Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Page 19

Bæjarins besta - 27.05.2010, Page 19
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 19 Sælkerinn Svínalundir með ýmsu „Þegar ég varð fertug gaf ég út litla matreiðslubók og notaði hana líka sem boðskort og ætla ég að leyfa ykkur að fá nokkrar uppskriftir úr henni. Meðal ann- ars er réttur úr svínalundum sem ég lærði að gera í Svíþjóð þegar ég var þar sem aupair fyrir nokk- uð mörgum árum og hentar vel núna þar sem svínalundir eru oft á góðu tilboði núna. Með svína- lundunum er gott að borða Nan brauð sem ég ætla líka að gefa uppskrift af. Í eftirrétt er svo Magdalenukaka sem er mjög auðvelt að gera, hún er best volg með ís eða þeyttum rjóma.“ Svínalundir með ýmsu Svínalund (reikna með 250- 300 grömmum á mann) 2 kúfaðar tsk. karrý 2 kúfaðar tsk. kjötkraft Smjör + olía Rjómi ca. 1 peli Svínalundin skorin í ca. 3 sm. sneiðar og bankaðar létt með hendinni. Smjör og olía hitað á pönnu, karrý og kjötkraftur hrært saman við á pönnunni, kjötið steikt á pönnunni í 2 mín. hvoru megin, rjóma hellt yfir og látið malla í 15-20 mín. Með þessu er borið fram: 1 tsk salt 25 g ger 1 tsk natron 7-8 dl hveiti Allt hnoðað saman, látið hefast í 1 ½ - 2 klst. Hnoðað aftur, flatt út, skorið í ca 6 x 6 cm. ferninga og steikt á þurri pönnu eða grill- að. Hrísgrjón, bananar, salthnetur, kókosmjöl og Nan brauð. Nan brauð 3 dl volgt vatn 1 msk olía Magdalenukaka 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 1 tsk natron ¼ tsk salt 1 stk egg ½ ds kokteilávextir Öllu hrært saman og sett í eldfast mót. Ofan á er sett: ½ bolli kókosmjöl ½ bolli púðursykur Þessu er hrært saman og stráð yfir deigið. Bakist við vægan hita í 45 mín. 150 – 170°. Borðað með þeyttum rjóma eða ís. Ég skora á hjónin Fríðu Rún- arsdóttir og Hermann Her- mannsson á Ísafirði að koma með uppskrift í næsta blaði. Sælkeri vikunnar er Elín Ólafsdóttir á Ísafirði. Franskur sérfræðingur í lofts- lagsmálum, Dr. Daniel Martin, heimsótti Háskólasetur Vest- fjarða á dögunum á vegum franska sendiráðsins á Íslandi. Dr. Martin er rannsóknarverkefnisstjóri hjá ráðuneyti í Frakklandi sem hefur með vistfræði, orku, sjálfbæra þró- un og hafið að gera (MEEDDM). Hann hélt erindi í málstofu í nám- skeiðinu Climate Changes and Policy, eða Loftslagsbreytingar og stefnumörkun, sem nú stendur yfir í meistaranáminu. Í erindinu sínu fjallaði hann einkum um mikilvægt hlutverk fjölmiðla þegar kemur að miðlun upplýs- inga um loftslagsmál til almenn- ings. Einnig ræddi hann um rann- sóknir sem hann stýrir og tekur þátt í sem snúa að loftslagsbreyt- ingum. „Það er mikill fengur að því að fá gest á borð við Daniel Martin hingað vestur enda er hann í miðri hringiðu vísindaumræð- unnar um loftslagsmál í heimin- um,“ segir í tilkynningu frá Há- skólasetrinu. Að fyrirlestrinum loknum héldu nemendur lofts- lagsnámskeiðsins í vettvangsferð í Vigur, ásamt Dr. Martin og nemendum námskeiðsins Chem- istry and Contamination in the Coastal Zone, eða Efnafræði og mengun á strandsvæðum, og kennara þess Dr. Hrönn Jörunds- dóttur. Í Vigur skoðuðu nemendur loftslagsnámskeiðsins m.a. um- merki um nýlegan sinubruna og var sá viðburður tengdur við ým- islegt forvitnilegt sem fram hafði komið á námskeiðinu m.a. minnk- andi ofankomu. Nemendur meng- unarnámskeiðsins skoðuðu við- burðinn út frá öðru sjónarhorni, þ.e. með tilliti til þess hvort slíkir brunar í náttúrunni geti haft í för með sér umhverfismengun. „Jafnframt þessum námspæl- ingum nutu nemendur og kennar- ar náttúrufegurðarinnar í Vigur og ekki síður gestrisni ábúenda sem kynntu t.d. æðardúntekju og vinnslu fyrir þeim. Ekki var síður ánægjulegt að njóta siglingar- innar með Sjóferðum á Ísafirði sem veittu framúrskarandi þjón- ustu og hugsuðu vel um hópinn.“ Vettvangsferð í Vigur með frönskum loftslagssérfræðingi Frá vettvangsferðinni í Vigur. Mynd: Þorsteinn J: Tómasson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.