Bæjarins besta - 27.01.2011, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Níu íþróttamenn voru tilnefndir í ár.
Emil kjörinn annað árið í röð
Knattspyrnumaðurinn Emil
Pálsson hefur verið útnefndur
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið
2010. Er þetta annað árið sem
Emil hlýtur nafnbótina. Emil er
17 ára, stóð sig frábærlega með
meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur
í 2. deildinni í sumar og var valinn
efnilegasti leikmaðurinn í loka-
hófi liðsins. Emil var valinn í lið
ársins í 2. deild af knattspyrnu-
vefnum fotbolti.net og komst
nærri því að vera valinn efnileg-
asti leikmaðurinn í þeirri kosn-
ingu. Einnig hefur Emil sýnt góða
takta með U18 landsliði Íslands
og keppti meðal annars á æfinga-
móti í Falkenberg í Svíþjóð þar
sem hann var byrjunarmaður í
öllum leikjunum. Hann hefur
verið fastamaður í unglinga-
landsliðum KSÍ og stundar nú
æfingar með U-19 ára landsliði
Íslands.
Viðurkenning fyrir útnefning-
una og farandbikar var afhentur
við hátíðlega athöfn í Stjórn-
sýsluhúsinu á Ísafirði á sunnu-
dag. Emil var fjarri góðu gamni
og tók því faðir hans, Páll Harð-
arson, við viðurkenningunni fyrir
hönd sonar síns.
Níu íþróttamenn fengu þá við-
urkenningu fyrir góðan árangur
á árinu 2010 við formlega athöfn
í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þeir sem voru tilnefndir auk Em-
ils voru Anton Helgi Guðjónsson
hjá Golfklúbbi Ísafjarðar, Elena
Dís Víðisdóttir hjá Sundfélaginu
Vestra, Elín Jónsdóttir hjá Skíða-
félagi Ísfirðinga, Guðmundur
Valdimarsson hjá Skotíþróttafé-
lagi Ísafjarðarbæjar, Jóhann
Bragason hjá Hestamannafélag-
inu Stormi og Margrét Rún Rún-
arsdóttir hjá Knattspyrnufélaginu
Herði. Að auki hafa Craic Schoen
hjá KFÍ og Ragney Líf Stefáns-
dóttir hjá íþróttafélaginu Ívari
bæst í hópinn. – thelma@bb.is
Páll Harðarson, faðir Emils, tók við viðurkenningunni.Boðið var upp á glæsilegar veitingar að athöfn lokinni.