Bæjarins besta - 27.05.2010, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
hafi mér verið boðinn þessi styrk-
ur. Allavegana, þetta kom sér
mjög vel, og ég fór út. Þar byrjaði
ég fyrst í tónsmíðunum. Mér
hafði bara aldrei dottið í hug að
ég gæti orðið tónskáld. Einhvern
veginn var maður alinn upp í því
að „tónskáld” væri eitthvað svo
upphafið, eiginlega ígildi Guðs
almáttugs. Bach og Beethoven
voru í huga manns varla mennsk-
ir menn, þeir sátu við hlið Drott-
ins og það að ætla sér að búa til
eitthvað eins og þeir höfðu gert
var náttúrulega bara goðgá. En í
háskólanum í Boston gerðist
margt, ég kynnist nýjum straum-
um og stefnum, og það var ör-
lagaríkt fyrir mig að ég kynnist
þar nýrri tegund tónlistar, raftón-
list. Ég bara rekst þarna á herbergi
í tónlistardeildinni sem merkt var
Electronic Studio. Þegar ég kom
þarna inn og sá öll tækin og tólin
fékk ég svona jákvætt taugaáfall
og eiginlega hló ég í þrjú ár, eins
og ég segi stundum, því þarna
voru alls kyns græjur sem hægt
var að láta framleiða hljóð sem
ég hafði aldrei nokkurn tíma
heyrt, og eiginlega enginn í heim-
inum hafði heyrt áður. Fyrir mig
var þetta vegur inn í tónsmíðarn-
ar. Þessi nýja tækni gaf fólki
eins og mér tækifæri til að nálgast
tónlistina á allt annan hátt. Síðar
meir í Hollandi lærði ég tölvu-
tónlist sem þá var á frumskeiði.
Mér fannst ég vera að uppgötva
nýjan heim og vera þátttakandi í
einhverri brjálæðislegri rannsókn
eða uppgötvun. Ég var þarna á
algjörlega réttum tíma. Svo var
náttúrulega mjög róttækur andi í
háskólasamfélaginu á þessum
tíma, náttúruvernd og mannrétt-
indabarátta á fullu og maður fór
í mótmælagöngur og hafði sterk-
ar skoðanir á heimsmálunum og
pólitíkinni. Ég á mikið af bréfum
frá þessum tíma sem eru alveg
logandi af ástríðu fyrir málstaðn-
um.“
Hvað fannst pabba þínum um
raftónlistina?
„Hann var alltaf ótrúlega opinn
fyrir nýjum hugmyndum, hvort
sem það var í vísindum eða list-
um. Og þótt honum fyndist margt
af nútímatónlist vera frekar yfir-
borðskennt og kannski leikara-
skapur þá var hann samt alltaf
svo forvitinn. Seinna meir var
einmitt flutt raftónverk eftir mig
á tónleikum á Ísafirði og ég held
honum hafi bara fundist það
lúmskt skemmtilegt. Þessi músík
ögraði fólki og pabbi hafði gam-
an af því. Ég var reyndar svo fana-
tískur á tímabili að ég var alveg
viss um það að öll venjuleg hljóð-
færi myndu úreldast, nýja tæknin
tæki við, það væri ekki spurning
um ár heldur frekar mánuði eða
vikur þangað til þeim yrði hent.
Samt var ég algjörlega klofinn í
þessari afstöðu því samtímis raf-
tónlistinni var ég að hamast við
að æfa klassísku tónlistina á pían-
óið. Þar kom til þetta dyggðuga
uppeldi mitt, að þurfa standa sína
plikt og klára það sem maður
byrjaði á. Það kom sér enda vel
þegar ég síðan fór að vinna sem
tónlistarmaður að hafa ekki kast-
að því öllu frá sér. Fyrir utan
píanóið lærði ég á klarinett og
fiktaði pínulítið á fiðlu og hef á
seinni árum meira að segja spilað
soldið á harmonikku og það hefur
allt saman komið að góðum not-
um.“
En þú hefur aldrei verið í popp-
hljómsveit?
„Nei, reyndar ekki, en sjálfsagt
ef ég væri táningur í dag væri ég
sko örugglega þungarokkari, því
á þessum tíma fékk ég strax
áhuga á framsækinni popptónlist,
Frank Zappa og King Crimson
til dæmis. Ég þoldi ekki bítlatón-
listina fannst hún svo væmin og
smeðjuleg. Rolling Stones fengu
þó séns, voru svona allt í lagi en
þó frekar of hefðbundnir. En það
var framúrstefnutónlistin, það
villta og róttækasta, sem höfðaði
til mín í bland við raftónlistina.
