Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.01.2011, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 27.01.2011, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Samkeppnishæfni lands- byggðarinnar fer versnandi Síhækkandi eldsneytisverð hefur skaðað samkeppnishæfni landsbyggðarinnar verulega og þá sérstaklega útflutningsfyrir- tæki sem þurfa að koma afurðum sínum á markaði erlendis. „Á undanförnum árum hafa mörg iðnfyrirtæki horfið af sjónarsvið- inu hér vestra og með þeim yfir 300 störf,“ segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Techno- logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag- stætt að hafa iðnfyrirtæki starf- andi á landsbyggðinni. Sér í lagi þegar horft er til síhækkandi elds- neytisverðs sem hefur áhrif á flutningsgjöld og þar með skakka samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem þurfa að flytja til sín aðföng og frá sér tilbúnar vörur á mark- aði erlendis. Samkeppnisstaða landsbyggðarfyrirtækja gagnvart fyrirtækjum á Reykjavíkursvæð- inu og síðan gagnvart fyrirtækj- um í Evrópu hefur farið hríð- versnandi,“ segir Jóhann. „Nú er svo komið að vöruflutn- ingur frá Ísafirði til Reykjavíkur er helmingurinn af flutnings- kostnaði vörunnar á leið sinni til hafnar í Evrópu. Þegar vara er flutt frá Ísafirði til Reykjavíkur með flutningabíl nemur svokall- að olíugjald nálega þriðjungi af kostnaðinum á þeim flutnings- legg. Þessi þróun er tilkomin vegna skattpíningarstefnu stjórnvalda og síðan heimsmarkaðsverði á olíu. Því er hægt að segja að stefna núverandi ríkisstjórnar með auknum álögum á eldsneyti komi harðast niður á útflutningsfyrir- tækjum á landsbyggðinni. Kostn- aður við aðföng er kominn langt yfir það sem nokkurt fyrirtæki getur tekið á sig, enda lætur nærri að félög í iðnaðarframleiðslu, að stóriðju undanskilinni, á lands- byggðinni greiði á endanum 10% hærra hráefnisverð en félög sem starfa nærri skilgreindri útflutn- ingshöfn, þ.e. í Reykjavík. Því er það tómt mál að tala um að auka útflutning með nýsköpun í iðn- aði eins og svo vinsælt er að stjórnmálamenn skreyti sig með á tyllidögum, allavega þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því slík félög sæki fram á lands- byggðinni,“ segir Jóhann. Jóhann segir þó að ábyrgðin liggi ekki alfarið hjá ríkinu. „Ábyrgðin liggur einnig hjá sveit- arstjórnum; aðgerðarleysi þeirra og röng forgangsröðun hefur ekki spornað við hnignuninni. Í því sambandi má nefna að það er ótrúlega lítil umræða um sam- keppnishæfni byggðakjarna á landsbyggðinni og fólk er alltaf jafn hissa þegar að fyrirtæki loka eða leggja upp laupana á lands- byggðinni. Það er ótrúlega lítill áhugi innan sveitarstjórna um að greina samkeppnisstöðuna, bæði innbyrðis milli sveitarfélaga á landsbyggðinni annars vegar og gagnvart höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Sveitarfélögin eiga ekki að vera upptekin af því að finna uppá hverskonar fyrirtæki þau vilja fá á svæðið, heldur ein- beita sér að því að skapa jarðveg með góðum gróanda,“ segir Jó- hann. „Það er brýnt að samfélagið hér vestra undir forystu bæjar- yfirvalda komi saman til að móta leiðir sem tryggja viðgang iðn- aðar og almennra starfsskilyrða á svæðinu. Með áframhaldandi aðgerðarleysi hefur teningunum verið kastað,“ segir Jóhann. Viltu breyta? Þriggja mánaða námskeið þar sem þátttak- andi er aðstoðaður við að velja holla lifnaðar- hætti. Notaðar verða einstaklingsmiðaðar að- ferðir til að styðjast við, leiðbeina, veita fræðslu og hvetja þátttakanda. Þátttökuskilyrði eru að líkamsþyngdarstuðull sé hærri en 30 BMI. Takmarkaður fjöldi, lokaður hópur Heilsufarsviðtöl hjá hjúkrunarfræðingi. Viðtöl og farið yfir matardagbók með nær- ingarfræðingi. Viðtal hjá sjúkraþjálfara. Styrktar- og hreyfiþjálfun hjá íþróttakennara. Vatnsleikfimi hjá leiðbeinanda. Almenn fræðsla um góða lifnaðarhætti. Starfsfólk: Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðing- ur, MA í stjórnun. Salome Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur. Sigurgeir Sigurgeirsson, matreiðslumaður. Jónas Leifur Sigursteinsson, íþróttakennari. Guðrún D. Guðmundsdóttir, stuðningsfulltrúi. Martha Ernstsdóttir, sjúkraþjálfari. Fanney Pálsdóttir, sjúkraþjálfari. Skráning er hjá Ragnheiði Ragnarsdóttur í síma 862 7615. Námskeiðið hefst miðvikudag- inn 2. febrúar 2011 kl. 20:30 í Hvítahúsinu. Verð kr. 21.000.- fyrir þrjá mánuði. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þátttakend- ur.Möguleiki er að sækja um styrk hjá við- komandi stéttarfélagi. Vegleg peningagjöf var afhent Bolungarvíkurkaupstað í upphafi þorrablótsins í Bolungarvík á laugardaginn. Upphæðin nam rúmlega 1,3 milljónum króna en um var að ræða varasjóð þorra- blótsnefnda undanfarin ár sem ætl- að er til stólakaupa í hinu nýupp- gerða félagsheimili Bolvíkinga. „Þorrablótið er ekki fjáröflun- arsamkoma en eins og konum sem reka heimili er títt, verður alltaf einhver smá afgangur til, en safnað hefur verið saman und- anfarin tíu ár í svokallaðan stóla- kaupasjóð,“ segir Þóra Hansdótt- ir formaður þorrablótsnefndar. Svo skemmtilega vildi til að Guðlaug Elíasdóttir sem fór fyrir nefndinni sem stofnaði sjóðinn á sínum tíma var einnig í þorra- blótsnefndinni í ár og þótti því tilvalið að hún skyldi afhenda ávísunina. – thelma@bb.is Rúmar 1,3 milljónir króna til stólakaupa Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, tekur á móti ávísuninni frá Guðlaugu Elíasdóttur.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.