Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Síða 16

Bæjarins besta - 27.05.2010, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Hógvær kosningabarátta Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar ósagt látið, en annar listanna í Bolungarvík er listi sjálfstæðismanna og óháðra. Ísafjarðarbær sker sig úr að því leitinu að þar eru boðn- ir fram fjórir listar og verður fróðlegt að sjá hverjum árangri Kammó- nistalistinn nær, en helmingur frambjóðenda hans eru nemar. Í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum eiga kjósendur val milli lista, í einu þurfa þeir ekki að fórna næsta laugardegi í kosningar og í fjórum velja þeir sitt fólk, sem í raun er afar lýðræðislegt, kannski hið fullkomna val. Á landinu öllu eru 76 sveitarfélög, en listakosningar fara ekki fram í þeim öllum. En til hvers er barist? Það eru hagsmunir okkar, Jóns og Gunnu, sem allt snýst um og tímabært hlýtur að vera að spyrja hvort ekki sé komið mál til að brjóta upp núverandi kosningakerfi. Hvað sem öðru líður þá er ljóst að sveitarstjórnarmenn eru þeir sem ráða einna mestu um það við hver kjör við búum hvert á sínum stað og þess vegna skiptir okkur miklu hvernig til tekst. Fyrir löngu ætti að vera ákveðið að kjósendur ættu kost á að velja einstaklinga fremur en flokka til þess að fara með viðkvæm mál- efni sveitarfélaga. En það er eins og okkur skorti kjarkinn til að brjótast út úr flokkakerfinu og treysta fremur á þá eintaklinga sem ætla má að skili góðu starfi. Af því sem blasir við á Vestfjörðum má ætla að við séum kannski komin lengra á þeirri braut en aðrir. En samt myndum við styrkja stöðu okkar með færri en sterkari sveitarfélögum. Það ber að stefna að fækkun þeirra en þangað til skulum við kjósa besta fólkið, eins og ævinlega. Undirbúningur kosninga til sveitarstjórna á Vestfjörðum hefur verið á rólegu nótunum og jafnframt verið hógvær. Til dæmis um það eru sameiginlegir kosningafundir framboðanna fjögurra í Ísa- fjarðarbæ. Það er góð leið og áhugasömum og þeim sem enn eru í óvissu um hvað kjósa skal gefst tækifæri til að sjá fulltrúa allra á sama tíma og stað og bera saman það sem þeir hafa fram að færa. Af tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum verður kosið í níu því aðeins einn listi kom fram í Tálknafjarðarhreppi. Í fjórum verða óbundnar kosningar, því ekki komu þar fram listar. Þau eru Árneshreppur, Bæjarhreppur og Kaldrananeshreppur í Strandasýslu og Reykhóla- hreppur, sem í raun er fyrrum Austur- Barðastrandarsýsla. Þar verður kosið um menn, karla eða konur, en allir kosningabærir menn eru í framboði sem ekki hafa skorast undan því að skilyrðum uppfylltum. Í Bolungarvík sem er næst stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum eru aðeins tveir listar í framboði. Sama gildir um Vesturbyggð og Strandabyggð. Í Súðavíkurhreppi eru einnig tveir listar og annar ekki skipaður nema að hálfu. Hreinir flokkslistar eru aðeins boðn- ir fram í tveimur sveitarfélögum af 10, í Vesturbyggð og Ísafjarðar- bæ, sem er eina sveitarfélagið með fleiri en einn slíkan, en Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bjóða þar fram líkt og hinn síðarnefndi gerir í Vesturbyggð. Hvort af þessu megi draga þá ályktun að flokkakerfið eigi í vök að verjast á Vestfjörðum skal Fulltrúar Flugakademíu Keilis kynntu nám í einkaflugi og at- vinnuflugi á Ísafjarðarflugvelli fyrir stuttu. Kynningin var vel sótt og gestir fengu að fara í kynnisflug á flaggskipi Flugaka- demíu Keilis, DA-42 NG. Ljóst er að mikill áhugi er fyrir flug- námi á Vestfjörðum. Keilir býður upp á að nemendur geti