Þannig að ég missti eiginlega
alveg af meginstraumnum í
poppinu, veit ekkert um þá tónlist
og verð bara að viðurkenna að
ég hef aldrei náð þar taktinum.
Verð mér bara stórkostlega til
skammar ef ég þarf að taka þátt í
umræðu um svoleiðis tónlist.“
Þú hefur líka verið að vinna í
leikhúsi og kvikmyndum?
„Já, ég hafði mitt lífsviðurværi
af því lengi vel að vera lausamað-
ur í leikhúsum og kvikmyndum
og svo vann ég fyrir kirkjuna. Ég
þénaði vel á því að semja kirkju-
tónlist. Maður ber sig eftir björg-
inni og ég lít ekkert síður á mig
sem leikhúsmann en tónlistar-
mann.“
Ísafjörður, Holland,
New York og Jón Leifs
„Eftir námið í Boston fór ég til
Ísafjarðar að kenna við tónlistar-
skólann og menntaskólann, sem
þá var nýstofnaður. Það kom al-
gjörlega nýr bragur á bæinn með
stofnun menntaskólans. Þar starf-
aði ótrúlegur stabbi af áhuga-
verðu fólki og myndaðist ákveð-
inn ævintýraljómi í kringum Ísa-
fjörð á þessum árum. Það var
verið að stofna skóla, nemend-
urnir voru tilraunadýrin. Við
kennararnir vorum ekki mikið
eldri en nemendurnir og oft komu
upp undarlegustu aðstæður.
Þarna stjórnaði ég líka Sunnu-
kórnum, kenndi á hljóðfæri og
tónfræði við tónlistarskólann og
heimstónlist við menntaskólann.
Þannig var að ég hafði í Banda-
ríkjunum keypt mér mikið af
plötum með tónlist frá Suður-
Ameríku, Afríku og Asíu og alls
staðar að þannig að þegar Jón
Baldvin bað mig að kenna tónlist
þá var það þetta sem mig langaði
mest að kynna, ekki þetta hefð-
bundna vestræna dót sem mér
fannst að allir ættu að þekkja.
Þarna var ég með nemendahópa
í tvö ár og fór í gegnum þessa
tónlist með þeim. Tangótónlist
frá Argentínu, trommusláttur frá
Afríku, hörputónlist frá Andes-
fjöllum, lúðratónlist frá Tíbet og
söngurinn frá Búlgaríu, og svona
mætti lengi telja. Ég var að læra
svona einum tíma á undan krökk-
unum og búa til námsefni og svo
var prófað í þessu, hvernig sem
það var nú hægt. Þetta var ekki
síður lærdómsríkt fyrir mig.
Á Ísafirði á þessum tíma var
líka mjög sterkur hópur tónlistar-
manna, Sigga systir og Jónas
Tómasson, Jakob Hallgrímsson,
fiðluleikari og söngskáld og
Gunnar Björnsson í Bolungarvík,
og svo ýmsir aðrir svo sem Erling
Sörensen, sem þá starfaði sem
loftskeytamaður en var góður
flautuleikari. Við stofnuðum
Kammersveit Vestfjarða sem var
mjög aktív og spilaði tónlist al-
veg frá fornöld til nútímans og
svo auðvitað sömdum við tónlist
og héldum tónleika. Þetta var
mjög gaman, en síðan ætluðum
við okkur öll áfram í nám og
fórum sitt í hverja áttina þannig
að hópurinn splundraðist, en við
minnumst þessara ára með mik-
illi gleði.“
Hjálmar heldur til náms í Hol-
landi þar sem megináherslan er á
raftónlist og síðan til New York
fylkis í hefðbundið tónsmíða-
nám, þar sem áhrifin frá föður
hans hafa enn og aftur áhrif á þá
stefnu sem hann tekur.
„Já, það var fyrir áhrif frá
pabba að ég fékk áhuga á Jóni
Leifs. Pabbi var alltaf sannfærður
um það að Jón hefði verið mikið
tónskáld sem hefði lent í því að
verða fórnarlamb pólitískra
aðstæðna í Þýskalandi. Ég sem
sagt skrifaði mastersritgerðina
mína um hann og tónlist hans.
