Bæjarins besta - 27.05.2010, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Enginn hagvöxtur árin 2004-2008
Nær enginn hagvöxtur var á
Vestfjörðum á árunum 2004-
2008. Í skýrslu um hagvöxt lands-
hluta, sem nú er birt í fjórða sinn
segir að árið 2008 hafi verið það
fyrsta þar sem hagvöxtur var yfir
landsmeðaltali á Vestfjörðum.
Árið 2008 er líka fyrsta árið í
langan tíma sem fólki fjölgar á
Vestfjörðum. Fjölgunin var um
1%, en fyrri árin á tímabilinu
fækkaði Vestfirðingum um 1-2%
á ári. Framleiðsla dróst saman á
Vestfjörðum árin 2006 og 2007
samkvæmt mælingunni. Árin
2003-2008 má þó segja að fram-
leiðslan standi nokkurn veginn í
stað (samtals mælist 3% hagvöxt-
ur þessi fimm ár). Þjónusta og
sjávarútvegur vex heldur, en op-
inber starfsemi dregst saman. At-
hygli vekur að á Vestfjörðum
hafði atvinnuleysi ekki aukist að
nokkru marki í árslok 2008 öfugt
við það sem gerðist á suðvestur-
hluta landsins.
Eins og víðar á landsbyggðinni
styrkir lágt gengi krónunnar at-
vinnulíf og stuðlar að háum laun-
um hjá sjómönnum. Um tíma
streymdi ungt fólk frá þessum
landshluta, einkum þá frá öðrum
byggðarlögum en Ísafirði. Horfur
byggðarlaga má að nokkru leyti
lesa úr því verði sem greitt er
fyrir húsnæði. Húsnæðisverð
hefur óvíða verið lægra á landinu
en á Vestfjörðum, en miklu mun-
ar þó innan byggðarlagsins. Á
fyrri hluta árs 2009 var fermetra-
verð í sérbýli á Ísafirði 25-35%
af því sem sjá mátti í miðbæ
Reykjavíkur, en sunnar á Vest-
fjörðum fór verðið í 15-20% af
verðinu í miðbæ Reykjavíkur.
Skýrsla um Hagvöxt lands-
hluta er unnin af Dr. Sigurði Jó-
hannessyni hjá Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands fyrir Byggða-
stofnun og í samvinnu við
starfsmenn stofnunarinnar. Í
skýrslunni eru tölur fyrir árið
2007 reiknaðar eins og áður en
tölur fyrir árið 2008 áætlaðar.
Meginniðurstöður eru þær að
hagvöxtur á landinu öllu var 6-
7% á árunum 2004 til 2007, en
stóð nær í stað á árinu 2008.
Áhrif bankahrunsins gætir því
ekki að fullu það ár og er líklegt
að áhrif þess hafi ekki komið
fram af fullum þunga fyrr en á
árinu 2009, segir í skýrslu Dr.
Sigurðar Jóhannessonar.
– thelma@bb.is
Gerd Marteinsen, 68 ára
gamall Þjóðverji, setti í stór-
lúðu fáeinar sjómílur út frá
Deildinni á föstudag og stóð
viðureignin yfir í eina og hálfa
klukkustund. Gerd og áhöfn
hans voru á bátnum Bobby 12
sem er gerður út frá Flateyri.
Lúðan mældist 204 sm að
lengd og vó 110 kg. Lúðan er
önnur stærsta stórlúða sem
veiðst hefur á sjóstöng við Ís-
landsmið svo vitað sé. Sú
stærsta var veidd á svipuðum
slóðum í maí árið 2007 þegar
sjóstangaveiðifyrirtækið Hvíld-
arklettur á Suðureyri hóf starf-
semi sína. Sú lúða mældist 240
sm að lengd og vó 175 kg og er
með fimm stærstu lúðum í Evr-
ópu sem veiðst hafa á sjóstöng.
Nýverið veiddist 203 sm og 108
kg lúða á bát frá Hvíldarkletti frá
Flateyri en lúðan hans Gerd Mar-
teinsen tók annað sætið enda var
lúðan hans 2 kg þyngri en aðeins
sentimetra lengri.