stundað nám í einkaflugi alfarið frá Vest- fjörðum ef nægilega stór hópur næst. Bóklegi hlutinn er kenndur í gegnum fjarnám og verklegi hlutinn yrði þá kenndur á Ísafirði á kennsluvélum frá Keili. Flugvélafloti Keilis er nýstár- legur og hátækniflugvélar eru notaðar til kennslunnar. Vélarnar eru af gerðinni Diamond DA- 20, DA-40 og DA-42, sem eru einar fullkomnustu kennslu- og einkaflugvélar sem framleiddar eru í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Keili. Allar upp- lýsingar um Flugakademíu Keilis og aðrar námsbrautir má finna á www.keilir.net. Mikill áhugi fyrir flugnámi á Vestfjörðum Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans vegna ársins 2009 hefur verið tekinn til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar og samþykktur. Heildar- tekjur A og B hluta námu 2.753 m.kr., þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 1.926 milljónir kr. og aðrar tekjur nema 828 milljónum kr. Heildarútgjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 2.524 milljónum kr. á árinu 2009. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nema heildarút- gjöld 3.155 milljónum kr. á árinu 2009. Þannig er rekstrarhalli 403 milljónir kr. að teknu tilliti til reiknaðra liða á borð við afskriftir og fjármagnsliði. Rekstrarbati á milli áranna 2008 og 2009 er 475 milljónir kr. sem, að því er fram kemur í tilkynningu, gefur til kynna að sveitarfélagið er að vinna sig út úr því ástandi sem skapaðist sökum bankahrunsins 2008. Veltufé frá rekstri er já- kvætt um 126 milljónir kr. og handbært fé frá rekstri er jákvætt um 147 milljónir kr. Að teknu tilliti til fjárfestinga, afborgana af lánum og endur- fjármögnunar lækka langtíma- og skammtímaskuldir um 35 millj- ónir kr. á milli ára. Langtíma- og skammtímaskuldir eru 4.145 milljónir kr. í lok ársins 2009. Þar af eru skuldir vegna félags- lega húsnæðiskerfisins 1.307 milljónir kr. en þær skuldir lækka með sölu íbúða út úr kerfinu með stuðningi Varasjóðs húsnæðis- mála. Því til viðbótar eru 100 milljónir kr. lán frá Ofanflóða- sjóði sem mun afskrifast. Lang- tíma- og skammtímaskuldir án félagslega húsnæðiskerfisins og láns Ofanflóðasjóðs eru því 2.738 milljónir kr. „Almennt má segja að allur rekstur í landinu er erfiður. Það á við um sveitarfélög og ríki eins og fyrirtæki og heimili landsins. Staða Ísafjarðarbæjar er sú í dag að sveitarfélagið er sjálfbært hvað varðar hóflegar fjárfesting- ar og afborganir af lánum í bland við endurfjármögnun lána. Það er þó öllum ljóst að töluverð óvissa er um tekjuþróun næstu ár og mikilvægt að beita áfram miklu aðhaldi og gætni í rekstri sveitarfélagsins til að tryggja áfram þá grunnþjónustu sem Ísa- fjarðarbær veitir íbúum sínum.“ 475 milljónir króna rekstrarbati Ísafjörður. smáar Óska eftir að kaupa notaðan ísskáp. Uppl. í síma 845 5515. Til leigu er 240m² raðhús á tveimur hæðum Ísafirði. Um er að ræða sjö herb. ásamt bílskúr og garði. Laust 1. júlí. Uppl. í síma 690 8825. Tveir listar eru í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Súðavíkurhreppi, F-listinn og L-listinn. Gísli H. Her- mannsson skipstjóri leiðir F- listann en í næstu sætum koma þau Guðrún G. Elías- dóttir húsmóðir, Ragna Að- alsteinsdóttir bóndi, Sigur- jón Samúelsson bóndi og Baldur Vilhelmsson prófast- ur. L-listann leiðir Valgeir Hauksson eftirlitsmaður en næstu fjögur sæti skipa þau Ester Rut Unnsteinsdóttir forstöðumaður, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri og Guðrún I. Halldórsdóttir verkamaður og húsmóðir. Tveir listar í Súðavíkurhreppi

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.