Síðan hefur Jón fylgt mér meira
og minna í gegnum tíðina og það
varð eiginlega þráhyggja hjá mér
að vekja athygli á tónlist hans og
reyna að endurreisa hann sem
tónskáld. Ég vann fyrst með
Hilmari Oddssyni að gerð hand-
ritsins að myndinni Tár úr steini
og upphaflega hugmyndin var
sú að myndin byrjaði á því að
Ragnar H. Ragnar, hermaður í
Bandaríkjaher, væri með Jón
Leifs í yfirheyrslu um borð í Esju
við Reykjavíkurhöfn. Þessi yfir-
heyrsla á sér raunverulega stoð,
pabbi sagði mér frá því. Síðar
varð verkefnið einfaldlega of stórt
og rammi myndarinnar breyttist.
Fyrst átti þetta reyndar að vera
heimildarmynd, en þróaðist yfir
í leikna kvikmynd. En grunnhug-
myndin var alltaf sú að kynna
tónlist Jóns og það tókst, það er
ekki hægt að segja annað.
Jón Leifs fylgdi mér lengi vel,
en sem betur fer er ég búinn að
losa mig við hann því maður má
ekki láta fortíðina hafa of mikil
áhrif á líf sitt. En mér finnst mjög
gaman að sjá hvað Jón nær að
höfða til yngri kynslóðanna, því
hann var svo umdeildur á sínum
tíma. Svona tónlist var alltof hrjúf
og fráhrindandi fyrir eldri kyn-
slóðir, það þurfti ný eyru til að
læra að meta hana og fordóma-
lausara fólk.“
Er fyrst og
fremst tónskáld
Hjálmar kemur heim frá námi
1980 og hefur síðan búið á Reyk-
javíkursvæðinu að undanskildu
einu ári sem hann bjó á Ísafirði.
„Ísafjörður togaði mig til sín
aftur 1993, rétt eftir að mamma
dó. Mig langaði að upplifa aftur
anda fjallanna og blandast menn-
ingunni í bænum. Þetta var mjög
góður tími fyrir okkur Ásu, við
vorum með tvö lítil börn og þetta
hentaði okkur vel. Þetta var snjó-
þungur og erfiður vetur, snjóflóð
í Tunguskógi, Guggan kom og
Guggan fór, skuggi hvíldi yfir
byggðinni, en fyrir okkur litlu
fjölskylduna, var samt dásamlegt
að vera á Ísafirði. Ég hafði vinnu-
stofu í gamla spítalanum og
samdi bara töluvert af músík
þennan vetur. Kenndi í tónlistar-
skólanum, fór á Sunnukórsballið
og komst í samband við ræturn-
ar.“
Þú átt eftir þrjú og hálft ár sem
rektor Listaháskólans. Hvað tek-
ur svo við?
„Hvað bíður manns? Það er
allt svo óráðið, en ég mun hætta,
það er alveg ákveðið. Það er gott
fyrir bæði skólann og mig. Þetta
er slítandi og kröfuhart starf en
líka gefandi. Ég þarf auðvitað að
sinna tónskáldinu meira, þótt mér
hafi reyndar tekist að samræma
þetta betur undanfarið. Ef ég væri
spurður: Hver ert þú Hjálmar?
Þá svara ég með því að ég er
fyrst og fremst tónskáld. Þrátt
fyrir öll hliðarsporin og þessi
ólíku störf sem ég hefi sinnt þá
er það tónskáldið sem er þarna
innst inni, kjarninn. Mér líður
ekki vel nema geta samið tónlist
og ég heyri fyrir mér fullt af
verkum sem ég á eftir að skrifa.
En það er ekkert auðvelt að fram-
fleyta sér sem listamaður og þeg-
ar maður er kominn á minn aldur
er orkan ekki sú sama og áður,
þannig að ég þarf að finna mér
einverja nýja leið. Hef nú aldrei
verið fyrirhyggjusamur maður,
en ég hef trú á að mér takist
þetta. Með árunum og auknum
þroska hefur fordómunum fækk-
að og maður er orðinn sáttari við
sjálfan sig og lífið. Mér finnst ég
hafa náð árangri og ótrúlega
mikið af mínum draumum hefur
ræst. Það er samt fullt eftir, það
er ekki það, en ef ég hrykki upp
af á morgun myndi ég ekki sjá
eftir neinu sem ég hef gert. Þvert
á móti, ég tek á móti lífinu fagn-
andi.“
– fridrika@bb.is
Ljósm: Mbl./Kristinn Ingvarsson.