég ætti að gera að ævistarfi. Man að þegar ég spurði hann var hann eins og svo oft uppi í rúmi að lesa. Hann lagði frá sér bókina, hlustaði á mig og sagði að þetta yrði að vera mín ákvörðun, eng- inn gæti tekið hana fyrir mig. En eftir smá umhugsun bætti hann við: Það er bara eitt sem ég get ráðlagt þér, veldu þér þá grein sem þú ert viss um að þér eigi eftir að finnast skemmtilegt að vinna við alla ævi. Þetta svaraði spurningu minni, allavegana að hálfu, og ég valdi tónlistina. En það var ekkert sjálfgefið og hugur minn hefur alltaf staðið til margra átta, mér leiðist fagidjótismi og þröngsýni. Í starfi mínu sem rekt- or Listaháskólans umgengst ég ótrúlega fjölbreyttan hóp fólks, sem kemur af ólíkum sviðum, t.d. arkitekta og hönnuði, fyrir utan svo auðvitað tónlistarfólk og annað listafólk. Sérstaklega finnst mér þó gaman að umgang- ast þennan fjölbreytta hóp nem- enda sem er hér í námi. Þeir hafa með sér kraftinn og hugmynda- auðgina. Ég er kannski að gera eins og pabbi, halda mér ungum með því að vera í stöðugu sam- neyti við ungt fólk.“ Hafirðu fordæmi föður þíns í huga þegar þú ákvaðst að taka þetta starf að þér? „Já, satt best að segja, þá gerði ég það. Það virðast hafa verið einhver álög í báðum ættum mín- um um að menn stofni skóla. Afi pabba, langafi minn, var Torfi Bjarnason sem stofnaði fyrsta búnaðarskóla á landinu í Ólafsdal í Gilsfirði, sem var mjög merk niður á Kaffi Tröð, sem var þá aðalstaðurinn, og mér fannst að ég hefði bara alltaf átt að vera þar. Þar kynntist ég fólki sem ég tengdi strax við. Þetta er á þeim tíma þegar æskan er í uppreisn og breytingar í uppsiglingu, sjálf- stæðisbarátta ungs fólks í blóma þarna um 1970. Ég var meðfram menntaskólanáminu í píanónámi hjá Árna Kristjánssyni við Tón- listarskólann í Reykjavík, en það var svo margt um að vera að ég mátti ekkert vera að því að eyða miklum tíma í að æfa mig. Maður þurfti að upplifa svo mikið, upp- götva ástina og allt þetta sem fylgir unglingsárunum. Svo býðst mér að fara í tónlist- arnám við mjög góðan háskóla í Boston og er boðinn góður fjár- styrkur til að stunda námið. Ég held að á þessum tíma hafi verið litið á Ísland sem hálfgert þróun- arland og þess vegna kannski

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.