Mikil sjóstangaveiðistemning
ríkir um þessar mundir á Flateyri
og Suðureyri en Hvíldarklettur
gerir út 22 sjóstangaveiðibáta og
eru viðskiptavinirnir aðallega
Þjóðverjar. Veiðimennirnir eru
að draga rígaþorska á sjóstöng
og í vikunni veiddist 23 kg
þorskur og 11 kg steinbítur sem
þykja býsna vænir fiskar á
stöng. Það sem af er maímán-
uði hafa þrjár lúður veiðst og
tvær þeirra yfir 100 kg. Veiði-
mennirnir sækjast aðallega
eftir að veiða stórlúður, stein-
bít og stór þorska. Hægt er að
fylgjast með veiðifréttum á
bloggsíðu Róbert Schmidt sem
er leiðsögumaður Hvíldarkletts
á Suðureyri.
– thelma@bb.is
110 kg stórlúða á sjóstöng
Það tók rúma 1,5 klukkustund að koma ferlíkinu um borð. Mynd: Róbert Schmidt.
Fjölga mætti
nemendum
Fjölga mætti um 83 nemendur
í grunnskólum sveitarfélaganna
þriggja við Djúp án þess að fjölga
kennurum. Samsvarar það níu
stöðugildum í kennslu. Þetta
kemur fram í útreikningnum
starfshóps 100 daga nefndarinnar
í fræðslumálum um mögulega
fjölgun nemenda í Ísafjarðarbæ,
Bolungarvík og Súðavíkurhreppi
í samanburði við viðmið um fjölda
nemanda á hvern kennara. Grunn-
skólar sveitarfélaganna þriggja
eru sex, þar af fjórir í Ísafjarðar-
bæ, einn í hverjum byggðakjarna.
Í sveitarfélögunum eru um 770
nemendur í 1. til 10. bekk grunn-
skóla og eru allir bekkir kenndir
í hverju sveitarfélaganna þriggja.
Samkvæmt útreikningunum
mætti fjölga nemendum án þess
að þurfa að fjölga kennurum í
öllum skólum sveitarfélaganna
þriggja nema Grunnskólanum á
Ísafirði þar sem 500 nemar voru
á síðasta ári samkvæmt Árbók
sveitarfélaga árið 2009. Í Grunn-
skóla Bolungarvíkur voru 125
nemar og mætti fjölga þeim um
26, í Grunnskóla Önundarfjarðar
voru 28 nemar og mætti einnig
fjölga þeim um 26. Í Grunnskól-
anum á Suðureyri voru nemendur
42 talsins og mætti fjölga þeim
um 25, í Grunnskólanum á Þing-
eyri voru 48 nemar en þeim mætti
fjölga um 23. Í Súðavíkurskóla
voru 30 nemendur og mætti
fjölga þeim um 19.
– thelma@bb.is
Rekstur hafnanna í Ísafjarðar-
bæ, Bolungarvík og Súðavík hef-
ur verið erfiður síðustu ár. Fram
kemur í skýrslu 100 daga nefnd-
arinnar að tap hefur verið af
rekstri hafna Ísafjarðarbæjar síð-
ustu árin og hefur eigið fé hafn-
anna verið lækkað úr rúmum 186
milljónum króna árið 2006 í um
56 milljónir kr. árið 2009. Árið
2008 var Ísafjarðarhöfnum sér-
staklega óhagfellt, en um 37%
skulda eru í erlendum myntum.
Við gengisfallið árið 2008 og
verðlagshækkanir jukust skuld-
irnar 80 milljónir kr. Engin ný
lán voru tekin það árið.
Eigið fé í Bolungarvík hefur
verið að lagast síðustu tvö ár.
Það var þó enn neikvætt í árslok
2009 um 32 milljónir kr., en var
neikvætt um 46 milljónir kr. í
árslok 2008. Rekstrarafkoma
Ísafjarðarhafna og Bolungarvík-
urhafnar fyrir vexti var hins vegar
jákvæð öll árin, ef árið 2007 er
undanskilið hjá Ísafjarðarhöfn-
um.
Þessu er hins vegar ekki svo
háttað í Súðavíkurhöfn. Rekstr-
artekjur hafnarinnar hafa ekki
staðið undir rekstrarkostnaðinum
og er eigið fé hafnarsjóðs nú nei-
kvætt um 1,1 milljón króna.
Skuldir hafnarsjóðs Súðavíkur-
hafnar eru nær allar við aðalsjóð
sveitarfélagsins.
– thelma@bb.is
Erfiður rekstur hafnanna
Frá Bolungarvíkurhöfn.